Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 26
SéS af gljúfurbrúninnl niður í Pjaxa. Þar niðri er einstæð náttúrufegurð í skjólgóðum hvammi, en stígurinn niður bergið þarfnast Iagfæringar. Dökki skógarhvammurinn innst í gljúfrinu heitir Pjaxi. Ruðningur, sá, sem bílar fara að Gullfossi liggur þar á brúninni, en stígurinn, sem liggur niður í hvamminn er alveg ómerktur. 2g — VIKAN 29. tbl. Líkt og framúrskarandi hæfileikar sumra einstakl- inga verða aldrei metnir til fjár, svo er um ein- staka staði, bæði ]iér á landi og annarsstaðar. Hróður þeirra hefur bor- izt yfir höf og landamæri, án þeirra væri landið sviplausara og fátækara. Enginn getur metið Gull- foss til fjár og þótt Geysir gamli sé nú líkur gamal- menni i kör sinni, þá er liann samt sem áður ó- metanlegur. Hver veit nema Eyjólfur liressist. Hins vegar er ekkert gert til þess að hann hressist, en það er annað mál, sem ekki verður rætt liér. Sumir eru þeirrar skoð- unar, að engin skrautfjöð- ur í hatti landsins jafnist á við Gullfoss. Það kann að vera smekksatriði, en allt að einu hefur almanna- rómur kjörið Gullfoss kon- ung allra okkar myndar- legu fossa þótt aðrir hafi meira vatnsmagn til að bera. Hann er eins og sumir menn, sem ekki eru beinlinis friðir, en hafa samt ómótstæðilegan, per- sónulegan sjarma. Gullfoss er mjög aðkrepptur og sést í rauninni illa í allri sinni dýrð. Engu að síð- ur er liann svo sem nafn- giftin bendir til: Sjálft gullið meðal fossa lands- ins. Þar sem Gullfoss er að- eins 125 km frá Reykja- vík og skemmri vegalengd, sé farin efri leiðin um ÞingvöII og Laugarvatn, þá mætti halda að þangað lægi breiður þjóðvegur. Gullfoss er prýðilega inn- an þess ramma, sem hægt er að komast yfir að sýna útlendum ferðamönnum í eins dags bílferð og yrði ef til vill það eftirminni- legasta, sem þeir sæju

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.