Vikan


Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 20
Ileimilisfólk á Jóhannesar-Heiðarbæ. premst eru hjónin Margrét og Jóhannes en milli þeirra er dótturdóttir þeirra, Margrét, Bak við er Ómar sumarsveinn og Sveinbjörn Jóhannesson. Horft heim að Heiðarbæ. AfOAlMiT I AIFARALEIÐ skepnuhöldin eiga að vera góð. Ábúð á jörðinni fylgir því skrifað blað með fyrirmælum varðandi blettinn, og er eins gott fyrir ábúendur, að hann týn- ist ekki, því venjulega vilja menn slá og hirða alla tæka toppa, og annað en gaman að slá álagablett í ógáti og missa skepnur fyrir bragðið. Við feng- um að sjá þetta plagg, og á því stend- ur: „f landi jarðarinnar Brúsastaðir í Þingvallahreppi í Árnessýslu er sam- kvæmt lögum um verndun fornmenja, dags. 16. nóvember, 1907, skrásettar og friðaðar fornmenjar þessar: 1. Leifar af svonefndri hoftóft í tún- inu fyrir suðaustan bæinn. 2. Girðing forn með tóft í, vestan við bæinn. Sbr. Árb. Fornleifafjel. 1880, bls. 21, og 1895, bls. 21. Þetta kunngjörist eigendum og ábú- endum greindrar jarðar nú og eftir- leiðis. Ber eiganda jarðarinnar að varð- veita friðlýsingarskjal þetta og sjá um að ábúanda sé jafnan kunnugt um frið- lýsinguna. Reykjavík, 5. maí 1927, Matthías Þórðarson, fornmenjavörður (sign.) Að vísu kemur ekki fram af þessu skjali, að skepnur muni drepast, sé við téðum fornmenjum rótað, og mun það eldri trú. Næst vestan Brúsastaða eru Kára- staðir. Það var rigning, þegar við ókum þangað heim núna í maí. Roskinn mað- ur í bláum galla var að raka af tún- inu, og sagði okkur að fólkið væri inni. Það reyndist rétt vera, en ekki margir heima. Bóndinn, Guðmann Ein- arsson, var ásamt konu sinni og einum syni í Reykjavík, en heima voru þrír synir, Einar, Geir og Helgi. Eina dóttur eiga þau líka, en hún er búsett í Reykja- vík. Auk þeirra eru í heimili á Kára- stöðum fjögur öldurmenni, þeirra á meðal fyrrverandi bóndi frá Selkoti í Þingvallasveit, Sveinn Ingvarsson. Bú stofninn á Kárastöðum er um 500 fjár, 3 kýr og 8 hestar. Þeir sem hafa farið um Þingvallaveg- inn, vita sennilega allir, hvar Kára- staðir eru. Þetta er reisuleg bygging í burstastíl, og fjárhúsin standa eilítið ofar. Á landsmóti Ungmennafélaganna, sem haldið var á Þingvöllum 1957 eða 1958, ég man ekki hvort heldur var, kom hlaðan á Kárastöðum í góðar þarfir sem fangageymsla. Það var stabbi í hlöðunni miðri, en geilar skorn- ar út við veggina, og þar voru þeir óðu settir inn. Einhvern veginn lánað- ist sumum þeirra að komast út við og við, og bræðurnir á Kárastöðum minn- ast þeirrar kátbroslegu sjónar, að sjá svartklædda lögregluþjóna með hvítar húfur í kapphlaupi við strokukindurn- ar urri túnið. Færri vita um Skálabrekku. Hún sést ekki af þjóðveginum. Bærinn stendur niður á vatnsbakkanum nokkru vest- ar en Kárastaðir, og milli bæjarins og vegarins stendur holt, sem skyggir á. Það sem fyrst vekur athygli, þegar komið er upp á holtið svo heim sést, er nýtt bæjarhús, smekklegt og lát- laust. Þótt húsið sé í samræmi við það, sem nú tíðkast, fellur það vel við nafnið, Skálabrekka. Nafnið er síðan á landnámstíð. Þar hafði Ketlibjörn á Mosfelli nokkra viðdvöl undir holts- brekkunni, og byggði skála, sem brekk- an dregur síðan nafn af. Og eftir hvíld- ina þar var hann nægilega hress til þess að halda áfram austur og nema allt Grímsnesið og Biskupstungurnar. Það hlýtur sem sagt að vera endur- nærandi að dvelja á Skálabrekku. Sögur geta einnig um mikinn ævin- týra- og afreksmann frá Skálabrekku, Þorstein gála. Framan af ævi sinni lá hann í öskustó og vakti með því harm föður síns, en bræður hans eldri höfðu um sig nokkuð og létust miklir fyrir sér. Þó fór svo, að þegar skessur þrjár gerðu gjörningaveður til þess að lokka til sín fé Skálabrekkubónda, og eldri synirnir voru sendir að leita fjárins, að þeir gerðu fátt annað en skoða dæt- ur bænda þeirra, er leiðin lá framhjá, og raupa af ríkdómi sínum. Komu þeir slyppir heim. Þá skreiddist Þorsteinn úr ösku, fór og fann féð og stuggaði því af stað heim. Naut hann til þess fulltingis Ármanns þess, er Ármanns- fell er við kennt. Skessurnar urðu nátt- úrlega viti sínu fjær, er þær sáu svein- staulann fara burtu með féð, og fór hann þá svo greitt, að hann óð jörðina í ökkla. Skessurnar flýttu sér meir, svo jörðin tók þeim í hné, en sem betur fór fyrir Þorstein náðu þær honum aðeins ein í einu, og tókst honum með hjálp Ármanns vinar síns að slíta þær til bana. Manni skilst, að þeir hafi ýmist gert, að rífa upp úr þeim að endilöngu eða slíta af þeim lappirnar eins og ég sá barn eitt dunda við að rífa lappir og vængi af maðkaflugum undir messu í Lágafellskirkju fyrir mörgum árum. Svo fór Þorsteinn heim með féð, og lagðist að því búnu í ösku á ný. Ekki veit ég, hversu margt fé þetta kann að hafa verið, en nú hefur Guð- mann bóndi Ólafsson á Skálabrekku um 300 fjár, 2 kýr og 3 hesta. Og víst liggja börn þar ekki í öskustó, því börn þeirra Guðmanns og Regínu Sveinbjörnsdóttur, konu hans, Hörður og Guðrún, stóðu í flagi og settu nið- ur kartöflur af miklum móð, og tveir sonarsynir þeirra hjónanna léku sér í kringum föðursystkini sín. Guðmann bóndi var hins vegar afbæis þennan dag. Yfirleitt virtust bændur í Þingvalla- sveit hafa haft veður af komu okkar þennan dag, því þrír þeirra voru ekki heima, á þessum fimm bæjum, sem við heimsóttum. Það var nefnilega sama sagan á Heiðarbæ. Þar er reyndar tví- býli, og annar bóndinn, Jóhannes, var heima. Á móti honum býr Einar bróð- ir hans, en hann var ekki heima, né neitt af hans fólki, nema Sveinbjörn 2Q — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.