Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 36

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 36
AGFA LITFILMAN, er sérstaklega skörp, með fullkomnum og gallalausum litum AGFA er merkið, sem þér þekkið og getið treyst AGFA CT 13 kvikmyndafilman er fullkomnasta litfilman sem á markaðnum er. Hún er plús/mínus eitt Blend og 10-16 din. gg — VIKAN 29. tbl. töfrabragði? Nei, ekki aldeilis!" „Fáviti!" öskraði óskveitandinn viti sínu fjær af gremju og óþolin- mæði. Svo spýtti hann stóru bjúg- sverði í krumlur sér. Það sló bliki á breitt, bláfágað blaðið og hvassa eggina. Og óskveitandinn greip klónum um meðalkaflann reiddi sverðið til höggs og sneið höfuðið af bol fitukeppsins í einu bragði svo leiftursnöggt að hvein við. „Gerðu svo vel!" mælti hann ill- girnislega og horfði með glotti t augun, sem gláptu á hann úr hausn- um, sem lá á ábreiðunni. „Ertu nú sannfærður, fíflið þitt?" „Allt í lagi, allt í lagi", kraumaði í hausnum. „Jú, ég býst við því, að þú standir við þitt. Ég vildi bara vita vissu mína; þú getur varla láð mér það. Og ef þú vildir nú setja mig saman aftur . . ." „Mér þykir fyrir því", hreytti ósk- veitandinn út úr sér, „en ein ósk, það var og er hámarkið . . ." „En ekki gefurðu skilið þannig við mig!" „Því ekki það?" Og óskveitand- inn terrði fram klærnar og benti á dyrnar. „Farðu!" hvæsti hann og spúði eldi og eimyrju út milli sam- anbitanna tannanna, skipun sinni til áherzlu. „Við erum skildir að skiptum! Út með þig!" Akfeitur skrokkur öldungsins staulaðist í átt til dyra. „Og taktu hausskrattann með þér!" öskraði óskveitandinn á eftir honum. „Flæ — er nokkur heima?" var kallað glaðlegri röddu niðri í and- dyrinu. „Fiver er þarna niðri?" spurði óskveitandinn um leið og hann brá blundi og reis upp við dogg. Síðan skreiddist hann fram á stigapall- inn og gægðist niður í anddyrið. „Ég las þarna á plötuna", svar- aði glaðlega röddin og hló við. „Er þetta í rauninni satt? Eru óskir seld- ar hérna?" „Hér er ekkert til sölu", svaraði óskveitandinn. „En þú getur fengið ósk þ(na uppfyllta hérna. Gerðu svo vel að koma hingað upp". Andartaki síðar gægðist gestur- inn inn um dyragættina. Um leið hvarf brosið af vörum hans og hlát- ur hans þagnaði. „Hvort í heitasta!" varð honum að orði. „Ég lagði mig", tautaði óskveit- andinn. „Ef þér geðjast ekki að mér, þá ertu ekki tilneyddur að koma inn fyrir". „Fyrirgefið", mælti gesturinn hæ- versklega. „Mér gekk ekkert illt til, það get ég fullvissað yður um". Hann gekk inn fyrir þröskuldinn og tók ofan hattinn. Maður sem kunni sig, bersýnilega. Hann var klipptur allsnöggt, en þó sást að hár hans var mjög tekið að grána, og bar kannski enn meira á því fyrir það hve sólbrenndur hann var og dökk- brúnn á hörund. „Benzon, heiti ég", sagði hann og rétti hinum klófingr- aða húsráðanda höndina, allsendis ófeiminn. En óskveitandinn lét sem hann sæi það ekki. „Afsakaðu", sagði hann við gestinn, „en við erum ekkert að vasast í smáatriðum, eins og nöfnum, aldri og öðru þess hátt- ar. Segðu ósk þína, og gerðu þér það Ijóst, að ekki er um nema eina — einungis eina ósk að ræða, sem þú færð uppfyllta". „Já, að sjálfsögðu geri ég mér það Ijóst", sagði gesturinn og brosti breitt, svo að skein í hvítar tenn- urnar við dökkbrúnt andlitið. „Gott og vel. Ég geri líka ráð fyrir, að ekki sé um nema eina ósk að ræða. Annars þarf slík ákvörðun að sjálfsögðu nokkurrar yfirvegun- ar við . . ." „Enginn umhugsunarfrestur, því miður!" „Kemur líka út á eitt. Það yrði ekki önnur ósk, sem kæmi til greina, þó að ég hugsaði mig um . . ." „Og hún er . . . ?" „Peningar, auðvitað. Eru þeir ekki afl þeirra hluta, sem gera skal? Eða hvað er maður án þeirra?" „Ég skil. Og hvað mundi það vera mikið af peningum, sem þú óskar þér?" Benzon hló. „Eins mikið og frek- ast kemur til greina, geri ég ráð fyrir", sagði hann. „Ekki það, að ég vilji gerast einhver maurapúki, skiljið þér, en sem sagt, eins mikið fé, og frekast kemur til greina. Mig langar ekki til að verða að þræla þetta stanzlaust, nótt og nýtan dag, og detta svo dauður niður af hjarta- bilun um fertugt. Ég er ekki nema þrjátíu og átta", sagði hann. „Bullukollur'l, hreytti hann út úr sér". Segðu ósk þína, umbúðalaust!" „Allt í lagi", sagði Benzon. „Allt í lagi, kunningi". Hann setti upp hattinn og ýtti honum aftur á hnakk- ann. ,,Ég vil ekki fara fram á neitt óheyrilegt. Þúsund dali á dag, það sem ég á eftir ólifað. Það ætti að nægja mér til þess að geta komið mér þægilega fyrir. Er það í lagi? Er unnt að uppfylla þá ósk mína?" Oskveitandinn geispaði og spýtti út úr móbrúnu peningaumslagi á gólfábreiðuna. „Gerðu svo vel!" sagði hann. ,,En því miður, þá get ég ekki staðið í neinu smásnatti. Þú verður því að taka við upphæðinni í einu lagi". „Það kemur f sama stað niður", svaraði Benzon glaðlega um leið og hann laut niður og hirti umslag- ið upp af gólfábreiðunni. Hann þuklaði á því, brosið hvarf fyrir spurnarsvip um leið og hann opn- aði umslagið, spurn, sem síðan breyttist í vonbrigði. „Heyrið þér mig", sagði hann. „Hér hlýtur að vera um einhver mistök eða misskilning að ræða. Það eru ekki nema tvö þúsund dal- ir í umslaginu — einungis tveir, þúsund dala seðlar?" En óskveitandinn hafði lygnt aft- ur augunum. „Þér hafið ekki tekið rétt eftir, kunningi. Osk mín hljóðaði upp á þúsund dali á dag, þá sem ég ætti ólifaða. Þér megið ekki taka það þannig, að ég vilji segja yður fyrir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.