Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 23
Faðir og dóttir stigu af baki og Nicholas kom til Þess að taka hest-
ana.
Þetta eyðilega svæði, sem Angelique minntist frá bernsku, var gjör-
breytt. Vatnsvirkjun hafði verið gerð til Þess að knýja myllusteinana.
Námuverkamennirnir klufu steina og klappir og Það logaði glatt i
tveimur brennsluofnum. Uppi við ofnana voru háir haugar af viðarkol-
um. 1 vatninu, semi rann frá myllunum, skoluðu verkamennirnir mal-
aðan sallann.
Lengra frá stóð nokkuð stór bygging, vandlega umgirt. Bæði húsinu
og girðingunni var læst með stórum hengilásum. Tveir menn með fram-
hlaðninga stóðu á vakt við hliðið.
— Þetta er geymslan fyrir silfrið og blýið, sagði baróninn.
Síðan gekk hann með hana í gegnum námuna og sýndi henni.
— Við höfum hérna tiu saxneskar fjölskyldur. Ágæta verkmenn.
— Og hve mikið gefur Þessi náma af sér á ári? spurði Angelique.
—. Ég hef nú aldrei spurt að Því, viðurkenndi Armand de Sancé bar-
ón, og Það var ekki laust við, að hann skammaðist sín. — Sjáðu til,
Molines borgar afgjaldið reglulega, og hann hefur borgað allan kostnað
við að koma námunni af stað. Tígulsteinninn í ofnana kom alla leið
frá E’nglandi og kannske jafnvel frá Spáni. Efnið kom hingað með
smyglaralestum frá Languedoc.
— Gegnum manninn, sem Þú hefur hugsað Þér fyrir tengdason?
— Það er mögulegt. Hann er sagður hafa mörg járn í eldinum. Hann
er annars visindamaður og Það er hann, sem hefur gert teikningar af
öllum vélum og tækjum hér. Meðal annars Þessari gufuvél.
Hann sýndi henni eins konar ketil. Undir honum var mikið bál og
upp úr honum komu tvö sver rör, sem lágu inn i námugöngin. Með
jöfnu millibili gaus ketilli'nn vatni út yfir engið.
Þetta hér er ein allra fyrsta gufuvélin, sem gerð hefur verið. Hún
er notuð til Þess að dæla vatni úr námunni. Þetta er uppfinning.i sem
de Peyrac greifi endurbætti, meðan hann vaií í Englandi. Góðan dag-
inn, Fritz Hauer.
Einn verkamannanna tók ofan og hneigði si^ djúpt. Hann var blár
í framan, eins og blýliturinn hefði Þrengt sér inn í húð hans öll Þau
ár, sem hann hafði verið námuverkamaður.
— Það er varla hægt að finna nokkurn mann, sem veit betur hvað
er innan í jörðinni en Þessi Saxlendingur, sagði Armand barón. — Það
er sagt, að Fritz Hauer viti leynilega aðferð til Þess að breyta blýi í
gull. Hann hefur unnið fyrir de Peyrac greifa í mörg ár, og Það var
greifinn, sem réði hann hingað.
De Peyrac, de Peyrac, alltaf er Það Þessi de Peyrac! hugsaði Ange-
lique, pirruð. — Það er kannske Þessvegna, sem hann er svona rikur,
sagði hún upphátt. — Fritz Hauer vinnur blý handa hojnum og hann
breytir Því i gull. Áður en við vitum af verður hann sjálfsagt búinn að
breyta mér í frosk ....
— Þú særir mig, barnið mitt! Af hverju ertu svona kaldhæðin? Ég
bjóst við gleðihrópum, en Þú hreytir aðeins fúkyrðum.
—• Já, Það er satt, pabbi. Fyrirgefðu. En mér gazt ekki að Þessum
hjónabandsáætlunum. Gefðu mér svolitinn tíma til Þess að hugsa málið
og venja mig við ....
Meðan Þau töluðu, gengu Þau aftur til hestanna. Angelique snaraði
sér upp i söðulinn, til Þess að forða sér undan hjálp Nicholasar, en hún
gat ekki komið í veg fyrir að hann stryki henni um handlegginn, Þegar
hann rétti henni taumana.
En sú frekja, hugsaði hún. Ég verð að koma vitinu fyrir hann sem
fyrst.
Meðan Þau létu hestana rölta heim á leið, var sem gamalkunnugt
umhverfið róaði Angelique.
— Pabbi, sagði hún allt í einu. — Má ég ekki ríða yfir til Molines?
Mig langar til að tala alvarlega við hann.
Baróninn leit til sólar til Þess að átta sig á, hvað klukkan væri.
— Klukkan er að verða tólf, en Molines hefur áreiðanlega ekki á
móti Því, að Þú borðir hjá honum. Farðu bara, dóttir mín. Nicholas
fer með Þér.
Angelique datt fyrst í hug að afÞakka fylgdina, en hún vildi ekki
láta á Því bera, að hún hefði tekið eftir Þessum unga manni. Eftir að
hafa kvatt föður sinn, knúði hún hestinn sporum. Nicholas, sem reið
á múldýri, drógst langt aftur úr.
Um hálftíma seinna reið Angelique fram hjá hliðinu heim að höll du
Plessis og hallaði sér áfram í söðlinum, til Þess að sjá hvíta bygging-
una við endann á kastaníutrjágöngunum.
Du Pleiss fjölskyldan var enn i París. Þótt markgreifinn hefði áður
fyrr verið einn af fylgismönnum de Condé, hafði honum aftur heppn-
ast að vinna hylli drottningarinnar og Mazarin kardinála, en prinsinn
hafði orðið sjálfum sér og föðurlandinu til skammar með Því að ganga
í Þjónustu konungsins á Spáni. Angelique velti Því fyrir sér, hvort hvarf
eituröskjunnar hefði átt mikinn Þátt í Því. Að minnsta kosti hafði
hvorki Mazarin kardinála né konunginum verið byrlað eitur. Og sagt
var, að Fouquet, sem í rauninni var forsprakki samsærisins, væri enn-
Þá fjármálaráðherra.
Svo heyrði hún höfatök múldýrsins á eftir sér. Hún kinúði hestinn
sporum og var enga stund heim að húsi ráðsmannsins.
Eftir matinn bauð Molines Angelique inn á skrifstofu sína.
—• Monsieur Molines, sagði hún stuttaralega. — Faðir minn hefur
talað við mig uni hjónaband, sem Þér virðist hafa komið í kring, með
einhverjum de Peyrac, greifa. Það hefur í för með sér, að fyrir mig er
lagt að leika hlutverk í fyrirætlunum yðar. Mig langar til að vita ná-
kvæmlega, hvert mitt hlutverk á að vera.
Kuldalegt bros breiddist yfir Þunnar varir ráðsmannsins.
—• Ef að ég vildi tala sama mál og notað er i yðar Þjóðfélagsstétt,
sagði Molines, — gæti ég svarað: Viðkomandi stúlka Þarf alls ekki að
vita, hversvegna foreldrar hennar hafa valið Þennan eða hinn mann-
inn handa henni. Verzlun og vinnsta blýs og silfurs er ekki málefni
fyrir stúlkur af háum stigum, Þvi síður múldýrauppeldi. En ég Þekki
yður, Angelique, og Því skal ég tala opinskátt við yður. Þér getið hjálp-
að okkur til Þess að tvöfalda ágóðann.
— Ég veit ekki, hvernig Það ætti að geta verið.
—• Þér skiljið fljótlega, hvað fyrir mér vakir. Múldýrauppeldi er að-
eins yfirskyn. Það færir okkur heppilegt samband við fjármálaráð-
herrann, sem fær að kaupa húðir og burðardýr af okkur. En framar
öllu öðru gera múldýrin okku mögulegt, að senda stórar lestir af blýi
og silfri til Englands. Múldýralestirnar bera Þetta niður að ströndinni
og til baka. Klyfjarnar eru svart gjall, nauðsynlegt bræðsluefni fyrir
námuna, en ef farið væri að athuga Þetta gjall út i æsar, kæmi í ljós,
að í Þvi leynist bæði gull og silfur, sem sent er til okkar frá Spáni,
gegnum London.
— Nú er ég ekki með á nótunum, Monsieur Molines. Hvers vegna
sendið Þið silfur til London og kaupið svo sama málm til baka?
— Ég fæ tvöfalt eðai Þrefalt til baka. Og hvað gullið snertir, Þá á
de Peyrac greifi, gullnámu í Languedoc. Þegar hann hefur nú eignazt
námuna hér, verða auðæfi hans ekki grunsamleg lengur, Þar sem gullið
og silfrið er, að minnsta kosti að Því er látið í veðri vaka, unnið í hans
eigin námu. Gull og silfur, sem hægt er að vinna í Frakklandi, er ekki
svo mikið, en aftur á móti getum við flutt inn spænskt gull og silfur
í ríkum mæli, án Þess að borga tolla og aðflutningsgjöld. Gullstykkin
segja ekki frá Því, hvar Þau eru unnin. Það er ekki hægt að sjá á Þeim,
að Þau eru unnin á Spáni.
—• En er ekki hætta á Því að Þið yrðuð gerðir að galeiðuÞrælum eða
hengdir ef Þetta smygl uppgötvaðist?
— Við eigum ekkert skylt við myntfalsara. Þvert á móti greiðum
við öll okkar gjöld í ekta gulli og silfri. Á Spáni er allt fullt af gulli
og silfri frá Ámeríku. Spánverjar hafa tapað gersamlega allri löngun
til Þess að vinna, og lifa að að öllu leyti á Því að selja hráefni sín til
annarra landa og kaupa Þu fullunnin til baka. Hvað Frakkland snertir
munu Þessi viðskipti, sem framkvæmd eru Þrátt fyrir lélega fjármála-
stjórn og í trássi við óskynsamleg lög, auðga landið. Að sjálfsögðu
munu Þau einnig auðga okkur, Því hér er svo mikið fé undirlagt, að
Það gefur miklu fljótari og meiri ágóða heldur en verzlun með múl-
dýr, sem krefjast langs æxlunar- og uppeldistima og gefa ekki meira
en um tíu prósent arð.
Angelique gat ekki að Þvi gert að hún heillaðist af Þessari snilldar-
skipulagningu.
—• Og hvað ætlið Þið Þá að gerá við blýið?
— Það er alltaf góður markaður fyrir blý. Þess er Þörf í stríði og
við veiðar. Og nú upp á síðkastið hefur verið mikil eftirspurn eftir
blýpípum, síðan ekkjudrottningin tók upp á Því að koma upp baðher-
bergjum i öllum sínum íbúðum.
—• Veit markgreifinn nokkuð um Þessa starfsemi ykkar?
— Nei, svaraði Molines og brosti kaldhæðnislega. — Hann myndi
ekki skilja neitt í Þessu.
— Og hve mikið veit faðir minn um verzlun ykkar með gull og
silfur ?
—• Ég hef Það á tilfinningunni, að hann væri ekkert ánægður með
að vita að spænskir góðmálmar eru fluttir hingað á múldýrunum hans.
Er ekki betra að lofa honum að álíta, að tekjur hans séu ávöxturinn
af erfiðu og heiðarlegu starfi?
— Hvers vegna segið Þér mér frá Þessum vafasömu viðskiptum
ykkar? spurði hún kuldalega.
— Ég veit, að Þér mynduð ekki hætta fyrr en Þér fengjuð að vita
sannleikann. Svo að Það er eins gott, að segja yður hann strax, eins
og að láta hann koma eftir dúk og disk og kannske í röngu Ijósi. 1 raun-
inni er Þetta mj.ög einfalt. Du Peyrac greifi Þarfnast námunnar, og fað-
ir yðar vill ekki sleppa henni, öðruvísi en að hann geti notið hana sem
heimanmund handa dóttur sinni. Venjum samkvæmt neyðist de Peyrac
greifi til Þess að kvænast aðalborinni stúlku og er Þess vegna á engan
hátt á móti Þessum tengslum.
— Og hvað gerist, ef ég neita?
— Ég veit, að Þér viljið ekki að faðir yðar verði settur I fangelsi
fyrir skuldir, sagði ráðsmaðurinn hægt. — Hvernig myndi Þá yðar eig-
in framtíð verða? Þér yrðuð gamaljómfrú, fátæk og vesöl eins og föð-
ursystur yðar.... Og hvernig færi fyrir systkinum yðar? En hvers
vegna neyðið Þér mig til Þess að gera útlitið svona dökkleitt? Það er
hægt að komast yfir erfiðleika, ef maður horfist i augu við bá. Það
Þýðir, að Það verði að gera eitthvað. Og Það er Þessvegna, sem ég hefi
ekki dulið neitt fyrir yður. Ég vil, að Þér vitið, hvar Þér í rauninni
standið.
—• Ég skil, Monsieur Molines, sagði hún tónlaust. Ég skal giftast
de Peyrac greifa.
12. KAFLI.
Þegar Angelique reið aftur heim á leið, var hún niðursokkinn í eig-
in hugsanir.
Nicholas fylgdi henni eftir á múldýrinu sínu. Hún skeytti ekki lengur
um hann. Hún hafði tekið ákvörðun. Hvað sem fyrir kæmi, ætlaði
hún ekki að horfa um öxl. Hún ætlaði aðeins að líta fram á við, og ýta
öllu til hliðar, sem gæti orðið henni að farartálma.
— Mademoiselle, var skyndilega hrópað.
Hún togaði ósjálfrátt í taumana. Þegar hún sneri sér við, sá hún að
Nicholas hafði stokkið af baki og benti henni að gera Það sama.
—■ Hvað viltu? spurði hún.
— Ég ætla að sýna Þér svolítið.
Hún steig af baki, og Þegar hann hafði tjóðrað hestinn, gekk hann
undan henni inn í skóginn. Hún fylgdi eftir. Svo beygði hann sig niður,
og Þegar hann reis aftur upp, hafði hann nokkur rauð ber i holum
lófa sínum. Framhald á bls. 47.
VIKAN 29. tbl. — 23