Vikan - 22.12.1964, Síða 15
y-:<:y (
|§®
. :::
: ::::
.
íhsííííi
Ég lield afi mér sé næstum ó-
hætt að segja að PEYSURNAR megi
vera hvernig sem er. Sú, sem er
einna mest áberandi, er „strokk-
laga“ peysa. Er hún öll prjónuð
eins og fit á peysu, ]). e. nolckrar
brugðnar og nokkrar sléttar lykkj-
ur. Virðast ermarnar oft settar i
hálf kæruleysislega og mælti segja
mér að prjónakonunum á Islandi
jaætti iiið mesta „ósnið“ á ])eim.
Þessi peysa er yfirleitt aðeins fram-
leidd í einni stærð og á svo að
teygjast eftir líkamanum. Afleið-
ingin er sú að hún fer ekki vel
nema mjög grönnum manneskjum.
Þessi peysa er yfirleitt einlit, sé
hún í fleiri litum er hún með
reglulegum röndum á lang- eða
þverveginn. Og einu má ekki
gleyma — hún á að vera innan-
undir pilsinu ef vel á að vera.
Önnur gerð af peysum, sem vert
er að minnast á, er laust prjónuð
útprjónuð mohairpeysa. Er hún
mjög hlýleg en í senn sparileg.
PILSIN eru tvenns konar, eftir
því hvort þau tilheyra peysu eða
jakka, þ. e. eru helmingur af kjól
eða dragt. Sé pilsið helmingur af
tvískiptum kjól er það yfirleitt
heldur fínt og í engu frábrugðnð
þeim pilsum, sem verið hafa undan-
farin ár. Sniðið er yfirleitt beint,
stundum er pilsið þó dálitið út-
sniðið að neðan.
DRAGTIRNAR eru þær prjóna-
flíkur, sem mér finnst hvað
skemmtilegastar. Sniðið er yfir-
leitt ekki mikið frábrugðið venju-
legum taudrögtum, en áferðin miklu
skemmtilegri. Dragtin er prjónuð
úr mjöt7 (jrófu garni, gjarnan
sprengdu garni, eða þá að tveim-
ur eða fleiri litum af fínu garni
hefur verið undið saman. Prjón-
aða dragtin býður upp á mikla
möguleika varðandi skraut, t.d.
heklaðan einlitan kant neðan á
pilsinu, á kraganum eða vösunum
(ef um slíkt er að ræða) o. s. frv.
Sömuleiðis er hægt að útbúa
skemmtilega prjónaða hnappa,
hneslur o. fl. Er Chanelsniðið alveg
ákjósanlegt fyrir prjónuðu dragtina
(þ. e. það snið sem tízkufrömuðurinn Chanel hcfur kom-
ið með ár eftir ár, með aðeins smávægilegum breytingum).
Um KÁPURNAR skiptir að miklu leyti sama máli og
um dragtirnar. Ivápan er prjónuð úr grófu garni nema
ef um kvöldkápu er að ræða, þá er garnið fínna og gisið
mynztur. Til þess að gera prjónuðu kápuna hlýlegri, er
oft settur á liana skinnkragi, skinnkantar framan á erm-
arnar eða neðan á faldinn. Skinnkantar og skinnkragar
eru nefnilega hátizkan í ár — ég lield að mér sé óhætt
að segja að á tveimur af hverjum þremur kápum sé eitt-
hvað úr skinni.
VETTLINGARNIR OG TREFLARNIR eru ósköp svipaðir
því sem verið liefur undanfarin ár. Treflarnir eru stórir,
gjarnan röndóttir og þá i sterkum litum. Ef vettlingarnir
eru háir eru þeir mynztraðir upp eftir handleggnum —
og fyrir þær, sem ætla að prjóna sér háa ullarsokka, þá
er alveg upplagt að prjóna vettlinga með sama mynztri.
Og þá er komið að toppnum — liöfuðfatinu. Höfuð-
fötin sem Parisardömurnar bera í ár eru: LOPAHÚFA
OG HÁRNET. Lopahúfan (efnið er að vísu ekki beinlinis
lopi, en áferðin næstum hin sama) er hekluð og er lagið
Framhald á bls. 31.
VIKAN 52. tbl. —