Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 20
HANN VILL HITTA VINI SÍNA. HENNI FINNST, AÐ HANN EIG8 EKKI AÐ HAFA ÞÖRF FYRIR ANNAÐ FÓLK, EF HANN ELSKI HANA. EN ASTIN Á AÐ VEITA ÖRYGGI. SÉ FÖLK ÖRUGGT, Á EKKI AÐ VERA NAUÐSYNLEGT AÐ LOKA SIG INNI HVORT MEÐ ÖÐRU. ÞAÐ VERÐUR AÐ GÆTA SJÁLFSTÆÐISINS. AÐEINS ÁN ÞVINGUNAR ER HÆGT AÐ EIGA ALLT SAMEIGINLEGA. Vandamál sambúðar 1. hluti MIG LANGAR TIL AÐ PANNIG STENDTJR Á: — En á fimmtudögum ætla ég að hitta hina i klúbbnum, hafði hann sagt í upphafi kunnings- skapar þeirra. — Auðvitaö, þaö er sjálfsagt, sagöi hún þá af því umburðar- Igndi, sem hæfir góðri unnustu. En eftir tvö ár er oröið „auö- vitað•“ búið að fá annan hljóm, þegar hann minnist á fimmtu- dagskvöldin. Það er ekki frítt við svolítinn urg í því. „Hitta hina“ — þá, sem fara í sömu á a& veiða, sem tala um þann stóra með ást í rómnum. — Eg get vel skiliö að þig langi til aö hitta þá öðru hverju, segir hún meðan hann fer i frakkann. En i hverri viku .... þaÖI tilheyrir fremur unglingsárunum. — Hvers vegna ætti ég aö hætta einhverju, sem mér þykir skemmti- legt? spyr hann þolinmóður. Á ég að segja þeim, aö þú viljir ekki að ég fari? — Auðvitaö feröu, ef það er svona skemmtilegt, segir hún. En í gær var ómögulegt að draga þig meö i bíó, þó að mig langaði til aö fara. — Þá er tilvalið fyrir þig að fara i kvöld, segir hann hughreyst- andi. — Nei, mig langar til að sjá myndina meö þér, segir hún, og tala um hana viö þig á eftir. Mig langar ekki til að sjá neitt án þín. — Jœja, segir hann og reynir aÖ halda skapinu í skefjum. Á ég aö hringja og segja að ég komi ekki, vegna þess aö ég þurfi að fara með þér á bíó? Hún þvingar fram bros. — Auö- vitaö ekki, segir hún. FarÖu baral Eg horfi kannski á sjónvarpið eða hringi til einhverrar vinkonu minnar. Skemmtu þér vell En hvorugt þeirra hefur mikla ánægju af kvöldinu. Hann sér fyrir sér sorgbitiö andlit hennar og hefur samvizkubit. Hún efast um að, hann sé í rauninni hrifinn af henni. Elski maöur cinlivern nógu mikiö, þarfnast hann ekki annarra, e&a hvaö? Þó ekki sé nema óvenju gott slcap hans á fimmtudögum, er það sönnun þess, að þessar samkomur eru honum meira virði en flest annað. Hvers vegna? — Farðu nú inn í barnaher- bergið og leiktu þér að kubbunum þínum. — Nei, kubbarnir eru ekkert skemmtilegir. — En þeir eru alveg nýir. — Þú átt að leika við mig. Ann- ars er það ekkert skemmtilegt. Að sumu leyti er móðurinni skemmt við þetta svar, og hún leggur frá sér bókina eða fer frá þvottinum, sem hún er að strauja, og gengur með barninu inn í barnaherbergið. Nú verða kubb- arnir skemmtilegir. Við viðurkennum, að ekki sé hægt að ætlast til þess af litlu barni, að það geti haft ofan af * fyrir sér sjálft lengi. Við vitum, að það lifir að mestu leyti í gegnum lif fullorðna fólksins, , sérstaklega móðurinnar. Það má segja, að barnið verði stöðugt að fá hugmyndir og frumkvæði frá öðrum. En þegar það vex upp, væntum við að það hafi fengið þann þroska, að það geti haft of- an af fyrir sér sjálft og skemmt sér á eigin spýtur. Þá eiga kubb- arnir að vera orðnir skemmti- legir sjálfir og engin þörf ætti að vera á því, að mamma stjórn- aði leiknum. Margt fólk, sérstaklega konur, eru i þessu tilliti börn alla ævi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.