Vikan


Vikan - 22.12.1964, Side 6

Vikan - 22.12.1964, Side 6
AVALLT UNG ^AN^ASIIR „junvenill mask" ÚTSÖLUSTAÐIR. — REYKJ AVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Oríon, Holts-Apótek, TJarnar- hárgreiðslustotan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó. Jóhannessonar. » HVE GOTT OG FAGURT . . . Kæra Vika! Nú vil ég biðja þig að segja mér álit þitt á vandamáli, sem heldur fyrir mér vöku. Ég er núna 28 ára gömul og vinn úti. Fyrir sjö árum kynntist ég ung- um manni og við trúlofuðumst. Hann hafði og hefur enn mjög sérstakar skoðanir á hlutunum, líka á hjónavígslunni. Þegar við vorum búin að vera þrjú ár trúlofuð, þá fluttist ég alveg til hans og við höfum búið saman síðan. Hann gerir óskaplegt grín að öllu þessu, sem hann kallar „borgaralegar venjur“, eins og til dæmis því að fara til prests til að láta gifta sig. En fólkið mitt og kunningjarnir láta mig ekki í friði og eru sífellt að spyrja mig að því, hvort við ætl- um ekki að fara að drífa í því að gifta okkur. Ég segi bara, „Jú, ætli það ekki,“ en svo ságði ég einu sinni við hann eins eðli- lega og ég gat: „Heyrðu, það er alltaf verið að spyrja mig að því, hvort við ætlum ekki að fara að gifta okkur. Það er engu lík- ara en fólk sé farið að halda, að þú viljir mig ekki fyrir konu, fyrst við erum búin að búa sam- an í fimm ár svona. Við ættum nú kannski að herða á þessu, eða hvað finnst þér? Þá sagði hann: „Blessuð hlustaðu ekki á þetta pakk. Hvað eigum við að gera með að gifta okkur? Erum við ekki fullþroskaðar manneskjur? Er þér ekki nóg að ég elska þig? Hverju mundi þetta giftingar- vottorð breyta?“ Og nú er ég uggandi og dá- lítið óróleg. Hefur þetta vottorð þrátt fyrir allt ekki eitthvað að segja? Getur það ekki verið, að hann sé innst inni hræddur við að binda sig og vilji halda leið- inni opinni að geta sagt bless á fyrirhafnarlítinn hátt, þegar hon- um þóknast? Svarið mér fljótt. Jósefína. --------Smeykur er ég um, að þú hafir rétt fyrir þér. Þó hon- um finnist hjónavígslan og gift- ingarvottorðið gamaldags, þá hefur það ákveðna þýðingu — sérstaklega fyrir konuna. Tregða til að giftast er talin karlmann- legt fyrirbrigði eins og vilji kon- unnar til að koma sambandinu á hjónabandsgrundvöll er talinn kvenlegt einkenni. Oft er sagt, DÖMUKÁPUR - VIÐURKENND G/EÐAVARA Tízkuvepzlunin Héla Skólavörðustíg 15 — Sími 21755. ma 6 - VIKAN 52. tbl. LANCASTER maski í túbum, dugar í 30 skipti. Maskinn styrkir þreytta og veika vöðva og eyðir hrukkum og dróttum. Þegar, eftir fyrstu notkun, finnst yður þér hafa yngst upp, næstum endurfæðst. Auðvelt að bera ó og enn auðveldara að þvo burt með vatni. að „hún hafi náð í karlmann" og að „hann hafi látið ánetjast“. Ein sálfræðileg kenning segir, að hafi samband drengs við móður sína verið mjög náið og síðan slitið á sársaukafullan hátt, þá myndist sálræn mótstaða gegn því að bindast nánum böndum aftur. Kannski er því þannig far- ið með þennan mann. En ef hann af einlægni ætlar sér að þola með þér sætt og súrt ævina út, þá ætti hann að gera þér þann greiða að ganga með til prests eða borgarfógetans, fyrst þér er það mikils virði. KOMIN í KLÍPU. Kæra Vika! Nú verður þú að bjarga mér, Póstur, því þetta er allt saman VIKUNNI að kenna. Ég tók upp á því fyrir þrem — fjórum árum, að skrifast á við karlmann í Englandi, en Vik- an birti nafn hans og heimilis- fang í einhveirjum pennavina- þætti. Við höfum skrifazt á all- an þennan tíma, jafnvel þótt ég hafi komizt að því fljótlega að maðurinn var rúmlega fimmtug- ur, en ég aðeins 23 ára. Bréfin okkar hafa alltaf orðið innilegri og innilegri. Frá minni hálfu hef- ur það bara verið vegna þess að mér þótti öruggt að segja manni einhversstaðar í Englandi ýmis- legt, sem ég hefi ekki sagt öðr- um. Það kitlaði dálítið og ég hafði gaman að því. Ekkert ann- að. Stundum hef ég líka ýkt dá- lítið... töluvert, kannske, og sagt honum sögur af mér og sam- bandi mínu við karlmenn hér heima, sem alls ekki eru sannar. En nú dettur karlfauskinum allt í einu í hug að koma hingað til að heimsækja mig, og eftir því sem ég bezt fæ séð, hefur hann fullan hug á að giftast mér. Allavega heldur hann að ég sé það léttlynd að mér verði eng- in skotaskuld að hafa hann í rúminu hjá mér á meðan hann stendur við. Auðvitað vil ég ekki sjá karl- inn né heyra hér heima, en hvernig á ég þá að snúa mér í málinu? Siðprúð. --------Þetta var þér rétt mátu- legt fyrir að vera að æsa full- orðinn mann svona upp. Réttast væri að dæma þig til að liafa

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.