Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 23
samt sem áður komizt að ákveðnum nið-
urstöðum.
- Og . . . ?
— Þolinmæði, yfirforingi. Við álítum að
hann hafi notað allan súrefnisforðann sex
til tólf tímum áður en tækið fer að falla
niður.
— Það er þá enginn möguleiki á að
geimfarinn lifi það af?
— Nei, yfirforingi. Alls enginn. í það
minnsta enginn, sem við getum séð fyrir,
byggt á þeim upplýsingum, sem við höf-
um.
— Einmitt . . . Ogorodnikov prófessor,
frá þessu augnabliki . . . hve langt á
Ameríkaninn . . . Pruett . . . eftir, þar
til hann er súrefnislaus?
— Um það bil fjörutíu og tvo tíma.
En vegna hvers, yfirforingi? Hefur það
nokkra þýðingu?
— Jú, vissulega! Og meira að segja í
fyllsta máta! Ég er m|ög þakklátur fyrir
þessar einstæðu upplýsingar, prófessor.
Takk. Takk!
P. L. Karpenko yfirforingi, stórskota-
liðsverkfræðingur, fIugstjóri, upplýsinga-
fulltrúi Sovézku vísindaakademíunnar,
sneri sér snögglega við frá símanum og
gekk hröðum skrefum inn í loftskeytaher-
bergið.
— Fljótir, gefið mér samband við Vani-
hev
— Já, yfirforingi.
Eftir tuttugu og se xsekúndur: — Vani-
chev?
— Já, yfirforingi.
— Hlustið vel á. Sérfræðingarnir hafa
staðfest grun okkar. Það eru aðeins fjöru-
tíu og tveir tímar þangað til geimfarinn
er búinn með súrefnið. Getum við haldið
áætluninni áfram? Er tíminn nægur?
— Aðeins augnablik, yfirforingi.
Fimmtíu og tvær sekúndur í viðbót . . .
— Yfirforingi, það er enginn vafi á
því. Mennirnir hafa unnið stanzlaust síð-
an þér hringduð í gær. Stjórntækin hafa
verið löguð eftir þessari nýju áætlun og
við vinnum sleitulaust. Já, yfirforingi, við
náum því.
— Prýðilegt, prýðilegtl En munið það,
að ekki nokkur maður fyrir utan yður
sjálfan og aðstoðarmann yðar . . . hvað
heitir hann nú aftur? Merkulov . . . má
vita nokkuð um þetta áform okkar. Skilj-
ið þér þetta fullkomlega?
— Já, yfirforingi, ég skil fullkomlega.
— Gott. Hvenær reiknið þér með að
skjóta?
— Okkar eigin geimfari verður að vera
kominn á loft innan átján tíma.
— Haldið verki yðar áfram, Vanichef.
Ég kem strax með flugvél. Ég verð kom-
inn eftir fjóra tíma. Sælir.
Karpenko yfirforingi néri saman hönd-
um og horfði hugsandi upp í loftið. Allt
gekk eftir áætlun. Hann sneri sér að sfma-
manninum.
— Hringið strax til flugvallarins. Segið
þeim að hafa flugvélina mfna tilbúna til
flugs þegar í stað.
— Já, yfirforingi.
Karpenko yfirforingi heyrði ekki svar-
ið. Hann hljóp beina leið eftir löngum
ganginum til bifreiðar sinnar, sem átti
að flytja hann til þotunnar, en með henni
ætlaði hann til geimstöðvarinnar Baikonur,
þar sem menn unnu hundruðum saman
hvíldarlaust að áætluninni.
Karpenko yfirforingi hallaði sér afturá-
Framhald á bls. 30.
VIKAN 27. tbl. — 23