Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 7

Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 7
Calembredaine. Hópurinn hafði numið staðar, til Þess að kasta mæðinni. — Hu! andvarpaði' Peony Jean og strauk svitann af enni sér með erminni. — Ég hugsa að þeir elti okkur ekki svona langt. Þessi Calem- bredaine virðist vera gerður úr blýi. — Þeir hafa ekki náð neinum? E'rt þú þarna, Barcarole? — Auðvitað. — Þeir voru búnir að húkka Marquise des Anges, sagði Marquise des Polacks. — En ég stakk helvítis hundinn beint í vömbina. Það var nóg handa honum. Hún lyfti blóði drifnum rýtingnum. Hópurinn lagði aftur af stað í áttina að Nesleturninum og varð stöð- ugt fjölmennari, því það var um þetta leyti, sem félagarnir söfnuðust saman á sinn uppáhaldsstað. Fréttin breiddist út eins og eldur í sinu: Calembredaine! Calembreda- ine er særður. ■Stóri-Poki útskýrði málið: — Það var Marquise des Anges, sem sló hann með ölkrús, því hann var að fíflast með Marquise des Polacks allsbera á hnjánum.... — Það var ekki nema réttlátt, sagði fólkið. Einhver sagði: —• Ég skal fara og ná í Stóra-Matthieu. Þegar heim kom, var Calembredaine lagður upp á borð í stóra salnum. Angelique gekk til hans, reif af honum grímuna hræðilegu og rann- sakaði sár hans. Hún hafði nokkrar áhyggjur af þvi að sjá hann Þannig hreyfingarlausan og blóði drifinn. Hún hafði ekki ætlað sér að slá hann svona fast; hárkollan hefði átt að hlífa honum, en höggið hafði geigað og tinkrúsin hafði flegið hann á gagnauganu og í fallinu hafði hann brennt sig á enninu. — Setjið vatn yfir eldinn og látið það sjóða, skipaði hún. Hópur unglinga ílýtti sér að hlýða. Allir vissu, að Marquise des Anges var svolítið skrýtin með tilliti til heits vatns, og nú þorði enginn að mót- mæla lienni. Hún hafði slegið Calembredaine, en það hafði jafnvel ekki Marquise des Polacks þorað að gera. Hún hafði gert Það fyrirvaralaust, á réttu andartaki, og vel.... Allir dáðust að henni, og enginn hafði nokkra meðaumkun með Calembredaine, Þvi allir vissu að hann hafði harðan haus. Allt í einu heyrðist hávaði fyrir utan. Dyrnar opnuðust og inn kom Stóri-Matthieu, skottulæknirinn í Pont-Neuf. Jafnvel á þessum tima sólarhrings hafði hann gefið sér tíma til að fara í sin frægu, fínu föt, setja á sig hálsfestina, sem gerð var úr manna- beinum, og taka með sér síspilandi hljómsveitina með simbals og lúðrum. Eins og allir aðrir skottulæknar stóð Stóri-Matthieu með annan fótinn í undirheimum, hinn i forsölum prinsanna. Allir menn voru jafnir frammi fyrir töng læknisins. Og þjáningar gripa hrokafyllstu aðals- menn ekki síður en forhertustu glæpamenn, gera þá veika og ósjálf- bjarga. Heilsubætandi tannpastar Stóra-Matthieu, lífselexirar og krafta- verkaplástrar, gerðu hann að riki í ríkinu. Ftennusteinsskáldið hafði ort um hann vísu sem lírukassaleikararnir sungu á götuhornunum: Gefur öllum sama skammt, —■ sópar að sér veiðinni -— 1 hross og mannfólk hellir jafnt, hann úr sömu skeiðinni. Hann meðhöndlaði glæpamenn og hórur af einlægri alúð, til þess að njóta góðs af tekjum þeirra, og læknaði yfirstéttarfólkið af einskærri græðgi og framagirni. Hann gæti hafa komizt langt meðal kvennanna, sem hann var vanur að klappa vingjarnlega og meðhöndla á sama hátt, hvort sem voru konur af æðstu stigum, kerlingar eða skækjur. En eftir að hafa ferðazt um alla Evrópu, ákvað hann að eyða ævi sinni í Pont- Neuf. Hann glápti á meðvitundarlausan manninn með ódulinni ánægju. — Nú, hann er aldeilis i óvirku ástandi. Fórst þú svona með hann? spurði hann Angelique. Áður en henni gafst tækifæri til að svara, greip hann um kjamma hennar ákveðinni hendi og rannsakaði munninn. —- Ekki einasti stubbur til að draga, sagði hann fýlulega. Við skulum sjá að neðan. E'rtu ólétt? Hann þuklaði svo fast um kvið hennar að hún rak upp óp. — Nei. Enginn kaka í ofninum. Ennþá neðar. Angelique hörfaði undan til þess að forðast þessa nákvæmu rannsókn. —- Hvaða frekja er þetta, ístrubelgur! æpti hún reiðilega. — Þú varst ekki sendur hingað til að káfa á mér, heldur til þess að koma mann- inum þarna til lífsins.... — Ho! Ho! Ho! Marquise des Anges, æpti Stóri-Matthieu, ho-ho-ho-ho! Hláturinn kom í gusum, svo við lá að þakið skylfi, og hann hélt báð- um höndum um magann. Þegar hann hætti að hlægja, var Calembreda- ine kominn til sjálfs sín. Hann settist upp á borðinu reiðilegur í bragði, og reyndi að dylja vandræði sín. Hann Þorði ekki að líta í áttina tií Angelique. — Hvað eruð þið allir að snultra í kringum mig, helvítis fíflin ykkar? urraði hann. — Jactance, hálfvitinn þinn, nú hefurðu látið kjötið brenna við aftur. Allur salurinn angar af brenndum grís! — Fifl! Þú ert brenndi grísinn! æpti Stóri-Matthieu og strauk hlátur- tárin af sér með fínum, hvítum vasaklút. — Og líka Marquise des Pol- acks. Sjáðu bara! Hún er kolsviðin á bakinu! Ho, ho, ho! Hann hóf nýja hlátursinfóníu. Þeir skemmtu sér vel þessa nótt, félagarnir í betlarabúðunum undir Nesle turninum, gegnt Louvre. 55. KAFLI — Sjáðu þarna, sagði Peony Jean við Angelique. — Maðurinn sem gengur þarna niður með ánni, með hattinn niður fyrir augun og frakk- ann upp að yfirskegginu.... Sérðu hann, ha? Hann er grma/at. — Grimaut ? — Lögreglumaður, ef þú vilt það heldur. — Hvernig veiztu það? — Ég veit það ekki. Ég finn það bara á lyktinni. Þessi fyrrverandi hermaður klappaði á nefið á sér, stórt, upphlaupið og ljótt. Angelique hallaði sér út yfir riðið á bogabrúnni, sem lá yfir síkið Framhald á bls. 32. GLYZE RONA MILK Er fljótandi fitulaus áburður sem smýgur djúpt inn í hörundið. GLYZE RONA MILK Er fljótandi og auðvelt í meðförum og ákjós- aniegur andlitshreinsari. GLYZE RONA MILK Er einnig hand- og Iíkamsáburður sem end- urlífgar þurra húð, og gefur nýtt æskuútlit. GLYZE RONA MILK Er endingargóð og sýnir strax fullkominn árangur á hörundi yðar. Heildsölubirgðir: H. A. TULBNIUS Austurstræti 14 — Sími 14523. - 7 VIKAN 49. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.