Vikan


Vikan - 03.12.1964, Page 30

Vikan - 03.12.1964, Page 30
Frönsk jólakaka. Enskar piparkökur. V/2 dl. sýróp, 200 gr. sykur, 175 gr. smjör eða smjörlíki, IV2 matsk. engifer, IV2 dl. þykkur rjómi, Vt matsk. sódaduft, 750 gr. hveiti. Hrærið saman kalt sýrópið, smjörið, sykurinn og engiferið, og bætið síðan stífþeyttum rjóman- um í. Sódaduftinu blandað í hveitið og sett í síðast. Deigið látið standa nokkra klukkutíma, flatt út og kökurnar penslaðar með köldu vatni áður en þær eru bakaðar. Jólastjömur. 150 gr. smjörlíki, 3 dl. hveiti, IV2 matsk. vatn eða 2 matsk. þykkur rjómi. Egg til að pensla með og sulta (helzt gelé). Hafið smjörið vel kalt og saxið það saman við hveitið þar til það er smákorhótt. Þá er rjóminn settur saman við og allt hnoðað hratt saman, látið standa um stund og svo flatt út, þar til það er á þykkt við tveggja krónu pening. Deigið skorið með kleinujárni í ferhyrnd stykki og skorið upp 1 hvert horn á þeim. Annað hornið á hverjum fjórum hlutunum milli skurðanna er lagt inn á miðju og þrýst vel á. Gelé er sett á miðjuna og kökurnar bakaðar ljósbrúnar í frekar heitum ofni. Líka má brjóta ferhyrningana í tvennt á ská og setja þá t.d. eplamauk innan í. Penslað með eggi áður en kökurnar eru bakaðar. 3 egg, 75 gr. sykur, 50. gr. hveiti, 50 gr. kart- öflumjöl, 1 tsk. lyftiduft. Smjörkrem: 250 gr. smjör, 100 gr. flórsykur, 3 eggjarauður, korn úr hálfri stöng af vanillu, 75 gr. brætt hjúpsúkkulaði. Eggjarauðurnar þeyttar með sykrinum, hveitið, kartöflumjölið og lyftiduftið sett í og síðast stif- þeyttar hvíturnar. Bakað i lágu formi á stærð ca. 30x40 cm. i 10 mín við fremur mikinn hita. Rennt á sykraðan smjörpappír þegar kakan er bökuð og þar er henni rúllað upp eins og rúllu- tertu. Látin kólna að mestu og þá er rúllan opnuð varlega og smjörkreminu smurt á lengjuna, sem svo er rúllað upp aftur. Kremið er gert þannig, að flórsykurinn er hræður með smjörinu og eggja- rauðunum og vanillunni blandað í. Þá er helming- urinn tekinn og settur inn í rúlluna, en í hinn helminginn er brætt súkkulaði sett og því smurt utan á rúlluna, en með gaffli eru myndaðar gárur eins og á trjástofni og rúllan svo skreytt með silfurlitum kúlum og rauðum jólarósum. Á frönsku heitir þessi kaka Buche De Noel — eða jólatrjá- stofninn og þykir ómissandi þar á hverju heimili um Jólin. * Sultukökur. 200 gr. smjör eða smjörliki, 200 gr. hveiti, 45 gr. sætar möndlur, 45 gr. sykur, '/2 egg. Þeytt egg til að pennsla með, möndlur, perlusykur, gaelé, sulta eða marmelaði. Flysjið möndlurnar og hakkið í möndlukvörn. Hnoðið saman hveitið, smjörið, hökkuðu möndlurn- JOLABAKSTUR hrærið vel í á milli og síðan í 5 mín. a.m.k., svo að deigið verði samfellt og gljáandi. Þá má annað hvort sprauta því á smurða plötu eða laga úr því ílangar eða kringlóttar kökur með tveim smurð- um skeiðum. Bakað í ofni 1 u.þ.b. 30 mín. ef um venjulega rjómakökustærð er að ræða. Alls ekki má opna ofnhurðina fyrr en eftir 15 mín. og helzt ekki fyrr en kökurnar eru fullbakaðar, en þær eiga að vera gulbrúnar og harðar og þurrar að utan. Þær á ekki að fylla fyrr en rétt áður en þær eru bornar fram, svo að þær linist ekki. Lokið er þá skorið ofan af og margt má setja saman við rjómann, t.d. rifinn appelsínubörk og litla appelsínubita, eða möndlunougat, en það er gert þannig, að sykur er bræddur á pönnu og möndlur eða hnetur settar saman við og látið brúnast, en marið þegar það er kalt. Jarðarberja- sulta er líka góð að nota, eða marðir bananar og . svolítið af sítrónusafa. Alls konar ís er líka mjög ljúffengt að nota í stað rjóma. Súkkulaði eða karamelluglassúr er oft notaður ofan á kökurnar. Rjómakökur. 3 dl. vatn, 75 gr. smjör eða smjörlíki, 3 dl. hveiti, 4 stór egg eða 5 lítil. Sjóðhitið vatnið og smjörið. Takið pottinn af eldinum og þeytið hveitið saman við. Látið síðan suðuna koma aftur upp á deiginu og hrærið vel í ailan tímann, þar til deigið losnar við botninn og hangir á sleifinni. Hrærið síðan í þar til deigið er kalt og bætið þá eggjunum einu í einu i og V gQ — VIKAN 49. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.