Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 43
REIKAÐ UM TORG
RÚMAR
Framh. af bls. 15.
af þeim í Karþagó, að landvinn-
ingar voru ekki til neins annars en
afla þræla, fjár og skattpenings.
Þá fór auðurinn að streyma til
Rómar, þangað sem allir vegir
liggja eftir því sem sagt var. Þar
hlóðst upp marmari og gull, pell
og purpuri og munaðurinn varð
vísindagrein með nýrri fullkomnun.
En undirstaðan var ótrygg og feysk-
in: Bændurnir voru teknir frá plóg
og sáningu til að stríða í fjarlæg-
um skattlöndum og í stað þeirra
streymdu herteknir menn inn í
landið: Þrælar og ambáttir.
- 9 -
Sumir standa upp úr fjöldanum
eins og þú, Rómúlus. Sumir fyrir
ágæti sín og mannkosti, aðrir fyr-
ir valdarán og grimmdarverk.
Flestir nutu þeir skamma stund sæt-
leika valdanna, en mér hefur alltaf
fundizt merkilegt, að sumir
grimmdarseggir breyttust í göfug-
menni í valdastóli, en aðrir, sem
virtust efnilegir í upphafi, um-
hverfðust. Neró, til dæmis. Hann
var alls ekki óefnilegur unglingur
og langaði þessi ósköp til þess að
verða listamaður. Það var ekki að
skapi Öldungaráðsins. Þeir litu það
með viðbjóði, þegar keisarinn fór
að leika á leiksviði, því leikarar
voru næstir þrælum að mannvirð-
ingum. En svo hefur hann brjálazt
og eftir það rak hvert óhæfuverkið
annað: Móðurmorð og líklega hef-
ur hann kveikt í borginni til þess
að geta byggt hana aftur eftir eig-
in höfði.
Og hvernig var ekki sá ágæti
Ágústus, sem eitt sinn lét skrásetja
heimsbyggðina svo sem frægt er
orðið. Hann sparaði hvorki manns-
líf né óvönduð meðöl, meðan hann
var að ná völdunum. En þegar þau
voru trygg, þá fór hann að sýna
föðurlega umhyggju og reyndi að
bæta siðferðið — með litlum ár-
angri.
Ágústus og Livia, þau bjuggu á
Palatínhæð, þar sem keisarar einir
bjuggu svo og Vestumeyjar. Nú
eru rústirnar af höllum hans komn-
ar langleiðina niður í grasið, svona
er allt hverfult. Þær vissu mót suðri,
vissu mót leikvanginum mikla,
Circus Maximus, þar sem lýðnum,
atkvæðunum, voru styttar stundir
við æðislega kappakstra og þá
skemmtun að sjá villidýr rífa í sig
þrjózka sértrúarmenn, sem kallaðir
voru Kristnir.
Ég man ekki til þess að hafa
lesið eða heyrt um aðra eins tíma
og þá í Róm er hrappurinn Súlla
hafði náð völdunlim, Súlla hinn
heppni eins og hann var kallaður.
Þó voru það ekki beinlínis stríðs-
tímar, að minnsta kosti ekki eftir
að hann hafði náð völdunum. Hann
hafði mjög áhrifaríka aðferð við
það að útrýma óvinum sínum,-
setti upp lista víðsvegar í borginni
Hrein
frísk
heilbrigö
húð
Það skiplir ekki máli, hvernig húS þér hafiSÍ
Það er engin húð eins.
En Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme
eða hin ný|a Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún
þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit.
Og þess vegna getur húð yðar
notlð þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt.
Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún
þarfnast af fitu og raka.
Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og
Nivea-snyrta húð.
VIKAN 49. tbi,
43