Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 11

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 11
O Samtalsþættir ýmiskonar cru ódýrastir í framleiðslu og í íslenzku sjónvarpi mundi verða allmikið af slíkum þáttum. Hér sést, hvcrnig upptaka fer fram. þessa nýju tækni í þjónustu sína. Stafar það að einhverju leyti af hinni miklu andstöðu, sem sjón- varpið hefur mætt, en ég þekki ekkert land, þar sem slík andstaða hefur verið meiri en hér. Höfuð- ástæðan er þó hinn mikli kostnaður, sem hlýtur að vera samfara sjónvarpi hér á landi. — Af hverju er sjónvarp sérsfaklega dýrt fyrir Islendinga? Vegna fámennis þjóðarinnar og stærðar lands- ins. Hér eru aðeins um 50.000 borgandi útvarps- notendur, en Danir, sem þó eru meðal minnstu smáþjóða, hafa rúmlega milljón. Fjárhagsgrund- völlur danska útvarpsins er þannig tuttugu sinn- um sterkari en þess íslenzka, ef auglýsingum er sleppt, sem að vísu greiða rúman helming af kostnaði Ríkisútvarpsins. Án þeirra mundu afnota- gjöld þurfa að hækka um 100%. Sama er um sjónvarp að segja, og er þess þá að gæta, að dagskrárkostnaður sjónvarps er margfalt meiri en útvarps. Ef byrjað yrði að sjón- varpa 1966, má gera ráð fyrir, að notendur verði 1972 milli 25 og 30.000. Þá verða lands- menn um 222.000, og yrði sjónvarp á tveim af hverjum þrem heimilum. Þetta er að vísu var- lega reiknað, því reynsla allra menningarþjóða er sú, að sjónvarpsnotendum fjölgar örar en nokk- urn óraði fyrir, þegar dagskrá er komin vel af stað. Þá er blessað landið okkar eins erfitt fyrir sjónvarp og hugsazt getur. Sjónvarpsgeislinn er að því leyti eins og Ijósgeisli, að hann skilur eftir sig skugga (til dæmis af fjöllum), auk þess sem sjónvarpsstöðvar eru ekki langdrægar. Þess vegna verður dýrt og erfitt að sjónvarpa um allt landið. Mun þurfa 25 sendistöðvar 100 vött eða stærri — og marga litla endurvarpssenda. í þessu felst hinn mikli stofnkostnaður. Þó hefur verið samkomulag um, að gera sjónvarp að eign allra landsmanna svo fljótt sem unnt er, en það getur þó ekki gerzt á skemmri tíma en áratug. — Hverskonar dagskrá megum við búast við? Reynt hefur verið að setja upp dagskrá, sem hér væri hægt að senda út, 2—3 klukkustundir á dag. Verða um um 40% af dagskránni frum- gert íslenzkt efni, en 60% erlendar sjónvarps- kvikmyndir, en setja verður íslenzkan texta með þeim, ýmist talaðan eða skráðan neðanmáls eins og í kvikmyndahúsum. Er þetta sami háttur og tíðkast hjá grannþjóðum okkar, þeim smærri. Á Norðurlöndum er sjónvarpað fjölda dagskrárliða með erlendu tali, en aðeins texta neðanmáls á viðkomandi máli. Tæknilega er mun auðveldara að setja texta með sjónvarpsmynd en kvikmynd, sem synd er á tjaldi, en mikilsvert verður að sjón- varpið njóti góðra starfskrafta á þessu sviði. Þá verður og þýðingarmikið að kaupa sjónvarps- efni frá sem flestum þjóðum, og tryggja sérstak- lega, að hlutur Norðurlanda verði þar góður. Er úr miklu efni að velja um víða veröld, og ekki ástæða til að ætla, að kvikmyndaleiga verði mjög dýr fyrir svo fámenna þjóð. íslenzka efnið verður allt af því tagi, sem unnt er að flytja í litlum sjónvarpssal, spurningaþættir, viðtöl, erindi með myndum eða sýningum, barna- tímar, brúðuleikhús, matreiðsla, einfaldir skemmti- þættir, dans, glíma og fimleikar, kennsluþættir og fleira slíkt. Mun reyna á hugkvæmni við að gera þetta efni skemmtilegt og fróðlegt. Höfuð- áherzlu er þó rétt að leggja á fréttir og fréttamynd- ir, en á því sviði er sjónvarpið áhrifamest. — Hvað um leikrit, óperettur og óperur? I þeim efnum verðum við því miður að fara hægt af stað vegna kostnaðar. Þegar smíða þarf sviðsútbúnað fyrir leikrit í sjónvarpssal, gera bún- inga, hafa nauðsynlegan Ijósabúnað og allt ann- að, sem hlýtur að fylgja leiksýningu, verður kostn- aðurinn gífurlegur. Danska sjónvarpið ver að jafnaði rúmlega einni milljón íslenzkra króna í ^„Andstaðan gegn Islenzku sjönvappl byggist á vantrú og bölsýni“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.