Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 62

Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 62
Losið lokið Berið áburðinn á Berið með sólanum Strjúkið yfir CHERRY BLOSSOM PflOttWflX Skóáburðurinn í hentugu umbúSunum, sem skapar hreiniæti viS notkun. Fljótlegt - Hreinlegt ■ Þægilegt HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. - SÍMI 24120. 02 — VIKAN 49. tbl. Þeir sátu og reyktu. Bond horfði út á óþrifaleg strætin og hugsaði með sér, að dauf götulýsing væri ör- uggt merki um fátæka borg. Það leið nokkur tími, áður en Kerim tók til máls. Svo sagði hann: — Slgauninn sagði, að við hefðum báðir dauðavængina yfir okkur. Hann sagði, að ég ætti að gæta mín á syni snævarins og þú ættir að gæta þín á þeim, sem tunglið ætti. Hann hló rámum hlátri. — Þeir eru alltaf með svona þvælu á vörunum, en hann segir að Kril- encu sé hvorugur þessarra manna. Það er gott. — Hvers vegna? — Vegna þess, að ég ann mér ekki svefns fyrr en ég hef drepið þann mann. Ég veit ekki, hvort það sem gerðizt í kvöld á nokkuð sameiginlegt við þig og þitt starf. Það skiptir heldur ekki máli. Af einhverri ástæðu hefur verið lýst stríði á hendur mér. Ef ég drep ekki Krilencu, er hann öruggur með að ná mér í þriðju tilraun, svo nú erum við á leið til stefnumóts við hann ( Samarra. 19. KAFLI. MUNNUR MARILYN MONROE. Bíllinn þaut eftir auðum strætun- um, framhjá dimmum moskunum með mjóu turnspírunum, sem teygðu sig í áttina að tunglinu, sem nú var á þriðja kvarteli, und- ir rústir Aguaduct, yfir Ataturk Boulevard og norðan megin við læst hlið stór-Basarsins. Við Kon- stantínusarsúluna beygði bíllinn til hægri og ók gegnum þröng, krók- ótt stræti, sem lyktuðu af óþverra, og að lokum inn á ílangt, skraut- legt torg, þar sem þrjár steinsúl- ur gnæfðu eins og geimskip upp í himininn. — Hægt, sagði Kreim lágt. Þeir óku yfir torgið undir skuggum trjánna. Þeir laumuðust niður göt- una við austurenda torgsins, og vitinn neðan við Seraglio Palace varpaði með reglulegu millibili Ijós- um sínum til þeirra. — Stanz! Bíllinn nam staðar í myrkrinu undir trjánum. Kerim teygði sig ( hurðarhúninn. — Við verðum ekki lengi, James. Þú situr þarna fram í ökumannssætinu og ef lögreglu- maður kemur, þá segir þú bara: Ben Bay Kerim'in ortagiyim. Lærð- irðu það? Það þýðir: Ég er félagi Kerim Bays. Þá láta þeir þig í friði. — Þakka þér kærlega fyrir, hreytti Bond út úr sér. — En það kemur þér kannske á óvart, — að ég ætla með þér. Þú lendir í ein- hverju bölvuðu klandri án mín. Og andskotinn eigi það, að ég ætli að sitja hér til þess að snúa á lög- reglumenn. Það versta við að læra eina setningu á ákveðnu tungumáli er, að þá lítur út fyrir að maður sé altalandi á þv(. Lögreglumaður- inn myndi ráðast á mig með skot- hríð á tyrknesku og þegar ég gat ekki svarað, sér hann að eitthvað er bogið við þetta. Það þýðir ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.