Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 29

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 29
fann hnífinn renna niður handveg- inn á sloppnum og leggiast upp að rifium hans. Þegar hann hafði lokið við kótelettuna, herti hann á silkibeltinu um mittið og lagði hnífinn ofan á það. Það var þægi- legt að finna hnífinn við hörurd sitt og smám saman varð stáhð hlýtt. Kaffið kom og þar með lauk mál- tíðinni. Lífverðirnir komu og ■'cku sér stöðu fast við stóla Bonds og stúlkunnar. Þeir stóðu með kross- lagða arma, sviplausir, hreyfingar- lausir, eins og böðlar. Dr. No iét bollann miúklega frá sér á undir- skálina. Hann lagði stálklærnar tvær frá sér á borðið fyrir framan sig. Hann rétti ef til vill örlítið bet- ur úr sér. Hann sneri líkamanum svo sem tommu í áttina að Bond. Nú var hann ekki lengur annars hugar. Augun voru hörð og horfðu beint. Hann vætti örlítið varirnar og opnaði þær: — Hafið þér notið matarins, herra Bond? Bond tók sígarettu úr silfurbox- inu fyrir framan sig og kveikti í. Hann lék sér að silfurkveikjaran- um. Hann fann á sér að nú voru slæmar fréttir í námd. Einhvern- veginn yrði hann að koma þess- um kveikiara á sig. Það gæti verið að það kæmi sér vel að hafa eld. Hann sagði rólega: — Já, hann var prýðilegur. Hann leit á stúlkuna. Svo hallaði hann sér áfram í stóln- um og hvíldi handleggina á borð- inu. Svo lagði hann hendurnar í kross og yfir kveikiarann. Hann brosti til hennar: — Ég vona að þér hafi líkað maturinn? — O, já, hann var dásamlegur. ! hennar augum hélt samkvæmið áfram að vera leikur. Bond púaði ákaflega á sígarett- unni og iðaði höndunum og hand- leggiunum eins og hann væri að hagræða sér. Hann sneri sér að dr. No. Hann drap ! sfgarettunni sinni og hallaði sér aftur á bak í stólnum. Svo krosslagði hann hend- ur á brjósti. Nú var kveikjarinn kominn ! vinstri handarkrika hans. Hann brosti glaðlega: — Og hvað er þá næst, dr. No? — Þá getum við snúið okkur að skemmtiatriðunum, sem áttu að koma eftir mat, herra Bond. Þunnt brosið kom og hvarf. — Ég hefi rannsakað tilboð yðar frá öhum hliðum. Ég fellst ekki á það. Bond yppti öxlum: — Það var óskynsamlegt. — Nei, herra Bond. Ég hefi grun um, að tilboð yðar sé gildra. Fólk af yðar tagi hagar sér ekki eins og þér stingið upp á. Menn af yðar tagi senda aðeins þessar venju- legu skýrslur til aðalstöðvanna. Þeir láta yfirmenn sína aðeins fylgiast með þvf helzta, sem þeim verður ágengt í rannsóknum sínum. Ég veit þessa hluti. Menn leyniþiónusíunn- ar haga sér ekki eins og þér viljið vera láta. Ég álít að þér hafið les- ið of margar leynilögreglusögur. Það, sem þér sögðuð, var ekki nógu vel undirbúið. Nei, herra Bond. Ég trúi ekki því sem þér segið. Og ef það er satt, er ég tiibúinn að taka afleiðingunum. Það er of mikið í húfi fyrir mig til þess að ég hætti hér við hálfnað verk. Leyfum lög- reglunni að koma. Leyfum hernum að koma. Hvar er maðurinn og stúlkan? Hvaða maður og hvaða stúlka? Ég veit ekkert. Gjörið svo vel að fara. Þið truflið skítfuglana mína. Hvar eru sannanirnar? Hvar er rannsóknarheimildin? Brezk lög eru skýr, herrar mfnir. Farið heim og látið mig vera ! friði, með elsku skörfunum mínum. Skiljið þér, herra Bond? Og við skulum jafnvel segja að það versta gerist. Að einhver af mínum mönn- um tali af sér, sem er miög ósenni- legt (Bond minntist þess hvernig fór með ungfrú Chung). Hverju hefi ég að tapa? Að vísu tvö morð í viðbót á ákæruskjalinu. En, herra Bond, það er aðeins hægt að hengja mann einu sinni. Stóra dropalaga höfuðið hreyfðist hægt frá hlið til hliðar. — Hafið þér eitthvað frekar að segja? Einhverra spurninga að spyrja? Þið eigið bæði erfiða nótt framundan. Og tíminn nálgast óð- fluga. Og ég verð að fá svefnfrið. Mánaðarskipið kemur á morgun og ég verð að sjá um hleðsluna. Ég verð allan daginn niðri á hafnar- bakkanum. Jæia, her’-a Bond? Bond leit á stúlkuna. Hún var náföl. Hún starði á hann og beið eftir kraftaverkinu, sem hann gæti gert. Hann leit á neglur sínar. Hann rannsakaði neglurnar vandlega. Hann sagði til þess að tefja tím- ann: — Og svo hvað? Eftir þennan erfiða dag yðar með fugladritinn, hvað er þá næst á prógramminu? Hver er næsti kaflinn, sem að þér búizt við að skrifa ! ævisögu yðar? Bond leit ekki upp. Djúp, mild og sjálfsörugg röddin kom til hans eins og úr dökkum næturhimni. — Ó, já. Þér hljótið að hafa ver- ið að velta þessu fyrir yður herra Bond, þér eruð forvitinn maður. Forvitnin endist til hins siðasta, jafnvel þó að útlitið sé orðið mjög skuggalegt. Ég dáist að slíkum eig- inleikum hjá manni, sem aðeins á eftir að lifa í fáeina klukkutíma. Svo ég skal segja yður þetta. Ég skal fletta við næsta blaði. Það mun hughreysta yður. Það er ýmis- legt fleira hér á þessum stað en fuglaskítur. Þar bregzt yður ekki Dr. No þagnaði andartak til þess að gera orð s!n áhrifameiri. — Þessi eyja, herra Bond, er um það bil að verða veigamesta tæknimiðstöð heimsins. — Einmitt? Bond starði stöðugt á hendur sínar. — Ég efast ekki um, að þér vit- ið að Turks Island, sem er um þrjú- hundruð mdur héðan, er aðalmið- stóð tilrauna með fjarstýrðar eld- flaugar í Bandaríkjunum? — Það er mjög mikilvæg mið- stöð, já. — Kannske að þér hafið einnig lesið um eldflaugarnar, sem til- raunirnar hafa mistekist með upp á síðkastið? Til dæmis fjölþrepa Snark eldflaugina, sem endaði ferð sína ! frumskógum Brasilíu ! stað- inn fyrir að lenda ! hafdjúpum Suð- ur-Atlantshafsins? — Já. — Þér minnist þess, að hún neit- aði að hlýða fjarstýristækjunum og breyta um stefnu, neitaði jafnvel að sprengja sjálfa sig upp. Það var eins og hún hefði eignazt eigin vilja? — Ég minnist þess. — Þannig hafa aðrar tilraunir misheppnazt, mikilvægar tilraunir, við gætum nefnt nöfn vissra frum- gerða — Zuni, Matador, Petrell, Regulus, Bom Mark — svo mörg nöfn, svo oft. Ég kann þau ekki einu sinni öll. Jæja, herra Bond, og það var ekki laust við að það væri stolt í rödd dr. Nos — það gæti ef til vill vakið áhuga yðar, að vita að misheppnun flestra þessara tilrauna stafar einmitt frá Crab Key. — Einmitt? — Trúið þér mér ekki? Það skipt- ir ekki máli. Aðrir gera það. Aðr- ir, sem hafa séð hvernig heilar gerðir hafa fadð út um þúfur, til dæmis Mastodon vegna þess að hún lét aldrei af stjórn, þær vildu aldrei hlýða fyrirmælum frá Turks Island. Þessir ,,aðrir" eru Rússar. Rússarnir eru félagar mínir ! þessu fyrirtæki. Þeir þjálfuðu sex af mín- um mönnum, herra Bond. Tveir þess- ara manna eru á vakt þessa stund- ina, fylgjast með útvarpstiðninni, en það er einmitt undir henni kom- ið hvernig þessi vopn ferðast. Það er milljón dollara virði af útbúnaði yfir okkur ! eldflaugastöðinni ! fjallinu, herra Bond, og hún teygir fingur sína upp í himinlögin, bíð- ur eftir merkjum, grípur þau, ræðst á einn geisla með öðrum. Og endr- um og eins þýtur eldflaug upp sína leið, hundrað, fimm hundruð mílur út á Atlantshaf. Og við elt- um hana eins nákvæmlega og þeir gera í stjórnklefunum á Turks Is- land. Og svo allt í einu nær vilji okkar eldflauginni, nær valdi yfir heila hennar, hún verður vitlaus, stingur sér í sjóinn, sprengir sig upp eða gerir eitthvað allt annað en það, sem hún átti að gera. En önnur tilraun hefur brugðizt. Þeim sem stjórna henni, er kennt um, þeim sem teiknuðu, þeim sem fram- leiddu. Það verður æsing ! Penta- gon. Það verður að reyna eitthvað annað, aðra tíðni, annan málm, annan vélheila. Auðvitað höfum við einnig okkar erfiðleika. Dr No var sanngjarn. — Við uppgötvum mörg tilraunaskot án þess að geta nokkuð við þau ráðið. En þá flýtum við okkur að hafa samband við Moskvu. Já, þeir hafa jafnvel gefið okkur dulmálsskeytatæki með okkar eigin tlðni og tilhögun. Og Rússarnir fá að hugsa. Svo koma þeir með uppá- stungur. Við reynum þær. Og svo dag nokkurn, herra Bond, — þetta er eins og að ná athygli einhvers í miklum fjölda. Uppi í andrúms- loftinu tekur eldflaugin á móti merkjum okkar. Hún hefur tekið eftir okkur og við getum talað við hana og komið fyrir hana vitinu. Dr. No þagði andartak. — Finnst yður þetta ekki vera athyglisvert, herra Bond, svona þetta litla hobby, sem ég hefi hérna á móti dritinu? Það er, get ég fullvissað yður um, mjög arðbært. Og verður ennþá arðbærara. Kannske rauða Kína muni borga meira. Hveir veit? Ég hef nú þegar teigt út arma mína. Bond lyfti höfðinu. Hann leit hugsi á dr. No. Svo hann hafði haft rétt fyrir sér. Það hafði verið meira, miklu meira í öllu þessu heldur en hægt var að láta sér detta í hug. Þetta var hátt spil, spil sem útskýrði allt, og spil, sem var svo sannar- lega á mælikvarða alþjóðanjósn- ara, vel þess virði að fórna nokkru Framhald á bls. 44. ■ «... . VIIiAN 29. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.