Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 49
Hreinskilni hans kom ekki hið minnsta við baróninn. En Angelique
gat ekki einu sinni brosað. Siðan hún kom heim daginn áður, hafði
hún unnið af kappi með Pulehérie að bví að gera kastalann eins vist-
legan og hægt var, og hana verkjaði í hvern vöðva af þreytu. En það
var bara betra, þá þurfti hún ekki að hugsa. Hún hafði farið í sín beztu
föt. Þau voru saumuð handa henni í klaustrinu. Þau voru að vísu grá
ennþá en Þau voru skreytt með bjartari litum við hálsmálið. Hún vissi
ekki, að þreytan gerði andlit hennar ennþá fallegra. Augnaráð herr-
anna þriggja snerust hvað eftir annað til hennar með aðdáun, sem þeir
gátu ómögulega dulið, með sinu suðræna skaplyndi. Þeir jusu yfir hana
gullhömrunum.
Á meðan veltu þjónarnir inn stórum víntunnum, settu þær upp á
búkka og opnuðu þær.
Ibúar Monteloup kastalans, sem voru vanastir eplavíninu sínu smökk-
uðu á þessum suðrænu vínum með nokkurri vantrú. En ekki leið á
löngu þar til Denis og yngri drengirnir þrir höfðu losnað við alla feimni
og hógværð. Vinið steig þeim til höfuðs. Angelique fann til sterkrar
vellíðunarkenndar. Hún sá föður sinn hlægja og hneppa frá sér gamal-
dags jakkanum. Og herrarnir að sunnan hnepptu fljótlega frá sér erma-
lausum vestunum. Einn þeirra tók meira að segja af sér hárkolluna
til þess að þurrka svitann af kollinum, og þegar hann setti hana á sig
aftur, sat hún ekki alveg rétt.
Marie-Agnés greip í handlegg eldri systur sinnar og hrópaði í eyrað
á henni: — Angelique, þú verður að koma upp í herbergið þitt. Þú getur
ekki látið þér detta í hug....
Angelique leyfði henni að draga sig upp stigann. I stóra herberginu,
þar sem hún hafði sofið svo mörg ár, með Hortense og Madeloij, voru
nú nokkrar stórar járnbentar kistur. Þjónustustúlkurnar og þjónarn-
ir höfðu opnað þær og dreift innihaldinu út yfir gólfið og húsgögnin.
1 stóra rúminu sá Angelique taftkjól, i sama græna litnum og augu
hennar. Háismálið var skreytt með glitrandi perlufesti og brjóstið var
alþakið demöntum og smarögðum. Svört axlaskikkjan var skreytt á
svipaðan hátt.
—• Þetta eru brúðkaupsklæðin yðar, sagði d’Andijos markgreifi, sem
fylgt hafði stúlkunum eftir. — De Peyrac greifi leitaði lengi í fötun-
um, sem hann hafði keypt í Lyon, áður en hann fann lit, sem fór vel
við augu yðar.
—• Hann hefur aldrei séð augun í mér, mótmælti Angelique.
— Monsieur Molines lýsti þeim mjög vandlega. Hann sagði, að litur
þeirra minnti á hafið, þegar sólin kastar geislum sínum í djúp þess.
— Andskotinn eigi hann! hrópaði Armand barón. — Reynið ekki að
telja mér trú um, að hann sé skáld! Mig grunar, markgreifi, að þér
hagræðið sannleikanum i munni yðar, til þess að framkalla bros í aug-
um þessarar ungu, verðandi brúðar.
— Og hér! hrópði Marie-Agnés! — Sjáðu þetta.....
Með yngri bræðrum sínum dró hún upp fínustu nærklæði og opnaði
kassa fulla af böndum, perlum og blævængjum. Þarna voru líka ein-
faldari, en þó mjög glæsileg föt. Hanzkar, belti, lítið gullúr og fjöld-
inn allur af hlutum, sem Angelique þekkti ekki og vissi ekki til hvers
áttu að vera.
D’Andijos markgreifi opnaði þunnt skartgripaskrin og þjónustufólk-
ið, sem hafði safnazt inn í herbergið rak upp hrifningaróp.
Á hvítfóðruðum botni skrínsins glitraði þrefalt perluhálsband. Þessu
fylgdu eyrnalokkar i sama stíl og önnur styttri festi, sem Angelique
hélt fyrst að ætti að vera armband.
— Þetta er til að skreyta hárið, útskýrði markgreifinn, sem þrátt
fyrir langa hermennskutíð virtist vera vel heima í kvennatízkunni. —
Fyrst á að setja hárið upp, en satt bezt að segja hef ég ekki hugmynd
um, hvernig á að fara að því.
— Ég skal setja upp hárið á Mademoiselle, greip þjónustustúlkan
fram í.
—• Þetta hér er Margot, sagði markgreifinn. — Hún á að verða
herbergisþerna yðar.
Margot lyfti hárinu á Angelique og festi I Það| perluspennuna. Með
æfðri hendi losaði hún eyrnalokkana, sem de Sancé barón hafðil gefið
henni og setti perlulokkana í staðinn. Svo kom röðin að hálsfestinni.
—• Þessi perlufesti krefst fleignara hálsmáls! sagði Cerbalaut bar-
ón, og ætlaði að gleypa ungu stúlkuna með augunum. Þjónn flýtti sér
að koma með spegil. Angelique sé sjálfa sig í nýju ljósi og brosti. Ég
er falleg, hugsaði hún.
En I sama bili fór allt að hringsnúast fyrir augum hennar og innan
úr djúpum spegilsins kom hæðnisleg röddin, röddin, sem engin heyrði
nema Angelique:
— Halti djöfullinn! Halti djöfullinn. Ljótur eins og syndin sjálf.
Þokkalegur eiginmaður, Mademoiselle de Sancé!
Fyrri hluti hjónavígslunnar fór fram viku seinna og hátiðahöldin
stóðu í þrjá daga. Það var dansað í öllum nágrannaþorpunum og á
brúðkaupsnóttina var flugeldasýning frá kastalanum.
1 kastalagarðinum og flötunum í kring var stillt upp langborðum.
Þar voru' könnur með víni og eplamiði og föt með kjöti og ávöxtum.
Bændurnir komu til þess að éta og skemmta sér á kostnað þessara
glaðlegu sunnlendinga. Fjörleg tónlist barst frá trommum, lútum og
fiðlum út um allan garðinn.
Kvöldið fyrir brottför brúðarinnar var lagt á borð fyrir mikla matar-
veizlu í kastalanum. Meðal gestanna voru meira að segja Molines, með
eiginkonu og dóttur.
Uppi í stóra herberginu hjálpaði Fantine Angelique að klæða sig.
Hún burstaði hár ungu stúlkunnar af mikilli umhyggju, dró svo fram
græna kjólinn og klæddi hana í hann.
— Þú ert svo sannarlega falleg, stúlka min, andvarpaði hún. •—
Brjóstin þín bera sig svo vel, að þú þarft engan stuðning við þau.
—• Er kjóllinn ekki einum of fleginn Nounou?
— Fín dama verður að sýna á sér brjóstin. Þú ert svo falleg! Svo
falleg! Og fyrir hvern, andvarpaði hún í hálfum hljóðum.
Angelique sá, að kinnar gömlu fóstrunnar voru rakar af tárum.
— Gráttu ekki, Nounou, þá missi ég móðinn.
— Já, þú mátt sízt við því að missa hann, barnið mitt.... Beygðu
hálsinn svo að ég geti fest á þig hálsfestina. Margot verður að hugsa
um hárið og hárspennuna, ég kann það ekki.... Barnið mitt, mér
A 9-2
y A-7-5-4-2
y 8-6-2
* 10-9-7
^ A-K-D-G-10-3
y K-D-10
♦ 4
* 8-4-3
A 6-5
y 8-6
y A-K-10-9-7-5
* K-G-5
8-7-4-
G-9-3
D-G-3
A-D-6-2
N-s á hættu, suöur gefur.
Ofangreint spil er frá fimmtán
ára gamalli einmenningskeppni
meistaraflokks í Englandi. Á öll-
um borðunum endaði vestur í
fjórum spöðum eftir að suður
hafði opnað á einum tígli. Norð-
ur spilaði út tígli, blindur lét
gosann og suður átti slaginn á
kónginn. Hann spilaði síðan
hjartasexi, vestur lét kónginn og
norður var inni á ásinn. Norður
hélt áfram með tígulinn, blindur
lét lágt og vestur trompaði. Hann
tók síðan tvisvar tromp.
Eftir að norður hafði sýnt
hjartaásinn, þá var suður sann-
aður með laufakónginn vegna
opnunarsagnarinnar. Nokkrir
sagnhafa féllu á því að reyna að
klemma suður inn með því að
gefa laufslag eftir að hafa tæmt
rauðu litina. Einn sagnhafa var
líka óheppinn, þegar hann reyndi
að taka laufás og spila síðan lág-
laufi upp á það að laufakóngur-
inn hefði verið annar hjá suðri.
Allir þessir meistaraflokks-
menn komu ekki auga á „pott-
þétta“ öryggisspilamennsku.
Þriðja hjartað er drepið í borði
og síðan er tíguldrottningunni
spilað út. Suður verður að drepa
á ásinn og um leið er hann enda-
spilaður, vegna þess að vestur
hendir einfaldlega laufi.
Þetta er ekki mjög erfið spila-
mennska, þ. e. a. s. ef maður kem-
ur auga á hana. Því, þegar öllu
er á botninn hvolft, þá eru allar
upplýsingar fyrir hendi eftir að
suður hefur opnað.
★
finnst eins og hjarta mitt ætli að springa! Þegar ég hugsa um, að þessi
stóra og luralega kerling á að Þvo þig og snyrta fyrir brúðkaupsnótt-
ina! Ég má ekki til Þess hugsa!
Hún kraup á kné til þess að laga kjólfaldinn og Angelique heyrði
hana snökta.
— Fyrirgefðu, barnið mitt, að ég gat ekki bjargað þér.... muldr-
aði Fantine.
—• Hvað er sagt um hann?
—• Ekkert, nema bara um gull! Höllin lians er full af gulli....
— Það er engin synd að eiga gull, Nounou. Sjáðu allar gjafirnar,
sem hann hefur sent mér. Ég er stórhrifin af þeim.
— Það hvílir bölvun yfir þessu gulli, barnið mitt. Hann hefur búið
það til í töfraflöskum sínum og galdrakyrnum. Einn af þjónum hans,
Henrico, sagði mér, að i höllinni hans, höll, sem er rauði eins og blóð,
sé heil álma, sem enginn fær að koma inn í. Við þessa álmu er varð-
maður, kolsvartur, jafn svartur og botninn á pottinum mínum. Þegar
hann skrapp frá einn daginn, sá Henrico gegnum hálfopnar dyrnar,
stóran sal fullan af glösum og flöskum og rörum, sem hvinu og kraum-
uðu! Og allt í einu/ brá fyrir sterkum eldbjarma, og í sama bili kom
hár hvellur. Henrico flýtti sér burt.
— Strákurinn hefur auðugt imyndunarafl eins og aðrir sunnlend-
ingar.
—• Ég heyrði, að hann sagði satt. Nei, hann hefur sannarlega borgað
djöflinum sitt, fyrir allt þetta vald og auðæfi, þessi greifi. Hann er
eins og — hann er eins og Gilles de Retz.
—• Engan fiflaskap! sagði Angelique ákveðin. — Það hefur þó von-
andi ekki heyrzt, að hann éti litil börn.
— Hann lokkar til sín konur með töfrum, hvíslaði fóstran. — Það
eru haldnar æðislegar veizlur i höllinni hans. Erkibiskupinn í Toulouse
hefur varað hann opinberlega við, úr predikunarstólnum, og talaði um
hneyksli og þann vonda. Og hvaðan fær hann allt sitt gull? Foreldrar
hans létu ekkert annað eftir sig en skuldir og einskisverðar eignir. Og
hann sýnir kónginum og fyrirmönnunum aldrei hollustu sína. Það er
sagt, að landsstjórinn i Languedoc hafi komið til Toulouse, en greifinn
hafi ekki einu sinni hneigt sig fyrir honum. Hann, sagði, að það væri
of erfitt fyrir fæturna, og þegar landsstjórinn sagði honum, að ef
hann legði þetta á sig, gæti Það haft góð áhrif, svaraði greifinn að ....
—• Hverju svaraði hann?
— Að fóturinn á honum yrði ekki lengri, þó hann beygði sig í mitt-
VIKAN 29. tbl. —