Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 24
Þ»ÓR GUÐJÓNSSON, veic^,iálasfj6ri, 8Ék sai.istn
Helztu silungsvötn í námunda við Reykjavík.
Silungsvötn eru mörg á landinu. S.kulu nokkur vötn í nágrenni
Reykjavíkur nefnd hér:
Elliðavatn er nálægt 15 km suðaustur frá Reykjavík. Það er 1,8
km2 að flatarmáli og er í 74 m hæð yfir sjó. Falla Elliðaárnar úr því
norðanverðu. í vatninu er urriði og bleikja. Eigendur vatnsins eru
Reykjavíkurbær og jörðin Vatnsendi. Veiðileyfi fást hjá veiðieig-
endum.
Hafravatn er nálægt 15 km austur frá Reykjavík, í kvos suðvestan
við Hafrahlíð 68 m yfir sjó. Það er 0,9 km2 að flatarmáli. Er það
skálarmyndað og alldjúpt. Úlfarsá rennur úr vatninu að vestan. f
því veiðist urriði, bleikja og lítils háttar af laxi. Hafravatn er hluti
af félagssvæði Veiðifélags Úlfarsár. Áburðarverksmiðjan hefur veið-
ina í Hafravatni á leigu.
Leirvogsvatn er nál. 25 km norðaustur frá Reykjavík við þjóðveg-
inn til Þingvalla. Það er nál. einn km2 að flatarmáli og er í 211 m
hæð yfir sjó. Úr því fellur Leirvogsá. Vatnið er alldjúpt og dýpst
24 — VIKAN 27. tbl.
austan til. Urriði er í vatninu og bleikju hefur verið sleppt í það
fyrir nokkrum árum. Eigendur vatnsins eru Stardalur og Kirkju-
jarðasjóður.
Meðalfellsvatn er í Kjós, nál. 50 km norður frá Reykjavík í kvos
norðan við Esjuna, og er það í 46 m hæð yfir sjó. Það er 1,9 km2 og
er mikill hluti vatnsins undir 5 m að dýpt, en mesta dýpi í því er
18,5 m. Er það í austurhluta vatnsins í skál allvíðáttumikilli, sem þar
er. Bugða rennur úr vatninu að vestan og felur norðvestur í Laxá
í Kjós. Urriði og bleikja veiðast í vatninu og auk þess nokkrir
tugir laxa árlega. Meðalfellsvatn er á vatnasvæði Laxár, og starfar
Veiðifélag Kjósarhrepps þar. Veiðin í vatninu er leigð Stangaveiði-
félagi Reykjavíkur, sem selur veiðileyfi í því.
Hvalvatn er í kvos austur við Hvalfell og norðan við Botnssúlur.
Akfært er að vatninu að norðan. Liggur vegurinn að því vestur frá
Uxahryggjavegi, skammt norðan við Tröllháls. Vatnið er í 378 m hæð
yfir sjó og er 3,4 km: að flatarmáli. Það er skálarmyndað og djúpt.
Mesta dýpi, 160 m, og er suðvestan til í því. Er þetta mesta dýpi í