Vikan - 22.12.1964, Qupperneq 24
JRMES BUD
Stúlkan kipptist til í svefninum.
Bond smeygði sér varlega undan
höfði hennar, reis upp og laumað-
ist út.
Þessi iárnbrautarstöð var tákn-
ræn fyrir Balkanskaga. Stór stein-
kumbaldi, rykugur pallur ekki upp-
hækkaður, heldur jafn jörðinni svo
það var hátt niður úr vögnunum
niður á hann, nokkrar hænur,
skammt frá pallinum og nokkrir
skuggalegir, opinberir embættis-
menn, órakaðir, og reyndu ekki
Fromhalds-
sagan
Eftir
lan
Fiemiag
14. hluli
Bond dró niSur gluggann og leit í
siSasta skipti á tyrknesku landa-
mærin, þar sem tveir menn sátu í
auSu herbergi, undir því sem jaSr-
aSi viS dauSadóm. Tveimur fugl-
unum færra, hugsaSi hann. Tveim-
ur af þremur. Hlutföllin voru orSin
hagstæSari.
Bond hallaði sér aftur á bak og
slappaði af. Þegar allt kom til alls,
var til einfalt, skynsamlegt svar
við spurningum hans. Ef þeim tæk-
ist að losna við þessa þrjá MGB
menn, myndu þau halda áfram í
lestinni samkvæmt fyrirfram ákveð-
inni skipulagningu. Ef ekki, myndi
Bond fara með stúlkuna og vélina
úr lestinni einhversstaðar í Grikk-
landi og fara aðra leið heim. En
ef ekki mælti því meira á móti því,
langaði Bond mest til þess að halda
áfram. Hann og Kerim höfðu ýmiss
ráð. Kerim átti mann í Belgrad,
sem myndi koma til móts við lest-
ina, og svo voru það sendiráðin.
Bond lét hugann reika. Lagði
saman það sem mælti með því að
halda áfram, ýtti því svo frá sér,
sem mælti á móti því. í hugskoti
sínu viðurkenndi hann rólegur með
sjálfum sér, að hann hafði brjál-
æðislega löngun til að leika leik-
inn til enda og komast að því
hvernig hann átti að verða. Hann
vildi mæta óvinum sínum og leysa
leyndarmálið og ef þetta væri ein-
hverskonar samsæri, þá að sigrast
á því. M hafði gert hann ábyrgan.
Hann hafði vélina og stúlkuna und-
ir sínum höndum. Hvað var að ótt-
ast? Væri það ekki brjálæði að
hlaupa burt til að forðast eina
gildru, og ef til vill til þess eins
að falla í aðra.
Það kvein í eimpípunni og lest-
in minnkaði hraðann.
Nú var komið að fyrstu lotu. Ef
Kerim misheppnaðist. . . Ef menn-
irnir þrír yrðu kyrrir í lestinni . . .
Þau fóru framhjá nokkruni tóm-
um og kyrrstæðum flutningavögn-
um. Austurlandahraðlestin skipti
um spor og beygði út af að :11ín-
unni. Hún rann upp að rc ' n
palli. Einhversstaðar galaði I
Lestin fór nú með gönguhrao : < i
smám saman nam hýn s; ':. .
einu sinni að vera mikilvægir á
svipinn.
Hinum megin við járnbrautarpall-
inn voru lokaðar dyr og yfir þeim
var skilti, sem á stóð POLIS. Gegn-
um óhreinan glugga við hliðina á
dvrunum hélt Bond, að hanrv hefði
séð Kerim bregða fyrir.
— Passeports. Douanes!
Maður í venjulegum borgaraleg-
um fötum og tveir lögreglumenn í
dökkgrænum einkennisbúningum
með skammbyssuhulstur við svört
beltin, komu inn í vaaninn. Lestar-
vörðurinn kom á undan þeim og
kvaddi dyra. Við dyr nr. 12 hélt
lestarvörðurinn stutta ræðu á tyrkn-
esku, og hélt fyrir framan sig stafl-
anum af farmiðunum og vegabréf-
unum og renndi í gegnum þau eins
og hann væri að stokka spil. Þegar
hann hafði lokið ræðu sinni, benti
óeinkennisklæddi maðurinn lög-
reglumönnunum tveimur að koma
nær, drap létt á dyr og þegar þær
opnuðust, gekk hann inn fyrir. Lög-
reglumennirnir tóku sér stöðu fyrir
aftan hann. Bond laumaðist Inn I
ganginn. Hann heyrði talað á lélegri
24
VIKAN 52. tbt.