Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 60

Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 60
Auðvitað alltaf PE 65 Triple Record. Er þunnf, en sterkt. Er þrefalt lengra en venjuleg segul- bönd. PE 31 Er geysisterkt „Long-play" segul- band. Sérstaklega hentugt fyrir t. d. skóla, verzlanir og hótel. ÚTSÖLUSTAÐIR: TÝLI H.F. Austurstræti 20, RADIÓVER SkólavörSu- stíg 8, VÉLAR & VIÐTÆKI Laugaveg 92, GEORG ÁMUNDASON, viS- tækjaverzlun. Stefán Ihorareisei h.f. Heildverzlun — Laugaveg 16 — Sími 21484. Ætli það sé ekki af þvi, að mest- ur Jiluti bóka er keyptur í því skyni að gefa þær öðrum. Og al- menningur virðist standa í þeirri trú, að það sé veigameiri gjöf, stór skáldsaga, heldur en smá- sögur. Og' oft eru smásagnasöfn- in minni og þynnri, en bókin veröur að vera töluvert þykk og þung og stór um sig, til þess að vera talin virðuleg gjöf. Það er afleitt að gefa út þunnar, — ég tala nú ekki um ódýrar bækur. Þær mega ekki vera ódýrar. Þá seljast þær elcki. Ég held ég myndi skrifa meira af smásögum, ef það væri góður markaður fyrir þær. Og þannig býst ég við, að sé um fleiri. Því er þetta illa farið. Maður getur alltaf selt smásögur i tímarit. Það er alltaf verið að spyrja eftir þeim fyrir timarit. En þegar á að gefa þær út i bók, þá vandast málið. Þá er ekki Iiægt að borga eis vel fyrir þær eins og langa sögu, hlutfallslcga, og þær eru gefnar út í miklu minna upplagi og hvaðeina. Það þykir víst krafta- verk að selja þúsund eintök af smásögubók. Og þó er smásagan síður en svo óvirðulegra eða ó- göfugra listaform. -— Og þá er komið að loka- spurningunni: Ertu ánægður hér á Eyrarbakka? Langar þig burtu? Ef þú ættir þess kost að setjast að einhvers staðar eftir eigin vali og helga þig skriftum, — hvað myndirðu gera? — Ja — ég vil nú ekki fara út í neina óskhyggju. En satt að segja kann ég vel við mig á Eyr- arbakka, og finnst staðurinn að mörgu leyti ágætur. Ilann er til- tölulega stutt frá Reykjavík, ég er ekki nema rúman klukkutíma að aka á milli, en öðrum þræð- inum er Eyrarbakki dálítið af- skekktur og hér er ákaflega gott vinnunæði, og hér er ágætt fólk. En ég skal ekkert um þetta segja. Það má vel vera, ef mér væri boðið upp á að gera hvað sem ég óskaði og vera hvar sem ég kysi, ef einhver höfðingi, svona mikill höfðingi, kæmi hingað inn til mín og byði mér upp á þetta, ég býzt við að fyrst léti ég hann fara með mig í hnaltferða- lag eða eitthvað, en ég hygg að ég yrði fljótt leiður á þvi að vera viti mínu fjær, og kysi að setjast aftur niður á einhvern rólegan stað. Svo sem Eyrarbakka. En um það hef ég alls engar áætl- anir. En eitt þori ég að fullyrða: Ég mun ekki skipta um stað til að vera kennari annars staðar. Það kemur ekki til mála. Ég hef heldur enga sérstaka löngun til að flytjast búferlum. Mér finnst hins vegar alveg nauðsynlegt að ferðast, og það geri ég alltaf við og við. Ég ætla að ferðast i vet- ur og og hef telcið mér frí frá störfum frá áramótum. Ég ætla að vera í útlöndum fram á sumar og ég býst við að þá verði ég ánægður yfir því að komast aft- ur heim til Eyrarbakka. ☆ MEÐ ÁSTARKVEÐJU... Frainh. af bls. 23. Það varð þögn, að undanskild- mu stunum hinna særðu. Bond só Kerim og Vavra koma aftur gegn- um skarðið í veggnum og ganga miili mannanna sem lágu á jörð- inni. Endrum og eins veltu þeir skrokkunum við með fætinum. Hin- ir sígaunarnir komu aftur utan af veginum og eldri konurnar komu í flýti út úr skuggunum til að hugsa um menn sína. Bond hristi sig. Hvernig hafði staðið á þessu öllu saman? Tíu eða tólf menn höfðu verið drepnir. Hvers vegna? Hvern voru þeir að reyna að ná í? Ekki hann, Bond. Þegar hann var fallinn og lá vel við höggi, höfðu þeir þotið fram- hjá honum og að Kerim. Þetta var raunar önnur tilraunin til að ná lífi Kerims. Stóð það eitthvað í sambandi við mál Romanovu? Hvernig gat það hangið saman? Bond kipptist við. Hann skaut tvisvar frá mjöðminni. Hnífurinn datt máttleysislega af baki Kerims. Veran, sem hafði risið upp meðal hinna dauðu, snerist hægt eins og ballettdansari og valt á grúfu. Bond stökk á hann. Hann hafði ekki mátt seinni vera. Tunglskinið hafði glampað af blaðinu og skot- stefnan var auð. Kerim leit nið- ur á líkamann, sem enn hreyfðist. Bond nam staðar. — Helvítis fíflið þitt, sagði hann reiðilega. — Hvers vegna gaztu ekki passað þig betur? Þú þarft að hafa barnfóstru! Reiði Bonds stafaði aðallega af því, að það var hann, sem hafði stofnað Kerim í þessa hættu. Darko Kerim brosti skömmustu- lega. — Nú er það orðið Ijótt, James. Þú ert búinn að bjarga lífi mínu of oft. Við hefðum getað orðið vinir, en nú er bilið á milli okkar orðið of breitt. Fyrirgefðu mér, því ég get aldrei borgað þér í sama. Hann rétti fram höndina. Bond ýtti henni frá sér. — Vertu ekki með þennan bjánaskap, Darko. — Byssan mín klikkaði ekki, það er allt og sumt. Það gerði þín. Það er sennilega betra fyrir þig að fá byssu, sem ekki klikkar. En í guðs almáttugs bænum segðu mér, hvernig stendur á þessu öllu sam- an. Það hefur verið of mikið blóð- bað hér í nótt. Ég er orðinn þreytt- ur á þessu. Ég vil fá eitthvað að drekka. Komdu, við skulum Ijúka við þetta raki. Hann tók í hand- legg stóra mannsins. Þegar þeir komu að borðinu, sem bar ennþá leifar kvöldmatarins, barst hræðilegt óp einhvers staðar utan úr garðinum. Bond greip til byssunnar. Kerim hristi höfuðið. — Við munum brátt fá að vita, hvern þeir andlitslausu voru að reyna að ná í, sagði hann fýlu- lega. — Vinir mínir eru að reyna að komast að því. Ég get svo sem getið mér þess til, hverju þeir munu komast að. Ég hugsa, að þeir muni 0Q — VIKAN 49. tbl. I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.