Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 34
SÍMI 1871 Hótel Akranes hefur sjálfsafgreiðslu fyrir mat og kaffi í vistlegum salarkynnum. - Ferðamenn! Allir þurfa að fá sér molakaffi, allar leiðir liggja að „Mola Kaffi“, aðeins tíu mínútna akstur frá vega- mótum ofan Akrafjalls, eða klukkutíma sigling með Akraborg, frá Reykjavík. Sérréttir og smurt brauð allan daginn í „Mola Kaffi“, hinni vinsælu sjálfsaf- greiðslu Hótel Akraness. Hótel Akranes Veizlusalir, sfálffs- afgreiðsla, gisting Hótel Akranes Reykvíkingar skreppið upp á Skaga í „Mola Kaffi“, aðeins klukkutíma sigling með Akraborg. Allir drekka molakaffi í „Mola Kaffi“. Þar fæst hin vinsæla Skagasíld de luxe, smurt brauð og sérréttir allan dag- inn. Allir mætast og mettast í „Mola Kaffi“, hinni vinsælu sjálfsaf- greiðslu Hótel Akraness. HÓTEL AKRANES KRISTJÁN R. RUNÓLFSSON - SÍMI 1712 hvaða hljómur á að heyrast í herberginu? Á að hlusta á prjónana kljást hvorn við annan, hnefaleikakapp- ana kýla hver annan, káboyana skjóta hver annan, eða bítlana syngja hvern við annan? Við þessu hafa uppfinninga- mennirnir fundið svar, eins og þeirra var von og vísa. Þeir afhenda okkur heyrnartól. Svo getur hver meðlimur fjöl- skyldunnar sett sín tæki á eyr- un, og hlustað á það, sem hann er að horfa á. Auðvitað verður píanókennslan þar í fyrirrúmi, og útvarpar heyrnartækjalaust um allt herbergið. Þeir, sem fyr- irlíta prjónles, geta þá sett á sig sín heyrnartæki, og' hlustað á „Ævisögu Ænstæns“ eða eitthvað annað, sem þeim þykir betra. Persónulega finnst mér bezt’ að fenginni reynslu — að hlusta á konuna, og hlýða þegar í stað. Það hefur minnstar eftirhreytur. En, — sem sagt. Þeir sem ætla sér í framtíðinni að vera sjálf- stæðir, jafnvel innan fjölskyld- unnar — ættu að biðja um fjöl- skyldutæki. Þá geta þeir verið algerlega sjálfstæðir innan sinnar fjölskyldu, jafnvel þótt konan fái að ráða — eins og vant er! ★ ðSKVEITANDINN Framhald af bls. 16. andlitið, þar sem það gaegðist fram úr aukakinnum og undirhökum, eins og rúsína úr snúð. „Virðulegi öldungur", varð ósk- veitandanum að orði. „Lóttu þér ekki bregða við að sjá mig. Þeir hafa margir hrokkið illa við, þó að yngri væru. Hafðu taumhald á hjartslætti þínum, ef þú mátt". „Kjaftæði" stundi sá akfeiti. „Ég kippi mér ekki upp við smámuni. Búinn að lifa fulllengi og sjá full- mikið til þess. Mig langaði bara til að vita hvað þessi tilkynning á plöt- unni við dyrnar á að þýða. Er að marka hana?" „Þú att við það, já. Jú, það er fyllilega mark takandi á henni. Jú, ég get veitt þér eina ósk — en ein- ungis eina". Sá aldraði fitukeppur hleypti brúnum og hvarmarnir kipruðust saman svo að vart sá í augun, dökk og stingandi. „Og hvað viltu svo hafa fyrir snúð þinn? Vissan ágóðahlut? Undirritaðan samning? Hvað?" „Fyrirgefðu, en ég skil víst ekki til hlítar . . ." „Ég er kaupsýslumaður. Woll- strít, hafirðu heyrt það nefnt. Stað- reyndir, herra minn, blákaldar, samningsbundnar staðreyndir! Eng- ar brellur, engin undanbrögð! Pappírana á borðið!" Oskveitandinn skellti saman hvoftunum svo small við. „Þrjótur!" hvæsti hann. „Farir þú að forvitn- ast um tilgang minn, verður ekki neitt úr viðskiptum okkar á milli. Ef þér leikur hins vegar hugur á að fá einhverja eina ósk uppfyllta, skaltu bera hana fram". „Allt í lagi . . . allt í lagi", tuldr- aði gesturinn. „Þú getur varla láð mér þó að ég spyrði. Hef alltaf viljað vita að hverju ég gekk — er það kannski einhver löstur, eða hvað? Eina ósk, allt í lagi — eina ósk. Jú, ég skal bera hana fram . . ." „Nefndu hana þá, gamli minn!" Það rumdi í fitukeppnum. „Ég óska mér ódauðleika!" „Já, einmitt", varð óskveitandan- um eitt að orði. „Heyrðirðu hvað ég sagði? Ég óska mér þess, að ég megi lifa um allan aldur! Geturðu veitt mér þá ósk? Er það framkvæmanlegt?" „Allir hlutir eru framkvæmanleg- ir. Farðu leiðar þinnar! Ósk þín er veitt!" „Hvað áttu við?" „Mér leiðist þessi kaupsýslumáti þinn!" nöldraði óskveitandinn fýlu- lega. „Þú hefur fengið ósk þína uppfyllta, og farðu nú!" Gamli fitukeppurinn þuklaði á sér skrokkinn hingað og þangað. „Ég finn ekki neina breytingu. Ég er nákvæmlega samur og ég var. Þú ert svindlari og annað ekki!" „Farðu!" öskraði óskveitandinn. „Hvernig get ég vitað hvort þú hefur staðið við orð þín? Hvaða sönnun hef ég fyrir því?" Óskveitandinn spýtti út úr sér smá- loga, í krumlu sér, og þegar log- inn slokknaði, 'hélt hann á lítilli flösku i klónum. „Drekktu!" skipaði hann um leið og hann dró tappann úr henni og rétti hana að fitukeppn- um. Fitukeppurinn setti stútinn að munni sér og drakk, og brúnleitur vökvinn litaði þrútnar varir hans. „Svei . . . þetta var Ijóta bragðið! En ef þessi skratti gerir mann ódauð- legan, þá telur maður ekki eftir sér að kyngja honum . . „Heimskingi! Þessi drykkur gerir eingöngu að sanna það, að þú hafir fengið ósk þína uppfyllta. Á flösku þessari var nefnilega ban- vænasta eitur, sem nægja mundi til að drepa hundrað manns í einni andrá. En þú lifir, skilurðu það? Sér ekki á þér! Eða kennir þú þér nokkurs meins?" „En hvernig get ég vitað það? Hvernig get ég vitað, að það hafi verið banvænt eitur á flöskunni, en ekki eitthvert meinlaust sull?" „Asni!" hvæsti óskveitandinn og nú spýtti hann hlaðinni skamm- byssu í krumlu sér. Því næst skaut hann hverju skotinu á eftir öðru í barm og belg fitukeppnum gamla á dauðafæri, unz hjólið var tæmt. „Þa hefurðu það, þinn tortryggni þrjotur , sagði hann. „Ertu nú ánægður, eða hvað?" „Sjónhverfing!" varð öldungnum að orði, og var engin undrun á honum séð. „Heldurðu að þú getir blekkt mig, gamlan refinn, með svo algengu og hversdagslegu — VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.