Vikan


Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 40
I AGFA LITFILMAN, er sérstaklega skörp, með fullkomnum og gallalausum litum AGFA er merkíð, sem þér þekkið og getið treyst AGFA CT 13 kvikmyndafilman er fullkomnasta litfilman sem á markaSnum er. Hún er plús/mínus eitt Blend og 10-16 din. fylgir, lítur út eins og eðlilegar afleiðingar af neyzlu skemmds matar. Það væri skynsamlegt, að gefa umræddumi manni myslingaostrur eða önnur skeldýr, sem geta framkallað sömu sjúkdómseinkenni, séu þau ekki rétt matreidd. Þá er auðvelt að skella skuldinni á matinn. —• Ég þakka yður fyrir afbragðs ráðleggingar, faðir. De Condé prins starði enn á fölgræna flöskuna og hatrið sindraði í augum hans. Það olli Angelique nokkrum vonbrigðum: Ástarguðinn hafði glatað fegurð sinni og var nú aðeins skelfilegur. — Farið varlega, Monseigneur, hélt munkurinn áfram. •— Það er nauðsynlegt að meðhöndla þetta eitur með ýtrustu varkárni. E'f þér missið dropa á húð yðar, myndar hann þegar I stað holdtæringu, sem gæti eyðilagt, til dæmis, hönd eða handlegg. Og ef þér sjáið yður ekki fært að hella lyfinu í mat viðkomandi manns, verður viðkomandi þjónn að fá nákvæm fyrirmæli. — Herbergisþjónninn minn er mjög áreiðanlegur. Sem betur fer þekkir viðkomandi maður hann ekki. Það verður auðvelt verk fyrir hann. Prinsinn leit ögrandi niður á munkinn, sem var töluvert lægri. — Eg þykist viss um, að hæfni yðar í þessum vísindum hefur komið I veg fyrir smámunasemi. Samt langar mig til að vita hvað þér mynduð segja, ef ég tryði yður fyrir því, að þetta eitur væri ætlað einum fé- laga yðar, Itala frá Abruzzi? Bros færðist yfir varir munksins og hann hneigði sig aftur. — Einu félagar mínir eru þeir, sem kunna að meta þjónustu mína, Monseigneur, og nú sem stendur er Monsieur Fouquet, þingmaður í París örlátari gagnvart mér en ákveðinn Itali frá Abruzzi, sem ég einnig þekki. De Condé rak upp hneggjandi hlátur. — Bravó, Bravissimo, Signor mér líkar við menn af yðar tagi. Það varð þögn, meðan de Condé prins setti flöskuna aftur í skrínið. Augu munksins hvíldu á glasinu, og það var ekki laust við, að nokkurt stolt væri í augnaráðinu. — Má ég bæta því við, Monseigneur, að þessi vökvi hefur þann kost að vera lyktarlaus og næstum alveg bragðlaus. Ef viðkomandi maður er mjög skarpskyggn á mat sinn, dettur honum i hæsta lagi í hug, að kokkurinn hafi verið full gálaus með kryddið. — Þér eruð fágætur maður, muldraði prinsinn. Svo sneri hann sér við og tók taugaóstyrkur innsigluð umslögin, sem hann hafði lagt á dragkistuna. —• Þetta á ég að afhenda yður, til að fullnægja samningunum við Monsieur Fouquet. I þesu umslagi er yfirlýsingin frá d’Hoquincourt. og hér eru yfirlýsingarnar frá Monsieur de Charost, Monsieur du Plessis, Madame du Plessis, Madame de Richeville, de Beaufort hertogafrú, Madame de Longuville. Eins og þér sjáið eru frúrnar ekki eins latar —- eða feimnar og herramennirnir. Enn vantar mig bréfin frá Monsieur de Maupéou, de Créqui markgreifa og nokkrum fleiri........ — Og yðar Monseigneur. —• Já, það er rétt. Hér er það. Ég var einmitt að ljúka því og hef ekki enn skrifað undir. — Mætti ég biðja yðar hágöfgi að lesa bréfið upphátt fyrir mig, svo ég geti kynnt mér orðalagið nákvæmlega? Monsieur Fouquet krefst þess, að öllum skilyrðum sé fullnægt. —• Sem yður þóknast, sagði prinsinn og yppti öxlum litið eitt. Svo tók hann blaðið og hóf lesturinn „Ég, Louis II., prins de Condé, gef Monseigneur Fouquet drengskapar- heit mitt um, að ég muni aldret veita öðrum tryggð en honum; að hlýða honum undantekningarlaust, að fela honum eignir mínar, starfsmenn og liðsmenn, þegar hann þarfnast og biðst. Þessu til staðfestingar af- hendi ég honum þetta skjal, skrifað og undirritað með minni eigin hendi, af frjálsum vilja og óumbeðið. Skrifað í Plessis-Belliére, 20. dag septembermánaðar 1649“. Framhald í næsta blaði. AFDALASVEIT [ AL- FARALEIÐ Framhald af bls. 21. sjá þangað heim. Þar er eins og víðast annars staðar stunduð veiði í vatninu, og selt til Reykja- víkur og í Valhöll, og á daginn kom, að líklega var þessi ágæti silungur, sem við átum í Valhöll fyrr þennan sama dag, frá Heið- arbæ. Annars létu þeir He'.ðar- bæjarmenn af því, að veiðin væri lítil og treg. Yfirleitt var á öllum Þingvalla- bæjum sama saga sögð um veið- ina. Hún versnaði til míikillia muna, við stífluna í Sogi. Vatns- yfirborðið hækkaði mikið, og bændur hafa þá kenningu, að veiðin hafi minnkað svona við það, því af því leiði, að vatnið hitni seinna á grunninu. Og fleiri spjöll eru talin af vatns- hækkuninni. Litlir hólmar, sem áður voru öllum til augnayndis í vatninu, gróðri vafnir með litskrúðugum blómum, hafa skemmzt, og himbrimarnir, sem þar áttu hreiður, hafa misst sína samastaði. Og fyrir allt þetta hafa Þingvellingar engar bætur fengið — ekki einu sinni raf- magn. Að vísu eru bæirnir við norð-vestanvert vatnið, Heiðar- bær, Skálabrekka, Kárastaðir og svo náttúrlega Þingvelir, í þann veginn að fá rafmagn úr línu þeirri, sem nú er verið að leggja að hótel Valhöll, sem aðeins er starfrækt 4—5 mánuði ársins, þar sem ekki verður við það staðið, að leggja línuna um tún þessara bæja án þess að þeir fái rafmagn. En þegar við vorum þarna á ferð, var enn álitið tví- sýnt, hvort heimtaug yrði lögð að Brúsastöðum, sem standa að- eins fjær. Og bæirnir austan vatns, sem standa svo að segja ofan í Sogsvirkjuninni, fá enga úrbót. Þetta, finnst mér vægast sagt klökkt. Svona framkoma minnir mann á söguna um það, _ VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.