Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 31
MYNDARLEGT GAT
Á Miami var maður nokkur
settur inn, grunaður um að hafa
rænt svo og svo miklu af pen-
ingum. Hann viðurkenndi fljót-
lega, og kvaðst hafa falið pen-
ingana undir ákveðnu gólfi í
ákveðnu húsi, sem hann vildi
ekki tala nárnar um, en lofaði að
vísa á þá, ef hann fengi að fara
ferða sinna. Tveir menn tóku að
sér að borga 2500 dollara trygg-
ingu fyrir hann, og fóru svo með
hann í þetta ákveðna hús. Hann
náði sér í kúbein og gerði mynd-
arlegt gat á gólfið. Svo hoppaði
f hann ofan í gatið, og síðan hefur
ekki til hans spurzt. Það er allt
útlit fyrir, að mennirnir tapi
» tryggingarfénu.
VIÐ GULLFOSS OG
f PJAXA
Framhald af bls. 27.
sem fóru þar um. Hann er
fr'emur varasainur á köflum,
en verður þó að teljast hættu-
laus, sé varkárni við höfð. í
endurreisn Gullfoss sem ferða-
mannastaðar, ætti Pjaxi að vera
einn liðurinn. Þó þarf raunar
ekki að gera annað en lagfæra
stíginn niður i gljúfrið og koma
upp vegvisum. Hinsvegar fer
bezt á því að engin mannvirki
verði sett upp í Pjaxa. Þar er
svo fjölbreytilegur gróður, að
dáindi er á að liorfa; þar er afar
skýlt eins og að líkum lætur
og maður veður blágresið i liné
inn á milli bjarkanna. Ég gæti
hugsað niér, að einliverntíma
hafi verið foss i ánni, þar sem
nú er hvammurinn Pjaxi. Siðan
virðist áin liafa'breytt um far-
veg. Engar skepnur fara niður
i gljúfrið þarna og það er meðal
annars ástæðan fyrir gróður-
sældinni. Ekki veit ég um upp-
runa nafnsins, en margir hafa
velt þvi fyrir sér og komizt að
ýmsum niðurstöðum, sem ég
hirði ekki um að rekja hér.
Eitthvað mun það hafa komið
til umræðu að virkja Gullfoss.
Þá mun hafa verið lagt til, að
áin yrði stifluð talsvert ofan
við fossinn og vatnsmagnið leitt
í jarðgöngum allar götur fram
| fyrir hálendið, þar sem gljúfr-
in þrýtur. Þá yrði í engu hrófl-
að við Gullfossi, en síðan mætti
f á ákveðnum timum hleypa vatn-
inu á fossinn fyrir ferðamenn.
Vonandi verður þetta ekki gert
fyrr en hver spræna landsins
er fullvirkjuð.
ÞUNGAVÖRUIÐNAÐUR
TÉKKÖSLÖVAKÍU ER VIÐUR-
KENNDUR í VESTRI SEM AUSTRI.
GRJÓTMULNINGSVÉLAR
á tijóium og beltum
knúðar SKODA vélum, eru tæki sem
reynzt haf framúrskarandi hér á landi
sem annarsstaðar.
Örugg og auðveld í notkun.
Sterkbyggð og sparneytin.
Hagstæð verð og greiðsluskilmálar.
Einkaumboð fyrir:
STROJEXPORT
PRAHA, deild 305
ÞORSTEINN BLANDON, Umboðs- & heildverzlun
ÞINGHOLTSSTRÆTI 11 - SÍMI 13706
Frá Gullfossi er ekki löng
leið vestur að Jarlshettum og
Einifelli, þar sem sæluhús Ferða-
félags íslands er. En á þeirri
leið er óbrúuð á og vegurinn
auk þess vafasamur fyrir aðra
bíla en jeppa og fjallabíla. En
leiðin er eins fögur og íslenzkar
öræfaslóðir geta orðið, auðn og
grjót, egghvassir tindar Jarls-
liettanna og jökullinn á milli
þeirra. Það kostar tiltölulega
litið að brúa Sandá og gera veg-
inn í Einifell ökufæran öllum
bílum. Einhverntíma verður svo
vafalaust Farið brúað og lagður
fjallabaksvegur á Þingvöll eða
Uxahryggjaleið. En það heyrir
til framtíðinni. Fyrst er að byrja
á því, sem liefði átt að vera búið
fyrir mörgum árum: Vegalagn-
ingu að Gullfossi og skálanum
þar.
GS.
VIKAN 29. tbl. —