Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 14
-O Miklar vonir eru tengdar við sjónvarpið sem almennt og mjög áhrifaríkt
kennslutæki. í Bandarikjunum cr skólasjónvarp þýðingarmikili liður í fræðslu-
kerfinu. Kannski verður sjónvarpið til að hrófla við hinu löngu úrelta fræðslu-
kerfi hér.
» Sérstakir auglýsingatímar mundu verða í íslenzka sjönvarpinu, líkt og í
útvarpinu. Hér sést upptaka á auglýsingaþætti í bandarísku sjónvarpsveri.
O Erlendis hefur sjónvarp mikil áhrif á stjórnmál og það sama mun verða
hér. Hvernig sem á því stendur, þá er talið fullvíst, að menn eigi erfiðara með
að komast áfram með sýndarmennsku í sjónvarpi. Hér er fjölskylda að fylgjast
með síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum. Kennedy er að halda ræðu.
Nú hefur verið fundið upp myndsegulband til alimikils hægræðis fyrir sjón-
varpið. Þá er hægt að taka upp allskonar sjónvarpsefni og geyma það á band-
inu og sjónvarpa síðan a.f því. En slik myndasegulbönd kosta of fjár og yrðu
a.m.k. ekki keypt hingað strax. O
„Persónuleikinn ræ
ekki frlðleiki snoppu
í aðalatriðum ókveðin af hinu opinbera, og hún verður örugglega að mennta,
fræða og skemmta, en ekki að lokka sem flesta óhorfendur, hvernig sem
að er farið.
Spurningin er þá aðeins sú, hvort við erum menn til að búa til nægi-
lega góða sjónvarpsdagskrá. Virðast sumir þeir, sem um þetta skrifa, vera
fullir efasemda og fyrirfram vonlausir um að þetta takist. Þjóðin getur J
ekki látið slíka bölsýni ráða. Hún hefur hingað til haft meiri trú á þeim,
sem af bjartsýni og stórhug vildu nema ný lönd.
— I hverju er hætta menningarinnar aðailega fóigin?
Erlendis beinhnis i efnisvali, að það verði léttmeti, rétt eins og skemmti- |
tímaritin okkar í samanburði við góðar bókmenntir. Hjá okkur verður hætt-
an gagnvart málinu, sem er fjöregg íslenzkrar menningar. Við hljótum að
sjónvarpa miklu af efni, þar sem talað verður á erlendum tungum, rétt
eins og við höfum sýnt kvikmyndir á þann hátt árum saman. Sá munur '
verður þó á, að sjónvarpið getur valið sér efni víða að, svo að áhrifin
verði dreifð, og sett íslenzka texta með, ýmist talaða eða prentaða neðan-
máls.
I raun og veru er sjónvarpið aðeins einn liður í stærra vandamáli. Við k
höfum varðveitt tungu okkar í meir en þúsund ár í einangrun. Fyrir nokkr- !
um aratugum rofnaði þessi einangrun, og við sitjum á krossgötum menningar- |
strauma. Jafnframt hafa komið til sögunnar ný miðlunartæki fyrir fjöld- f
ann, dagblöð, litprentuð vikublöð, kvikmyndir, útvarp og sjónvarp. Hver 'J
verða áhrif þessara nýju hrópenda? Tekst okkur að varðveita tungu og í
menningu eftir að einangruninni er lokið?
Mitt svar er já. Við höfum staðið af okkur fyrsta storminn, sem gengið
hefur yfir síðan á ófriðarárunum með hersetu, flugsamgöngum, bóka- og
blaðaflóði og ferðalögum þúsunda landsmanna. Ég held, að tungan sé ,
í dag hreinni en hún var á barnaskólaárum mínum, þegar kennarar háðu j
daglega baráttu við dönskuslettur. En þessa sjálfstíeðisbaráttu verður að
þreyta hvern dag, og er sjálfsagt að hafa hætturnar vel í huga, þegar sjón-
varpið verður að veruleika. Hitt tel ég fáránlega bölsýni að berjast gegn
sjónvarpi vegna þessarar hættu.
— Hvað vilt þú segja um Keflavíkursjónvarpið í framhaldi af þessu?
Ég hef sagt áður og endurtek hér, að ég tel fráleitt með öllu, að hafa
eingöngu erlent sjónvarp í landinu um langt árabil. Varnarliðinu var leyft
að setja upp sjónvarpsstöð gegn því, að það sætti sig við hinar ströngu
innilokunarreglur. Ég ræði ekki hina pólitísku hlið málsins á þessum vett-
vangi, en vil aðeins segja, að íslenzkt sjónvarp er eina leiðin til raunhæfrar
lausnar á þessu máli.
— Hverskonar dagskrá hefur varnarliðssjónvarpið?
I Bandaríkjunum eru þrjú stórfyrirtæki, sem mestu r pða í heimi sjónvarps-
ins og senda út langar og miklar dagskrár. Þetta eru National Broadcasting
Company eða NBC, Columbia Broadcasting System eða CBS og American
Broadcasting Company eða ABC. Nú hafa her, floti og flugher Bandaríkj-
anna útvarps- og sjónvarpsstöðvar víða um lönd, og kallast þær Armed
Forces Network eða AFN.
Sjónvarpsstöðvar AFN fá mestallt efni sitt frá stórfyrirtækjunum þrem,
og eru auglýsingar þá að jafnaði teknar burt. Valcfir eru þeir dagskrár-
liðir, sem líklegastir eru til að skemmta hermönnum, sem leiðist fjarri
heimalandi sínu. Er því mikið um skemmtiþætti og spennandi sögur — raun-
ar mun meira af slíku en í nokkurri venjulegri dagskrá eins aðila í Banda-
ríkjunum eða utan þeirra, enda er valið frá þrem stórfyrirtækjum, sem öll
sjónvarpa samtímis. Innanum er svo allmikið af góðum fræðsluþáttum.
Miðstöð fyrir hersjónvarpið er í Los Angeles, og eru þar teknar saman
kvikmyndir af dagskrám fyrir eina eða tvær vikur í nenn, og látnar ganga |
á milli stöðva. En þrátt fyrir auðlegð Bandaríkjanna virðast efnisbirgðir tak-
markaðar, því sömu dagskrár ganga aftur eftir 1—2 ár. Nú er mér sagt,
að kvöld eftir kvöld komi varla í Keflavíkursjónvarpinu dagskrárliður, sem
þeir hafa ekki séð áður, sem hafa haft sjónvarp í tvö ár eða lengur.
— Félag sjónvarpsnotenda hefur lagt til, að íslend inigar fái tíma í Kefla-
víkurstöðinni til að senda út íslenzka dagskrá 1—2 tíinm á dag. Ert þú sam-
mála félaginu um þetta?
Nei, ég tel þetta fjarstæða hugmynd. Fyrir því eru tvær gildar ástæður.
í fyrsta lagi er ég of stoltur til að þola þá tilhugsu.n, að íslenzkt sjónvarp
fæðist í varnarliðsbragga á Miðnesheiði. Ef við getuin ekki komið upp
helztu menningarstofnunum okkar sjálfir, getum viS ha itt að burðast með
blessað fullveldið lengur. Seinni ástæðan er raunor ójþörf eftir þá fyrri,
en Keflavíkurstöðin er óhentug til að þjálfa það starfsliið, sem við þurfum
að byggja á okkar sjónvarp, að ekki sé minnzt á dagskrána.
— Hvar gæti þá íslenzka sjónvarpið fæðzt?
Ríkisútvarpið fæddist í skrifstofuherbergi í Ediuborgarhúsinu við Hafnar-
stræti, og sjonvarpið fæðist vafalaust í einhverju bráðablrgðahúsnæði. Hins