Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 47
Jf
Gæði og fegurð þessa tækis er í sérflokki. Þér
getið valið yður þetta tæki með eða ón undir-
stells. Oll LL-tækin eru framleidd fyrir Evrópu-
kerfið, en canel 6 er innstilltur fyrir Keflavíkur-
stöðina
-/!
598---p-WI-5|
Söluumboð og afborgunarskilmálar:
HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR
Brautarholti 2. — Sími 11940.
Einkaumboð:
RADIO- OG RAFTÆKJASTOFAN
Óðinsgötu 2. — Sími 18275.
áfram og lyfti henni upp úr stóln-
um eins og hún væri barn og sveifl-
aði meðvitundarlausum líkamanum
yfir öxl sína. Milli handleggianna,
sem löfðu niður yfir bak varðarins,
féll hárið eins og gullinn foss. Vörð-
urinn gekk til dyra, opnaði, fór út
og lokaði hljóðlaust eftir sér.
Eitt andartak var þögn í herberg-
inu. Bond hugsaði aðeins um hníf-
inn, sem hann fann við hörund
sér, og kveikiarann í handarkrik-
anum. Hversu mikinn usla gæti hann
gert með þessum tveim málmstykki-
um? Gat hann með nokkru móti
komizt ( nánd við dr. No?
Dr. No sagði hæglátlega: — Þér
sögðuð, að vald væri ímyndun,
herra Bond. Hafið þér skipt um
skoðun? Það stendur í mínu valdi
að velja einmitt þennan dauðdaga
fyrir stúlkuna og það er svo sann-
arlega ekki ímyndun. En nú skulum
við snúa okkur að yðar eigin af-
töku. Hún hefur einnig göfugan til-
gang. Sjáið þér til, herra Bond, ég
hefi áhuga á eðlisfræði hugrekkis-
ins — hve mikið mannlegur líkami
getur þolað. En hvernig er hægt
að mæla þol mannlegs líkama?
Hvernig er hægt að mæla löngun-
ina til þess að komast af — það
sem hægt er að þola af sársauka,
mæla óttann? Ég hefi hugsað mikið
um þetta vandamál og ég held að
ég hafi leyst það. Það er auðvitað
aðeins í aðalatriðum hugsuð aðferð,
en ég læri stöðugt meira, eftir því
sem ég læt fleiri tilraunir fara fram.
Ég hef búið yður undir tilraunina
eins og bezt ég gat. Ég gaf yður
deyfilyf, svo að líkami yðar hvíld-
ist vel og ég hef gefið yður góð-
an mat, svo þér hafið nógan kraft.
Framtíðar — hvað eigum við að
kalla það? — sjúklingar munu fá
sömu meðferð. Allir munu fá jafna
aðstöðu hvað það snertir. Og eftir
það er spurningin aðeins um hug-
rekki hvers og eins og þol. Dr. No
þagnaði og virti Bond fyrir sér: —
Herra Bond, ég hef einmitt nú ný-
lokið við að útbúa einskonar hindr-
unarhlaup. Ég segi ekki meira um
það, vegna þess að hið óvænta
er ríkur þáttur óttans. Það er hin
óþekkta hætta, sem er verst, sem
reynir einna mest á hugrekki
mannsins. Og ég get hrósað mér
af því, að sú leið, sem yður er ætl-
uð býður upp á mikið óvænt. Það
verður sérstaklega athyglisvert,
herra Bond, vegna þess að maður,
sem er iafn sterkur andlega og
líkamlega og þér, mun verða mitt
fyrsta tilraunadýr. Ég er mjög
spenntur að sjá hversu langt þér
komizt eftir þeirri leið, sem ég hefi
útbúið. Það sem fæst út úr rann-
sókninni á yður, mun verða mjög
hátt mark handa eftirkomendum
yðar að keppa að. Ég býst við
miklu af yður. Þér ætttuð að komast
langt, en þegar, eins og óhjá-
kvæmlegt er, þér að lokum gefizt
upp við einhverja hindrunina, verð-
ur líkami yðar tekinn og rannsak-
aður mjög nákvæmlega. Það sem
þá kemur í Ijós, verður skráð. Þér
verðið fyrsta línan á ritinu. Það er
heiður, finnst yður það ekki, herra
Bond?
Framhald í næsta blaði.
I FULLRI ALVÖRll
Framhald af bls. 2
fermd, er í mörgum tilfellum
námsferli þeirra lokið. Bændur
„mega ekki missa“ þau að heim-
an til skólavistar eins og oft heyr-
ist sagt. Enginn skiptir sér af því,
þó þessir unglingar fari á mis við
alla fræðslu og verði þar af leið-
andi meira og minna utangátta
í nútíma þjóðfélagi, þegar framí
sækir, nema til komi óvenju góð-
ar gáfur og þá sjálfsnám.
Satt er það og rétt, að land-
búnaðurinn þolir ekki aðkeyptan
vinnukraft. En er það sanngjarnt,
að unglingar dreifbýlisins gjaldi
þess. Til hvers hafið þið sett þessi
fræðslulög, góðir hálsar? Eru þau
upp á „punt“ eða til raunhæfra
nota? Ef svo er, þá má ekki láta
það við gangast öllu lengur, að
til sé einhverskonar utangátta-
fólk. Hvað segja stjórnmálamenn
um þetta, alþingismenn dreif-
býlisins, sem halda hugtakinu um
jafnvægi í byggð landsins til
streitu gegnum þykkt og þunnt.
Er þetta kannski meðal annars
verðið sem greitt er fyrir þetta
svokallaða jafnvægi?
Ég skal ekki neita þvi, að ég
hef heyrt raddir í þeirri stétt,
sem einu sinni var talin halda
uppi menningu þjóðarinnar, að
það sé ekki til neins að láta
krakkana fara í skóla. Það leiði
aðeins til þess, að þau gerist bú-
skapnum fráhverf og hafni á
mölinni. Þetta heita átthagafjötr-
ar, drengir góðir. Lög eru sett til
þess að misvitrir einstaklingar
hafi takmarkaða aðstöðu til óvit-
urlegra aðgerða. Fræðslulögin
eiga að tryggja það, að hver ein-
asti einstaklingur við sjávarsíðu
og í sveitum landsins, njóti skóla-
göngu til 16 ára aldurs og til þess
höfum við á launum herskara af
embættismönnum, að þessi lög
séu framkvæmd. GS.
—. Fyrstu jarðarberin, muldraði hann.
— Ég vil þau ekki, mótmælti Angelique.
— Manstu, hvað við vorum vön að kalla þig? spurði hann lágum
rómi.— Petite Marquise des Anges....
—• Þú ert fífl, sagði hún með rödd, sem ekki var raunveruleg.
En af gömlum vana tók hún bragðgóð berin úr hönd hans. Nicholas
stóð mjög nærri henni, alveg eins og áður fyrr, en nú var hann höfð-
inu hærri en hún og úr opnu skyrtuhálsmálinu fann hún karlmann-
VIKAN 29. tbl. —