Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 43
með NIVEA í loft og sól steinannna, gæta þess að vera nógu fIjótur, svo þeir vissu ekki að mað- ur væri að koma fyrr en maður var kominn framhjá. Einhvernveginn komust allir aft- ur niður að gistihúsinu í kvöldverð- inn, enda tóku menn hraustlega til matarins. Aðrir höfðu notað tímann þá um daginn til að fara yfir í Bröttuhlíð og skoða þar leifar frá íslendinga- byggð. Ferðir þangað voru margar farnar, og má segja, að báturinn hafi haft fasta áætlun yfir fjörð- inn á meðan staðið var við, enda voru allir mjög ánægðir af að hafa farið þangað. Þar eru allskyns menj- ar mannabústaða, og sýnilegt að þar hefur fjöldi fólks búið áður fyrr. Þessar fornmenjar fundust fyrst árið 1924, en undanfarin ár hafa menn stundað þar rannsóknir og uppgröft og margt fróðlegt kom- ið í Ijós. Eftir góðan kvöldverð gerðu menn ýmislegt sér til dundurs, sum- ir héldu áfram við veiðiskapinn, aðrir gengu um nágrennið til að litast betur um, fengu lánaða smá- báta til styttri ferða milli borgar- ísjakanna, sem flutu um allan fjörð, eða fóru í „klúbbinn", sem danskir áttu þar í bragga á staðnum. Á þeim stað var mikið líf og fjör, enda hafði danskt eftirlitsskíp komið þarna að landi um daginn, og sjóliðarnir fengið að fara í land. Að vísu var kvenfólk þar mjög af skornum skammti, varla fleiri en þrjár—fjórar til að skemmta dönsku dátunum með því að dansa við þá milli borðanna eftir bítil- músík af segulbandi. En enginn hafði áhyggjur af því, enda var þarna setið aðeins til að kynnast kvöldlífinu á þessum ágæta stað áður en gengið var til sængur um miðnæturskeið. Til gamans má geta þess, að sterkir bítilstraumar hafa runnið um menningu Narssassuaqbúa, en til merkis um það var m.a. danskur unglingur ( svörtum leðurjakka, há- hæluðum skóm og með bítilhár ofan í augu. Hann virtist lengi traustur liðsmaður við að tortíma túborgsk- um bjór, en varð að láta undan síga fyrir ofureflinu og lagðist uppí loft við lítinn orðstír áður en viður- eigninni lauk almennt í braggan- um. Að morgni var aftur haldið til veðia og náttúruskoðunar um nær- sveitir. Varð það helzt til að vekja forvitni manna, hvernig borgar- ísjakarnir fuku inn eftir firðinum hver á fætur öðrum og lögðust þar við landfestar á grynningum. Sumir þeirra tóku skyndilega upp á þeim fjára að kollsteypast með miklum gný og boðaföllum, og guð hjálpi þeim, sem hefði þá hætt sér of nálægt þeim risum, enda forðuð- ust Grænlendingar þá eins og heit- an eldinn. Jakarnir höfðu brotnað úr skrið- jökli, sem rennur niður í næsta fjörð fyrir norðan, en tóku svo stefnuna inn Eiríksfjörðinn undan vestanvindinum, bráðnuðu smátt og smátt ( sólinni, brotnuðu sundur og strönduðu loks inni í fjarðarbotni, þar sem þeir urðu að láta í minni pokann fyrir sólarhitanum og runnu smám saman aftur í litlum lækjum niður í sjó. Það var vitað mál, að þeir þrír klukkutímar, sem við græddum fyrri daginn vegna tímamismunar, mundu tapast aftur þann síðari á leiðinni heim, svo að við urðum að leggja af stað þrem staðartím- um fyrr en ella. Þess vegna var farið að hugsa til heimferðar upp úr klukkan sex — eða kl. níu eftir íslenzkum tíma. Á flugvellinum í Narssassuaq biðu þá tvær stórar flugvélar frá Flug- félaginu, og þótti það mikil og góð fyrirhyggja að senda aðra flugvél undir veiðina, svo hún kæmist óskemmd heim. En svo kom það í Ijós að þetta var vél, sem tók þátt í íseftirlitinu, svo að flestir urðu að skilja veiðina eftir í Græn- landi. Það mætti kannske segja að fisk- vinnslustöðvarnar hér hafi ekki tapað miklu við það, því sá, sem mest veiddi, taldi hjá sér 43 loðnur í plastpoka, álíka langar og meðal blýantur. Samt munu einar fjórar til fimm bleikjur hafa veiðzt í ferð- inni, og vonandi hafa þær bragð- ' 9QB ast veiðimönnunum vel. Þær voru orðnar þess virði. En þrátt fyrir það, að fiskurinn var ekki pottfúsari en raun varð á, sýndust allir ánægðir með ferð- ina, því fæstir höfðu farið til Græn- lands með það eitt í huga að krækja sér í soðið. Þangað er fróð- legt að koma, skoða landslagið, menjar frá fornri tíð íslendinga ( Brattahlíð, fylgjast með borgarís- jökunum á firðinum, fljúga yfir víðáttumikinn jökulinn, setjast ( bát hjá erskimóum, drekka bjór með Dönum, — og láta sér líða vel yfir eina ógleymanlega helgi. G. K. VIKAN 29. tbl. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.