Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 24
KALL ÚR GEIMNU 4. HLUTI FORSETINN ER FOKVONDUR Bandarískur geimfari bíöur dauSa síns eftir að hemlarakettur hans brugðust, og hann kemst ekki aftur til jarðar. Mannað rússneskt geimskip er kom- ið á loft til að reyna að ná honum niður. Krúsjeff er leyndardómsfullur og vill lítið segja um björgunar- tilraunina. Tíminn líður, og brátt kemur að því að súrefnið í geimfarinu er búið. Forseti Bandaríkj- anna tekur örlagaríka ákvörðun: Haldið áfram að undirbúa annað geimskot, til að bjarga manninum - áður en Rússinn kemst að honum! Mennirnir, sem sátu við borðið í Hvíta húsinu, stóðu á fætur, þeg- ar forsetinn gekk inn. Hann veifaði hendinni: — Setjizt, setjizt! Hann settist sjálfur, og leit hvössum augum til skiptis á menn- ina. — Við hlaupum yfir öll aukaatriði og göngum beint til verks. Hann sneri sér að Marvin Philips frá geimferðastjórninni. — Nokk- uð nýtt um Pruett? — Sir, útreikningar okkar sýna nákvæmlega það sama . . . tíminn þeg- ar geimfarið fer að falla aftur . . . tíminn þegar súrefnið er búið . . . Philips veifaði hendinni máttleysislega. Við getum ekkert gert til að koma í veg fyrir súrefnisskortinn. Og við höfum gert allt sem mögulegt er til að finna bilunina í hemlarakettunum, en . . . — Haldið þið áfram að reyna? — Já, sir, og þeir hætta ekki fyrr en þeir vita nákvæmlega um hvað skeð hefur. Forsetinn lyfti augnabrúninni í þögulli spurningu. — Það er að segja, sir, ef það verður nokkurntíma hægt. Forsetinn gluggaði í skýrslu fyrir framan sig. Hann hallaði sér aftur- ábak í stólnum, benti með penna sínum til áherzlu. — í hreinskilni talað, Marvin, hvaða möguleika höfum við á því að Geminiskotið heppnist? —- Aðeins yfir 50% mundi ég segja. ■— Ekki meir? — Nei, sir. Við höfum aldrei reynt nokkuð slíkt áður. En á Cape Kennedy álíta þeir möguleikana nokkuð meiri. — Og hvað er að frétta af rússneska geimskipinu, Moore? spurði forsetinn og leit til annars manns. — Þeir ætla sér auðsjáanlega að ná Pruett niður. — Og hvaða möguleika hafa þeir til þess? — Betri en við, herra forseti. Þeir eru búnir að koma sínu skipi út í geiminn og á rétta sporbraut. Þar að auki reikna ég með að geimfar þeirra sé aflmeira en okkar . . . ■— Hefur nokkuð verið tilkynnt um þetta opinberlega frá Moskvu? ■— Nei, sir. Forsetinn leit til skiptis á alla mennina við borðið. — Þið skiljið að sjálfsögðu hvað hér er í húfi. Ekki aðeins það, að Pruett er í yfirvofandi lífshættu, heldur einnig álit alheimsins á tækni- legri getu okkar. Hlustið nú á: Fyrst og fremst gerum við allt, sem í okkar valdi stendur til að finna bilunina, sem varð í geim- farinu, og gera við hana. f öðru lagi leggjum við alla áherzlu á að koma Gemini-skeytinu á loft til að bjarga Pruett . . . ég skil að ef það mistekst, getur farið illa fyrir geimfaranum þeim . . . hver verður það annars? — James Dougherty, sir. ■— Takk. Dougherty verður að hafa alla möguleika til að bjarga sér, jafnvel þótt honum takist ekki að bjarga Pruett. Ég veit að við leggjum þarna mikið í hættu, því verið gæti að við misstum þarna tvo menn í stað eins. En það er ennþá verra að reyna ekki. Þess vegna verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að Gemini-skotið takist, og að bjarga Pruett. Er það skilið? Allir kinkuðu kolli . — AU right, herrar mínir. Látið mig vita um allt, sem skeð- ur í þessu máli, hvort sem er á nóttu eða degi. Það er allt í bili. Þakka ykkur fyrir komuna. Á þessu augnabliki voru liðnir þrír tímar og fimmtíu og tvær mínútur síðan Andrsi Yakovlev hafði lagt af stað út í geiminn í sínu volduga geimfari, Vostok IX. 4 KLST. OG 3 MÍN. Tom Stinson var í blaðamannaherberginu á Cape Kennedy, rennsveittur við að taka á móti tilkynningu í símann frá geimferðastjórninni í Washington. Forsetinn hafði hringt þangað, fokvcndur yfir síðustu fréttatilkynningunni, og heimtað að meira væri skýrt frá því, sem verið væri að gera. Hann hafði ekki talað neina tæpitungu, og samtalinu lauk með því að hann skellti heyrnartólinu á. 4 KLST. OG 6 MlN. Roger McClarren reif tilkynninguna úr þráðlausa senditækinu og rétti hana til George Keith, sem þreif hana af honum og kramdi hana illskulega saman þegar hann hafði lesið hana. •— Bölvaðir andskotans asnar eru þetta! Við vitum ekki einu sinni hvort við komum Gemini flugunni á loft, og þeir eru að gera þetta strax að stórfrétt... til fjandans með það allt saman! 5 KLST. OG 8 MÍN. Síminn hringdi í Mercurystjórninni. George Keith lyfti tæk- inu að eyranu. — George? Þetta er Halliday á Goddard. Ég . . . — Geturðu ekki beðið, Phil, það er svo mikið að gera. — Nei, þetta getur ekki beðið, George. Við höfum verið að reikna út Vostokfarið, og erum nú vissir um að þeir ætla að reyna að bjarga Pruett. Þeir hafa næga orku til að koma geim- farinu á sömu braut og Pruett . . . — Hvenær? 24 — VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.