Vikan - 03.12.1964, Síða 62
Losið lokið
Berið áburðinn á
Berið með sólanum
Strjúkið yfir
CHERRY BLOSSOM PflOttWflX
Skóáburðurinn í hentugu umbúSunum, sem
skapar hreiniæti viS notkun.
Fljótlegt - Hreinlegt ■ Þægilegt
HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. - SÍMI 24120.
02 — VIKAN 49. tbl.
Þeir sátu og reyktu. Bond horfði út
á óþrifaleg strætin og hugsaði með
sér, að dauf götulýsing væri ör-
uggt merki um fátæka borg.
Það leið nokkur tími, áður en
Kerim tók til máls. Svo sagði hann:
— Slgauninn sagði, að við hefðum
báðir dauðavængina yfir okkur.
Hann sagði, að ég ætti að gæta
mín á syni snævarins og þú ættir
að gæta þín á þeim, sem tunglið
ætti. Hann hló rámum hlátri. —
Þeir eru alltaf með svona þvælu
á vörunum, en hann segir að Kril-
encu sé hvorugur þessarra manna.
Það er gott.
— Hvers vegna?
— Vegna þess, að ég ann mér
ekki svefns fyrr en ég hef drepið
þann mann. Ég veit ekki, hvort
það sem gerðizt í kvöld á nokkuð
sameiginlegt við þig og þitt starf.
Það skiptir heldur ekki máli. Af
einhverri ástæðu hefur verið lýst
stríði á hendur mér. Ef ég drep
ekki Krilencu, er hann öruggur með
að ná mér í þriðju tilraun, svo nú
erum við á leið til stefnumóts við
hann ( Samarra.
19. KAFLI.
MUNNUR MARILYN MONROE.
Bíllinn þaut eftir auðum strætun-
um, framhjá dimmum moskunum
með mjóu turnspírunum, sem
teygðu sig í áttina að tunglinu,
sem nú var á þriðja kvarteli, und-
ir rústir Aguaduct, yfir Ataturk
Boulevard og norðan megin við
læst hlið stór-Basarsins. Við Kon-
stantínusarsúluna beygði bíllinn til
hægri og ók gegnum þröng, krók-
ótt stræti, sem lyktuðu af óþverra,
og að lokum inn á ílangt, skraut-
legt torg, þar sem þrjár steinsúl-
ur gnæfðu eins og geimskip upp
í himininn.
— Hægt, sagði Kreim lágt. Þeir
óku yfir torgið undir skuggum
trjánna. Þeir laumuðust niður göt-
una við austurenda torgsins, og
vitinn neðan við Seraglio Palace
varpaði með reglulegu millibili Ijós-
um sínum til þeirra.
— Stanz!
Bíllinn nam staðar í myrkrinu
undir trjánum. Kerim teygði sig (
hurðarhúninn. — Við verðum ekki
lengi, James. Þú situr þarna fram
í ökumannssætinu og ef lögreglu-
maður kemur, þá segir þú bara:
Ben Bay Kerim'in ortagiyim. Lærð-
irðu það? Það þýðir: Ég er félagi
Kerim Bays. Þá láta þeir þig í
friði.
— Þakka þér kærlega fyrir,
hreytti Bond út úr sér. — En það
kemur þér kannske á óvart, — að
ég ætla með þér. Þú lendir í ein-
hverju bölvuðu klandri án mín. Og
andskotinn eigi það, að ég ætli að
sitja hér til þess að snúa á lög-
reglumenn. Það versta við að læra
eina setningu á ákveðnu tungumáli
er, að þá lítur út fyrir að maður
sé altalandi á þv(. Lögreglumaður-
inn myndi ráðast á mig með skot-
hríð á tyrknesku og þegar ég gat
ekki svarað, sér hann að eitthvað
er bogið við þetta. Það þýðir ekki