Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 21
HITTAVINI MINA
í þessu dæmi, sem við höfum
tekið hér, segir konan: „Mig
langar ekki til aS gera neitt
án þín!‘ í liennar augum er
þetta ást og táknar náið sam-
band. En er þaS i rauninni
þannig?
Þetta líkist meira hinni róm-
antísku og ósönnu mynd ást-
arinnar og hjónabandsins, sem
óspart er haldiS á lofti af nú-
lima skemmtiiðnaSi. Myndin af
„aðeins okkur tveimur“ sem
alltaf haldast i hendur, sem
ekki hafa löngun til að um-
gangast aðra, sem hreiðra um
sig á heimilinu og skipta sér
ekki af stóru og vondu ver-
öldinni fyrir utan. Mynd af
tveimur, sem ekki lifa saman,
heldur gegnum hvort annað.
UMKOMULEYSIÐ SKAPAR
VALD.
Bak við þennan draum um
að lifa algjörlega livort fyrir
annað, liggur mikil angist og
ótti og töluverð valdagræðgi.
Hann er afbrýðisemi litla
barnsins og krafan um óskerta
athygli og umhyggju móður-
innar. Barnið er hjálparvana,
og einmitt það gefur því vald
yfir móðurinni.
ÞaS er kannske ekki undar-
legt, að margar konur losna
ekki við umkomuleysi barns-
ins og komast þannig í valda-
afstöðu, þegar þess er gætt,
að karlmaðurinn ýtir oft undir
slikar tillineygingar — að
minnsta kosti i byrjun. „Þú
getur þetta ekki, vina min —
láttu mig hjálpa þér.“ „Þú
skilur þetta ekki, elskan, ég
skal skýra það út fyrir þér.“
Hjálparleysi hennar og barna-
skapur fær hann til að líta
á sjálfan sig sem sterkan og
vitran i fyrstu.
En brátt þreytist hann á að
þurfa að skýra allt fyrir henni
og að verða að sjá um allt,
og ef til vill þarfnast hann
sjálfur stuðnings og skilnings.
En þá er það of seint. Meðan
hann „bar hana á höndum sér“
hefur hún gleymt að nota fæt-
urna. Þar að auki er ekki víst
að hún vilji sleppa þvi valdi,
sem hún öðlast með umkomu-
leysinu.
ÁSTIN SKAPAR FRELSI.
Sama ástandið og oft ríkir
i hjónaböndum, var allsráðandi
i þjóðfélaginu ekki alls fyrir
löngu. Konan var ómyndug og
var að öllu leyti háð karlmann-
inum. Það fyrirkomulag varð
jafn þreytandi fyrir karlmann-
inn og það var auðmýkjandi
fyrir konuna. Líklega mætti
karlmaðurinn vera þakklátast-
ur fyrir sjálfstæði konunnar.
Loks geta þeir andað léttara
og fundið frelsi! Loks geta
þeir mætt konunni á sama
grundvelli, loks geta þau tal-
að saman, í stað þess að áður
varð maðurinn að tala einn.
Nú fyrst getum við gert okk-
ur Ijóst, hvað ást og samein-
ing er. Ást er meðal annars
öryggi. Öryggi gefur frelsi.
Manneskja, sem treystir maka
sínum, getur mætt heiminum
á nýjum og frjálsari grundvelli.
Hún veit að einliver elskar
hana og metur.
Einmitt þess vegna getur
liún haft áhuga fyrir öðrum án
þess að vera sifellt að brjóta
heilann um, hvort hún líti vel
út, hvort öðrum líki við hana,
hvort hún komi rétt fram o. s.
frv. Hún er frjáls til að gefa
og taka á móti, eða ekki, ef
henni sýnist svo. Hún getur
þroskað persónuleika sinn —
og varið liann fyrir ágangi ann-
arra. Hún getur verið viðsýn
og gjafmild — og samt átt sjálfa
sig óskerta. Hún getur verið
hún sjálf.
HRÆÐSLAN VIG AÐ VERÐA I
GLEYPTUR MEÐ HÚÐ OG j
HÁRI.
Konan í þessu dæmi okkar,
finnur greinilega ekki til slíks !
öryggis, og maðurinn nýtur
ekki þess frelsis, sem ástin
gefur og á að gefa. Hann þarf
að verja sig gegn umkomu-
leysi konunnar, sem bindur
hann. Það má segja, að þörf
hans fyrir að hitta félagana í
klúbbnum á hverju einasta
fimmtudagskvöldi í tvö ár sé
dálitið þrjózkufull — og ekki
laus við að vera barnaleg. Að
öllum likum hefur kona rétt
fyrir sér, þegar hún segir, að
þessar samkomur séu honum
meira virði en flest annað. Þær
eru siðasti varnarmúr frelsis
hans og hann ætlar að standa
vörð um hann fram í rauðan
dauðann. Reyndar virðist hann
þegar í tilhugalifinu hafa ótt-
azt um frelsi sitt og reynt að
tryggja það með því að fá
„leyfi“ hennar fyrir fjarveru
á fimmtudagskvöldum.
Hvernig væri að konan
reyndi að vera andlega sjálf-
stæð. Að hún færi og horfði á
bíómyndina ein eða með ein-
liverjum öðrum, en mannin-
um. Að fimmtudagskvöldin
yrðu um leið „hennar kvöld“
Framhald á bls. 37.