Vikan


Vikan - 03.12.1964, Síða 68

Vikan - 03.12.1964, Síða 68
\ð er sterkur leikur!! luisbóndavaldi á Laugarvatni, e.f svo rnætti segja. Skóla- og sýslu- nefnd Árnessýslu hafa ekki leng- ur þau völd sem hingað til. Rikið hefur tekið við ráðsmennsku og nú heyrir staðurinn undir menntamálaráðlierra. Ég fagna þessari breytingu og vona að hún verði til þess að ýtt verði af stað einhverjum þeim framkvæmdum, sem ég benti á í fyrrnefndri grein í fyrra að þyrftu að koma á Laugarvatni. Ég treysti þvi að menntamála- ráðherra skilji það og meti, hvert gildi Laugarvatn hefur sem ifeirðamannastaður og þá fyrst og fremst hvíldar- og dvalar- staður. Þegar þróunin hefur staðið i stað og staðurinn hjakk- að í sama farinu að þessu leyti í áraraðir, þá ber að vona að nýir siðir komi með nýjum herr- um. Að vori á að fara fram á Laugarvatni landsmót ungmenna- félaganna. Það hefur að undan- förnu verið bezt sikipulagða iþróttamót, sem hér er lialdið og mætti íþróttaforustan i Reykja- vík nokkuð af j)vi læra. En nú vantar margt á Laugarvatni til þess að þetta mót geti haft þann glæsihrag, sem sæmir á svo f'öfer- um stað. Það vanfar til dæmis gersamlega útisundlaug, helzt 50 metra langa. Ilofur í þvi sam- bandi verið talað um freniur hvimleiða bráðabirgðalausn, en nú hefur mér skilizt, að skóla- og sýslunefnd hafi látið af hendi ra-kna 200 þúsund krónur til þessa mannvirkis. Sjálfsagt verð- ur ekki unnt að hyggja þá sund- laug í vor, sem æskileg þykir fyrir framtíðina, en fyrst það er nú orðin nauðsyn að þetta mann- virki komi, þá væri ekki úr vegi að fara að skipuleggja staðinn með tilliti til slikra móta og ferðamannaaðstöðu yfirleitt. Það tjóir ekki að rjúka i að byggja sundlaug, sem ekki samræmist því skipulagi, sem gert yrði innan iskamms. -Mér er sagt, að ein- hversstaðar sé skólprennsli frá skólanum í vatnið og það gæti af þeim sökum ekki talizt heilsu- samlegt, jafnvel ekki uppi við ströndina hjá hvernum. Það er ósvinna, að slikt eigi sér stað; það verður að halda vatninu hreinu, þar þarf að koma falleg- ur, hvítur sandur á ströndina og það þarf að hreinsa botninn eitt- hvað út frá strolndinni. Það þarf að koma nýtt gufubað og að- staða fyrir léttar iþróttaiðkanir svo sem badminton eða golf. Það er hreyfing á ferðinni um þetta mál og margir áhugamenn, sem vonast til þess að Laugar- vatn rísi úr öskustónni. Það er á döfinni að stofna félag áhuga- manna um uppbyggingu Laugar- vatns sem ferðamannastaðar; valdalaust og fjármunasnautt félag, sem mun reyna að verða málinu að liði eftir því sem orðið getur. GS. FTRIR DREHGI NYLON SKYRTUR hvítar og mislitar BINDI SLAUFUR Danskar terylene- buxur allar stærðir peysur sokkar nærföt náttföt húfur allskonar ítalskir hattar hanzkar belti frakkar treflar kuldaskór kuldaúlpur tejsir l.f. Fatadeildin gg — VIKAN 49. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.