Vikan


Vikan - 03.12.1964, Síða 6

Vikan - 03.12.1964, Síða 6
 LAUGAVEGI 33 Alltaf mjög gott úrval af TÆKIFÆRIS- • <•■ > •' v&BezEk KJÖLUM Einnig stökum pilsum, buxum og allskonar nærfatnaöi. Verið vel klæddar meðan þér bíðið. Sendum gegn póstkröfu um allt land. HOLMEGAARDS-GLASVÆRK G. B. Silfurbúðln Laugaveg 55 — Sími 11066 Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 25. hluti Þetta var sá Nicholas, sem hún hataði, hið hræðilega og skaddaða andlit Calembredaine. Þessi sjón, að viðbættum drykknum, sem Trjábotn hafði neytt ofan í hana, vakti baráttuvilja hennar. Með fimum höndum þreif hún þunga tinkrús af næsta borði og gekk í áttina að hópnum. Allir voru of drukknir til að sjá hana eða taka eftir henni. Nú var hún komin aftan að Nicholasi. Hún lyfti krúsinni, safn- aði saman öllum sínum kröftum og sló í blindni....... — Ég er að tala um verri dauða. Dauða persónuleikans. . . . Harin varð allt í einu bálreiður. —- Þú lætur mig tala eintóma bölvaða helvítis þvælu. Ég er að reyna að láta þig skilja, andskotinn eigi þig! Þú hefur ekki rétt til að láta Marquise de Poiacks ná honum frá þér! Þú hefur ekki rétt til þess.... Ekki þú! Skilurðu mig? Hann starði hörkulega í augu hennar. — Svona, rístu upp og gakktu. Taktu flöskuna og bikarinn þarna yfirfrá i horninu. Komdu með það. Hann hellti bikarinn sneisafullan af sterku víni: — Skelltu þessu niður i einum gúlsopa. Og svo — farðu og gerðu það. Vertu ekki feimin við að slá fast. Ég þekki Calembredaine. Það er harður á honum hausinn. Þegar Angelique kom inn í krána, nam hún staðar á þrepskildinum. Þokan var næstum eins Þykk inni fyrir og úti. Reykháfurinn dró illa og fyllti herbergið af reyk. Nokkrir verkamenn sátu og studdu olnbog- unum þegjandi á óhrein borðin. I fjarlægari enda herbergisins, fyrir framan eldstæðið, sá Angelique hermennina fjóra, sem voru hinir venjulegustu fylginautar Calembreda- ine: Peony, Gobert, Rikett, La Sasscé, Barcarole uppi á borði, Jactance, Prudent, Stóra-Poka, Rottueitur og loks Nicholas sjálfan, og á hnjám hans sat Marquise des Polacks, allsnakin, með úfið hár og kyrjaði klám- vísu. Þetta var sá Nicholas sem hún hataði, hið hræðilega og skaddaða andlit Calembredaine. Þessi sjón að viðbættum drykknum, sem Trjábotn hafði neytt oofan í hana, vakti baráttuvilja hennar. Með fimum hönd- um þreif hún þunga tinkrús af næsta borði og gekk í áttina að hópn- um. Allir voru of drukknir til að sjá hana eða taka eftir henni. Nú var hún komin aftan að Nicholasi. Hún lyfti krúsinni, safnaði saman öllum sínum kröftum og sló í blindni. Barcarole rak upp hátt óp. Svo riðaði Nicholas Calembredaine og valt endilangur inn í glóðina í eldstæðinu og dró með sér æpandi Marquise des Polacks. Allt fór í öngþveiti. Aðrir gestir krárinnar þustu út. Þeir heyrðust hrópa: Morð! En menn Nicholasar drógu sverð úr slíðrum. Jactance togaði i Nicholas til að forða honum úr eldstæðinu. Það var að kvikna í hári Marquise des Polacks. Barcarole hljóp yfir borðið, sem hann stóð á, þreif krús af vatni og hellti úr henni yfir höfuð stúlkunnar. Allt í einu æpti einhver: — Hlaupið, bræður! Lögreglan! Oti fyrir nálgaðist jódynur. Lögregluforingi frá Chatelet kom í ljós á þrepskyldinum með skammbyssu í hendinni og hrópaði: —- Verið kyrrir þar sem þið eruð, glæpamenn! En þykkur reykurinn og næstum algert myrkrið í kránni koom þeim til hjálpar. Glæpamennirnir þrifu meðvitundarlausan líkama foringja síns, drógu hann inn í bakherbergi, og flúðu út bakdyramegin. — Flýttu þér, Marquise des Anges! hrópaði Stóri-Poki. Hún stökk yfir bekk, sem hafði farið á hvolf, og reyndi að ná þeim, en sterkur handleggur greip hana. Einhver hrópaði: — Ég náði mellunni, foringi. Allt í einu sá Angelique Marquise des Polacks fyrir framan sig. Hún var með hníf í hendinni. Nú dey ég, hugsaði Angelique í svip. Það glitraði á blaðið, þegar það sveiflaðist í myrkrinu. Lögreglumaðurinn, sem hélt Angelique, herpt- ist skyndilega saman, og féll styrijandi á gólfið. Marquise des Polacks sparkaði i borðið, sem lenti á fótum lögreglumannanna, sem voru á leið til þeirra. Hún ýtti Angelique að glugganum, og þær stukku báðar á flötina fyrir framan. Það var skotið á eftir þeim. Nokkrum andartökum seinna náðu konurnar tvær hópnum, sem bar g — VIKAN 49. tW.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.