Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 22
Lítill hópur verkfræðinga starfaði sleitulaust í S-flugskýlinu ó
Cape Kennedy. Sterkir lióskastarar helltu skæru Ijósi yfir þá, og
glitraði á málmflötum verkfæranna.
Þeir unnu með ótrúlegum hraða í keppni við tímann, við að
taka í sundur þykka stálveggi og flóknar rafleiðslur í geysistór-
um tilraunageymi.
Inni í geyminum, þar sem margir menn unnu sveittir og tauga-
óstyrkir, var stórt geimfar.
Við fyrstu sýn leit það út fyrir að vera nákvæm eftirlík-
ing þess, sem á þessu augnabliki þaut umhverfis jörðina. En það
var aðeins við fyrsta augnatillit ókunnugs manns. Geimfarið var
skylt Mercury, en alls ekki sama tækið. Það var dýpra, breiðara,
hærra, rúmbetra.
Tíminn var svo naumur! Að taka geimfarið úr tilraunahylkinu
og gera það tilbúið til hættulegrar, fIjótrar farar — það hafði
aldrei verið gert áður. Allar líkur voru á móti. Jafnvel þeir bjart-
sýnustu mannanna á staðnum álitu, að tilraunin hlyti að mis-
heppnast. Tæknisérfræðingar og verkfræðingar köstuðu öllum há-
tíðlegum reglum til hliðar, sem ákváðu endalausar og nákvæmar
ráðstafanir og ítrekaðar tilraunir með hvern einstakan hlut. Ef
nokkur von ætti að vera til að þessi tilraun gæti tekizt, að mað-
urinn í geimnum ætti að hafa nokkra von um björgun, varð hið
ómögulega að gerast. Það varð að losa geimfarið úr hylkinu
með geypihraða og koma því á ræsistæði 19 á Cape Kennedy.
Geimskipið, sem stóð inn í hylkinu, hét Gemini.
— Þetta er George Keith í Mercuryumsjón. Hafið þið getað
losað geimfarið úr hylkinu?
— Núna á hverri mínútu . . .
— A hverjum andskotanum stendur?
— Þú veizt fjandans vel hvaða tíma þetta tekur. Þetta hefur
aldrei nokkurntíma verið gert áður. Við höfum enga reynslu. (
guðanna bænum reyndu að skilja að við þurfum tíma til þess!
— Við höfum engan tíma. Við höfum ekki sekúndu afgangs.
Hevnær eruð þið tilbúnir?
— Ef þú heldur sönsum og lætur okkur í friði, þá gengur það
fyrr. Við hringjum strax og eitthvað skeður . . .
Símanum var hent á.
Tíu mínútum síðar hékk geimfarið í sterkum stálköplum.
I geimrannsóknarstöð handan Uralfjallanna, lengst inni í Sovét-
ríkjunum, titraði loftið af spennu. Maður í einkennisbúningi rússn-
esks yfirmanns loftflotans óð um gólfið og veifaði höndunum.
— Haldið símalínunni opinni. Mig varðar ekkert um hverjir vilja
komast að! Línan verður opin þangað til ég þarf á henni að
halda. Skilið?
— Já, yfirforingi.
— Gott! Nú, hafa komið nokkrar nýjar upplýsingar frá raf-
eindaheilanum í Moskvu?
— Nei, yfirforingi. En við búumst við að heyra frá þeim hvenær
sem er. Þeir segja . . . afsakið, yfirforingi, Ogorodnikov prófessor
vill tala við yður. Samtalið bíður.
— Fljótur þá. Gefðu mér strax samband.
— Karpenko yfirforingi?
— Já, prófessor. Hvað er nýtt?
— Það er eins og við héldum, yfirforingi. Það er enginn vafi
á því að bandaríski geimfarinn er í alvarlegum vandræðum.
— Eru það bremsuraketturnar, eins og við héldum?
— Alveg rétt, yfirforingi. Geimfarið átti að hemla um leið og
það fór yfir norðausturströnd Nýju-Guineu. Á þvf augnabliki átti
geimfarinn að Ijúka fertugustu og sjöundu umf . . .
— Já, já, ég veit.
— Verið þolinmóður, Karpenko yfirf.oringi. Við viljum vera viss-
ir um að þær upplýsingar, sem við gefum ykkur, séu réttar.
— Afsakið, Ogorodnikov prófessor. Gjörið svo vel að halda
áfram.
— Bandaríska geimfarið heldur þessum hraða í um sex sólar-
hringa og átta tíma. Að þeim tíma loknum fer það að mæta auk-
inni mótspyrnu frá efri lofthjúpnum. Þá fer það að minnka hrað-
ann smátt og smátt.
— Sex sólarhringa og átta tíma. En þér sögðuð ,,um". Getið þér
ekki verið nákvæmari?
— Nei, það er ómögulegt. Útreikningar okkar eru eins nákvæm-
ir og hægt er, yfirforingi.
— Hve lengi getur geimfarinn lifað?
— Það getum við ekki sagt með vissu, yfirforingi. Flestar okk-
ar upplýsingar eru byggðar á því, sem Bandaríkjamenn sögðu okk-
ur um aðstæður í hylkinu. Það er mögulegt að minnka þrýsting-
inn í hylkinu og jafnvel minnka hann einnig í búningi geimfar-
ans. En hann getur ekki minnkað þrýstinginn nema að vissu marki,
án þess að súrefnisinnihald blóðsins verði of lítið. Við höfum
„Nú er um sekúndur
að ræða“
Öll starfsemi stöðvast
snögglega á
Cape Kennedy, geim-
fferðarstöð Bandaríkjanna.
Verkfræðingar tiefja
taugaæsandi starfsemi
f einu flugskýlinu
þar, því uppi í geimnum er
geimfari dauða-
dæmdur f gelmfarí sínu,
vegna þess að
hemlarakettur þess
brugðust! Og nú bíða allir
meö öndine
f halsinum eftir svari viO
spurningunni:
VerOur hægt aO senda
annan mann upp
tíl aO bjarga honum áður
en súrefniO
f geimfari hans er búiö?
2. HLUTI
NEYÐAR-
KALL
ÚR
GEIMNUIV
22 — VIKAN 27. tbl.