Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 13
sem fræðir, upplýsir eða skemmtir stund og stund. — Hvað segir þú um áhrif sjónvarps á börn- in? Tekur það ekki við uppeldi þeirra og mótar þau? Vekur það glæpahneigð og hverskonar vondar hvatir hjá þeim eða ekki? Ahrif sjónvarps á börn hafa verið mikið rædd og eru oft notuð til árása á sjónvarpið. Er haldið fram, að börnin sitji heilu kvöldin við tækið, eyðileggi sjónina, vanræki nám og heilbrigðan leik og verði fyrir illum áhrifum af sjónvarp- inu. Gerðar hafa verið ítarlegar rannsóknir á þessu sviði, bæði í Astralíu, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýzkalandi og Bretlandi. Hefur kom- ið í Ijós, að börn sitji að meðaltali 2—3 stundir á dag við sjónvarpstæki, þar sem sjónvarp hef- ur verið í nokkur ár. Þau skemma ekki sjónina og þau vanrækja ekki nám. Aðeins í einni rann- sókn, í Japan, virtist ástæða til að ætla að einn aldursflokkur barna slægi slöku við nám vegna sjónvarps. Þessar niðurstöður koma heim við reynslu af sjónvarpinu hér heima. Fyrst í stað sátu börn mikið við það, en eftir 2—3 mánuði missti það mesta aðdráttaraflið og gat ekki keppt við ís- lenzkan sólskinsdag og leiki úti. Sjónvarpið virð- ist ekki draga úr bóklestri barna, en eykur áhuga á ýmsum efnum, til dæmis dýrafræði, landafræði, mannkynssögu og jafnvel eðlisfræði, þegar slíkt efni er sýnt. Hinar erlendu rannsóknir benda til þess, að ein tegund „bókmennta" verði mjög fyrir barð- inu á sjónvarpinu. Það eru svonefnd „hasarblöð", sem birta samfelldar teiknisögur — sjaldan af betra taginu. Lestur þessara rita er sagður hafa stórminnkað, þar sem sjónvarp kemur til skjalanna. Samt sem áður hljóta áhrif sjónvarpsins á börn- in að vera mikil. Þau sækja að einhverju leyti fyrirmyndir í það og mynda sér hetjur í sjónvarps- þáttum, eins og þau gerðu áður á kvikmyndum. Verður sjálfsagt að gefa börnunum gætur í sam- bandi við sjónvarpið og haga dagskrá að ein- hverju leyti fyrir þau, rétt eins og foreldrar gæta þess, hvað börn þeirra lesa á prenti, hvaða leik- rit þau fá að sjá og hvaða kvikmyndir. Vanda- málið er ekki nýtt, en því alvarlegra sem sjón- varpið er áhrifaríkara — og er inni á heimilun- um. Sumir foreldrar hafa þó sagt, að þeir viti að minnsta kosti hvar unglingarnir eru, þegar þeir sitja við sjónvarpið. Þeir eru ekki á götunni þá stundina. — Er mikið um sérstaka barnatíma í sjónvarpi? Já, að sjálfsögðu. Sjónvarpið veitir mikla mögu- leika til að gera þætti, sem eru sérstaklega ætl- aðir börnum, ekki sízt af því að ímyndunarafl barnanna er ferskara en hinna eldri. Það er til dæmis mikið hægt að gera með brúðum, jafnvel heilum brúðuleikhúsum. Dýramyndir og sjónvarp úr cirkus vekja alltaf athygli. Walt Disney hefur ekki aðeins gert teiknimyndir, heldur er hann orðinn jafn frægur fyrir dýrakvikmyndir af ýms- um gerðum, ýmist sérkennilegum myndum úr náttúrunni, eða ævintýrum húsdýra og samskipt- um þeirra við manninn. Þannig mætti lengi telja, og hér sem annars staðar virðist gott barnaefni einnig vera með því bezta, sem fullorðnir horfa á. — Hér á landi virðast margir menningarfröm- uðir óttast, að sjónvarp breyti eða eyði íslenzkri menningu. Telur þú ástæðu til þess ótta? Við megum ekki gleyma því, að sjónvarp er, eins og Nóbelsskáldið okkar sagði um móður- málið, aðeins ílát. Sjónvarp er dauð tækni til að flytja myndir og tóna frá einum stað til ann- ars. Menningaráhrif þess fara eingöngu eftir því, hvað við sjálfir gerum við það, hverskonar dag- skrá við setjum saman og sendum til þjóðar- innar. I þessum efnum eru tvær höfuðstefnur uppi. Sumar þjóðir hafa eingöngu auglýsingasjónvarp, þar sem auglýsendur kaupa tíma sendistöðvanna og tryggja sér síðan efni til að lokka sem flesta áhorfendur til að horfa á það — og auglýsingarn- ar. Er þá hætta á, að leitað verði að lægsta meðaltali í smekk fjöldans, en aldrei sótt á bratt- ann. Þannig er sjónvarpið í Bandaríkjunum, og hefur komið fram mikil gagnrýni á menningar- skorti þess. Onnur lönd hafa eingöngu ríkissjónvarp, sem stjórnað er samkvæmt reglum og hefur það mark- mið að mennta, fræða og skemmta. Þar eru eng- ar auglýsingar í sjónvarpi. Þetta er kerfi Norður- landanna þriggja, Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur. Þar heyrist stundum sú gagnrýni, að sjónvarpið sé ekki nógu spennandi eða skemmti- legt. Margar þjóðir fara nú milliveg. I Bretlandi er ríkissjónvarp, BBC, eftir norrænu reglunni, en auk þess kerfi einkasjónvarpsstöðva, sem hafa auglýsingar, en er þó margvíslegum takmörkum háð. Italir, Þjóðverjar, Finnar og nú síðast Sviss- lendingar eru meðal þeirra þjóða, sem hafa tekið upp takmarkaðar auglýsingar, en halda fastri yfirstjórn sjónvarpsmála. Við íslendingar verðum vafalaust í hópi hinna síðastnefndu, þar sem stefna sjónvarpsins verður Upptaka á sjónvarpsefni getur farið fram á öllum hugsanlegum stöðum, þegar tækin eru til. Hér er dansk- ur sjónvarpsmaður að mynda Gylfa Þ. Gíslason f albingi O

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.