Vikan


Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 30

Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 30
Framhald af bls. 23. bak í sætinu þegar rautt aðvörunar- Ijósið ó þaki bílsins tók að blikka og sírenan að væla, — hann hall- aði sér afturóbak og hió . . . Maðurinn, sem sat við stóra borð- ið í herbergi blaðamanna ó Cape Kennedy, lamdi illskulega með priki í borðið. Hljóðnemar dönsuðu ó borðinu og pappírsblöð flögruðu niður ó gólfið. Maðurinn var hvít- ur í framan af reiði og taugakipp- ir fóru um andlitsvöðvana. Blindandi Ijósgeislum úr fjölmörg- um Ijóskösturum var beint að hon- um, svo hann sárverkjaði í augun af þreytu. Ljóskastararnir lýstu upp þykka reykjarsvæluna og hundruð andlita í salnum og hendur á lofti. Æstar raddir heyrðust um allan salinn og spurningar dundu á hon- um eins og skothríð. Prikið brotnaði skyndilega í sundur með háum smelli. Desmond J. Barnes, þreyttur, ergilegur og úrræðalaus, gleymdi augnablik þessum fimm hundruð blaðamönn- um í salnum, gleymdi stöðu sinni sem blaðafulltrúi Mercury-áætlunar- innar, gleymdi einnig hljóðnemun- um á borðinu, gleymdi öllu og hrópaði: „Djöflar í helvíti!" og þeytti brotnu prikinu frá sér með ógnarafli. Þessi upphrópun heyrðist í hverj- um einasta hátalara í herberginu og kom sársaukaópi fram á varirn- — VIKAN 37. t!)I. ar á hljómtæknifræðingunum, sem allir sátu með heyrnartæki klemmd við eyrun. En árangurinn varð líka mikið meiri en sá, sem hin eðlilega rólega og lága rödd Barnes hafði náð fram að þessu. Þeir fimm hundr- uð blaðamenn og konur, sem í saln- um voru, lækkuðu þegar róminn og reyndu að hafa hemil á óþolin- mæði sinni. Barnes dró nokkrum sinnum and- ann djúpt og rólega og reyndi að ná aftur valdi á skapi sínu. Hann var ennþá reiður, en bældi reiðina niður. Röddin var köld og róleg. — A11 right, all right! Ef svipuð ólæti hefjast á ný . . . hann andaði hægt frá sér . . . mun hvorki ég né starfsfólk mitt álíta það skyldu sína að þola slíka framkomu. Þá mun þessum fundi Ijúka. Hann bölvaði hraustlega þegar blaðamennirnir fóru aftur að tala hver ofan í annan. — Stopp! Það er ógerningur að heyra eða svara hundruðum spurn- inga í einu. Geta ekki einn eða nokkrir ykkar spurt fyrir allan hóo- inn? Háreysti aftur. om Stinson héit hendinni yfir hljóðnemanum og hvíslaði að Barnes. — Mercuryumsjón hringir, sagði hann. Það komu kippir í munnvik Barn- es. — Hvað segja þeir? spurði hann hás. — Ekki mikið. Þeir segja að við verðum áfram að halda okkur við þessa útskýringu, sem við komum okkur saman um. Við verðum að segja að við höfum ekki getað náð Pruett niður vegna þess hve slæmt er í sjóinn þar sem hann á að lenda. Sama kjaftæðið. Engin breyt- ing. Segja að allt sé í lagi með Pruett og Mercury sjö. Segja að við notum tækifærið ,sem hefur skapazt vegna veðurs, að reyna hve fullkomið geimskipið er, og afla okkur reynslu. — Góði hættu þessu! hvæsti Barnes. Hendur hans titruðu þegar hann þurrkaði sér um sveitt höfuð- ið. Þetta er sama bölvað kjaftæðið. í öllum bænum, Tom, við getum ekki spilað þessa plötu lengur. Sum- ir blaðamennirnir VITA að við Ijúg- um. Það var orðið hljótt í salnum. Þrír menn stóðu einir sér fyrir miðj- um sal. Barnes kipraði augun til að sjá hverjir það væru. Það leit ekki vel út. Þar stóð blaðamaður- inn Greg Saunders frá einni stærstu fréttastofnuninni, hættulega raun- sær. Vinstra megin við hann var Jack Kirchbaum frá sjónvarpinu en til hægri Syd Price. Barnes vissi að Price var frá einu af stóru blöð- unum í New York, en ! augnablik- inu mundi hann ekki hvort það var Times eða Tribune. Það var líka sama. Saunders blaðamaður fór að tala, hægt, hverf orð nákvæmlega yfir- vegað. — En jafnframt og við skiljum það, herra Barnes, að yður líður illa, verðið þér að skilja það að við þurfum að fá réttar upplýsingar. Og í ennþá ríkara mæli þær milljón- ir fólks um víða veröld, sem bíð- ur eftir að vita hvað er að ske f geimfarinu, og hvað verður um Pruett geimfara þar uppi. Röddin varð dýpri og dýpri, og Barnes vissi hvað nú mundi koma, og hann gat ekkert við því gert, til að fresta né verjast því. — . . . aldrei dreymt um slíkt tilfelli, herra Barnes, og ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra, þeg- ar ég . . . Rödd Saunders fékk á sig fyrir- litningarblæ . . . — . . . upplýsi yður nú um, að við verðum að skýra frá málunum nákvæmlega eins og ég nú segi. Nú kemur það, hugsaði Barnes og greip um borðröndina svo hnú- arnir hvítnuðu. Stórskotaliðið. — Herra Barnes . . . þér eruð lygari! Algjör, ísköld þögn. — Við höfum nú vitað lengi, að fréttatilkynningarnar um ferð Pru- etts eftir fertugustu og áttundu um- ferðina, hafa verið hreinn uppspuni. Veðrið á lendingarsvæðinu er prýði- legt. Þar er enginn stormur. Við samþykktum að þessi blaðamanna- fundur skyldi vera leynilegur. Okk- ur líkaði það ekki þá, okkur líkar það ekki nú. Það er skítalykt af þessu öllu. En við samþykktum það og höldum ennþá við það loforð. — En ef þér segið ekki sannleik- ann nú, þegar á stundinni, verðum við að skýra frá því að fréttatil- kynningar yðar eru fyrirlitlegar lyg- ar, samvizkulausar blekkingar til þess eins og dylja sannleikann um það að Pruett sé sennilega í hættu staddur. — Jæja, ætlið þér að segja sann- leikann eða ekki? Barnes hugsaði fljótt. Lof og þökk til Saunders, hann hefði getað verið mikið verri. En það var þýðingar- laust að halda lengur við þessar útskýringar. — All right Saunders! En áður en ég segi nokkuð, verð ég að gera ykkur dálítið Ijóst. Það sem ég nú segi er ennþá leyndarmál! Hann lyfti hendinni til að fá hljóð. — Andskotinn hafi það, þið hljót- ið að skilja að ég er nauðbeygður til þessa. Ég verð að halda þessu leyndu þar til við fáum staðfest- ingu á vissum atriðum. En ef ekk- ert skeður innan eins tíma, gef ég ykkur frjálsar hendur. Erum við sam- mála? Barnes heyrði engin mótmæli. — Jæja, Barnes, við samþykkjum það, — en aðeins í einn klukkutíma. Barnes valdi orð sín, hægt og vandlega: — Þegar Pruett lagði í síðustu hringferð sína, númer fjörutíu og sjö, hóf hann að undirbúa hemlun geimfarsins. Allir mælar sýndu eðli- legt ástand þangað til. Síðan . . . — Komdu þér að efninu, í djöf- uls nafni! hrópaði einhver í hópn- um. Barnes starði beint fram í sal- inn. — Hemlaraketturnar brugðust. Barnes hafði aldrei séð að eitt orð hefði slík áhrif. Nú sá hann það ( fyrsta sinn á andlitum mannanna og kvennanna fyrir framan sig. — Við . . . erum að reyna að komast að því hvernig á þessu stendur. Ég veit ekkert meira í augnablikinu. Fæturnir gáfust upp undir honum og hann féll niður í stólinn. í tíu mínútur var hálfgert uppþot í saln- um. Siðan varð fólkið rólegra. Saunders blaðamaður var hvítur í framan, þegar hann sneri sér aft- ur að Barnes. En hann komst aldrei til að segja neitt, þv! nú kom maður nokkur hlaupandi inn um dyrnar lengst ! burtu. — Fréttin er komin út! hrópaði hann. Fundurinn er sendur beint ! sjónvarpinu frá New York! Þeir segja að það sé beint héðan frá fundinum. Þeir segja að hemlarak- ettur Pruetts hafi brugðizt! Þeir segja að hann sé dauðadæmdur í geimnum! Hróp og formælingar, hlaup og troðningur við dyrnar. Blaðamenn- irnir tróðust viti sínu fjær af reiði út úr salnum. Þeir höfðu verið blekktir um stærstu fréttir ! sögu geimferðanna. Tæplega þrjátíu manns voru kyrr- ir eftir í salnum, þar sem 500 manns hafa verið nokkrum mínútum áður. Fréttamenn frá stóru sjón- varpsstöðvunum héldu hljóðnemum sínum hátt á lofti til að sýna að þeir væru ekki í sambandi. Við háborðið horfði Barnes hjálp- arvana út yfir salinn. Hann sá Jack Kirchbaum flýta sér til eins keppi- nautar síns hjá öðru sjónvarpsfélagi, UhfCFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ö Á. HVAR ER ORKIN HANS JÞatf er »lltaf saml lelkurlnn 1 hcnnl Thd« lsfrltt okkar. Hún hefur fallS Brklna hans Nía elnhvers staSar I hlaSInu'or heltlr rfiíum verSlaunum handa þelm, sem getur íundlS Brklna. TerSIaunln. eru' stir kon- fektkassl, fullnr at hezta konfektl, og framlelSandlnn er au.SvltaS SælgætlsgcrS- ia Ntí. NÓA1 Nafn Helmlli örkln er A hli. < SfSast er dreglS var hlaut verSIaunln: Sigrún Ingólfsdóttir, Götu, Holtum, Rang. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.