Vikan


Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 5
og þá eru þar efst á þaugi þætt- ir Svarvars Gests, Sveins Ás- geirssonar og svo ótal margir fleiri þættir, sem of langt væri upp að telja, þó er það einn mað- ur, sem ég dái sérstaklega og hugsa oft til, þó alveg sérstak- lega klukkan 7 á morgnana, því ég þarf að vakna snemma og nú þarf ég varla vekjaraklukku, ég vakna bara af tilhlökkun og hoppa fram úr um leið og ég heyri þessa dásamlegu rödd, sem hefur alltaf eitthvað skemmtilegt að segja landsmönnum. Ég veit um marga sem hugsa líkt og ég. Það væri gott ef útvarpið hefði meira af slíkum ágætismönnum, og þó ég segi fyrir mig, enginn jafnast á við Jón Múla, annars er ég líka hrifin af Stefáni Jóns- syni, Það er röddin sem heillar. Ekki meira lof. Pálína frænka, Skagakróki. Trúaratriði Ég og vinkona mín vorum að tala saman um vikudagana þegar það kom upp að við vorum ekki sammála um hvort sunnudagur sé fyrsti eða síðasti dagur vikunn- ar. Því biðjum við þig að leysa vandann. í BIBLÍUNNI stendur að hvíldardagurinn sé 7 dagur vikunnar og í SJÓNVARPSDAG- SKÁNNI stendur frá sunnudegi til laugardags. Þökkum allt gott. H. og U. — — — og viS hérna segjum aS fimmtudagur sé fyrsti dagur VIKUNNAR. Þetta er huggulegt eSa hitt þó heldur. Ég veit ekki hvernig þetta fer allt saman. Líklega verSur viS aS hafa þá reglu, að fara eftir því á hvaS viS trúum bezt og mest: Sjón- varpiS, VIKUNA — eSa Biblí- una. Og enn brennur hraun... Kæri Póstur!. Gætir þú sagt mér, hvar hægt er að fá bókina „Líkamsrækt Jowett“, hvað hún kostar og hvort hægt væri að fá hana senda? Ég hef ekki orðið var við hana í bókabúðum. Svo er hér annað: Ég kaupi VIKUNA ekki að staðaldri, en hef ágirnd á nokkrum eintökum, sem ég missti af. Þáu hafa að geyma skáldaða frásögn af gosi miklu í Bláf jöllum, eigi langt frá Reykja- vík. Ég býst við, að þýðingarlaust sé að spyrja, en er möguleiki á að fá þessi blöð einhversstaðar? Virðingarfyllst, Norðlendingur. ---------Um bókina getum við ekki sagt neitt, því miður, og vafalaust eina ráðið að spyrjast fyrir hjá bóksölum. Framhaldssagan „Brennur hraun við Bláfjöll“, eftir G. K. birtist í 3.-7. tölublað VIKUNN- AR (bæði meðtalin) á þessu ári. Reynandi er að hafa samband við Blaðadreifingu, Laugavegi 133, sími 36720, til að fá það sem vantar. The Beatles Kæri Póstur! 1 14. tbl. var beðið um heimils- fang The Beatles. Heimilisfangið þeirra er: The Beatles, c/o E. M. 1. House, Manchester Square, London W. 1., England. Svo vona ég, að þið birtið þetta bréf fyrir Beatles-aðdáendur. Þakka gott lestrarefni. Ein hjálpsöm. P.S. Hvernig er skriftin? ---------Það er eiginlega föst regla hjá okkur að birta aldrei upplýsingar um heimilisföng eða aðrar persónulegar upplýsingar um frægt, þekkt eða alræmt fólk. En vegna þess að við vorum fyrir skemmstu með ýmsar slíkar upp- lýsingar í viðtali við vin okkar Ringó, gerum við undantekningu í þessu tilfelli . . . og þökkum upplýsingarnar. P.S. Skriftin er ekki góð, því miður. — Varst það þú, sem skyrptir í sveppasúpuna? ,,Aukið með prestolite „THUNDERVOLT“ kertunum. Sendum í póstkröfu. prestalitE TRANSISTOR- KVEIKJUR DINAMOAR STRAUMLOKUR HÁSPENNUKEFLI og fleira. ALTERNATORAR KRISTINN GUÐNASSON H.F. Klapparstíg 25-27 - Símar 12314 21965. Uigufluð ii lund ullt ★ Notið fullkomnar vélar - öpugga og reynda flugmenn elzta starfancSi flugskóla landsins /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.