Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 12
EINKAUF
efftip
Nicolas
Monsarrat
— Ég skil aldrei við þig, James, sagði Marjorie
Howgill.
Það var einhver sjúkleg þreyta, sem ein-
kenndi hjónaband þeirra, hugsaði James How-
gill önugur; svo sjúkleg þreyta, að jafnvel þessi
orð hennar, sem eðli sínu og aðstæðum sam-
kvæmt, hefðu átt að vera þrungin tilfinninga-
hita og viljafestu, létu ósköp og skelfing hvers-
dagslega í eyrum. Marjorie, hugsaði hann enn,
hún gæti þulið upp dauðasyndirnar sjö, rétt
eins og hún væri að lesa garðyrkjuverðlista.
James Howgill opnaði umslagið, sem hinn sérlegi
boðberi færði honum. Fyrsta setningin, og
karlmannsnafnið, sem blasti við augum í henni miðri, sló
hann eins og háspennuraflost.
Þau.sátu gegnt hvort öðru í þægilegri, kannski
eilítið nosturslegri en einkar vingjarnlegri íbúð
sinni í Lundúnum. Það hljómaði róleg dans-
tónlist frá viðtækinu, valsstef; kötturinn lá við
arininn og malaði; gangstéttirnar úti fyrir voru
gljávotar af rigningarúða. Þannig hafði það
verið í fullan áratug, hugsaði hann; „fyrirmynd-
ar-hjónaband" þeirra hafði breytzt í elliheimilis-
hjónaband, áratugum á undan áætlun.
Og nú vildi hann, eins og hann var að enda
við að segja henni, losna úr þessum leiðinda-
viðjum, ekki af neinum sérstökum ástæðum —
þar var ekki um neina aðra konu að ræða í
eiginlegum skilningi — hann mundi einungis
steindrepast úr leiðindum, ef hann ætti að búa
við þetta stundinni lengur.
Væri hann ekki kvæntur Marjorie, hugsaði
hann — Marjorie, sem hafði breyzt úr ástríðu-
heitri brúði í makráða ektakvinnu strax á
fyrstu mánuðum hjónabandsins og ekki tekið
neinum breytingum eftir það — ef hann væri
ekki kvæntur henni, þá gæti svo farið að hann
freistaði hamingjunnar með annarri, áður en
það væri um seinan. Hann var þó ekki nema
þrjátíu og fimm ára. En ef hann gerði ekki
alvöru úr að losa sig úr viðjunum fyrr en
seinna . . .
Rödd hennar vakti hann af heilabrotunum.
— Ertu í rauninni að segja mér satt, Jim? spurði
hún. — Er ekki um neina aðra konu að ræða?
Hann yppti öxlum, nennti varla að svara
spurningunni. — Nei, var ég ekki að enda við
að segja þér það?
— Hvað á þá þessi vitleysa að þýða?
Vitleysa, hugsaði hann, það var þá orðið yfir
tærandi óánægju hans . . . — Ég vil einungis
verða frjáls aftur, mælti hann. — Þetta er svo
þrautleiðinlegt, að engu tali tekur. Við erum
hvort öðru ekki neitt framar.
— Það mundi ég ekki vilja fullyrða, maldaði
kona hans í móinn.
— En ég fullyrði það, sagði hann hranalega
með vaxandi gremju í rómnum. Jafnvel á slíkri
stundu hafði hún gersamlega vald á sér. Falleg,
jú, það var hún, en leiðinleg, leiðinleg, leiðin-
leg. Þau höfðu ekki skipzt á orðum, nema um
hversdagslegustu hluti, árum saman, og hvað
ástina snerti. — Það er ekkert eftir orðið af
hjónabandi okkar. og þú veizt það, hélt hann
áfram.
— Þú þarft að taka þér gott sumarleyfi, það
er það, sem þú þarft með, sagði hún skyn-
samlega.
— Eg þarf ekki á neinu sumarleyfi að halda,
hvorki góðu né hinsegin, og það lá við að
— Ég hef verið að heiman, James, svaraði
Marjorie. — Ég var svo einmana hérna, að ég fékk
mér dálítið sumarleyfi, þó að í seinna lagi væri.