Vikan


Vikan - 22.12.1964, Side 26

Vikan - 22.12.1964, Side 26
Hvað er afskekt? Það er eins og annað, að það fer eftir því, við hvað er miðað, því hug- takið er afstætt. Maður sem býr í Reykjavík, getur í rauninni verið mjög afskektur, eins fjarlægur öðru fólki og hann byggi í innstu af- dölum. Sumir kalla jafnvel þá staði afskekta, sem eru fjarri sjó. Möðrudalur á Fjöllum hefur verið talinn sá bær, sem fjærst væri frá sjó allra byggða bóla á Islandi. Samt er skemmra þaðan í kaup- stað en sumstaðar annarsstaðar. Víðidalur á Fjöllum er viðlíka langt frá sjó, en þessir bæir eru tæpast verulega afskektir,- þjóðvegurinn til Ausutrlands er þar alveg hjá garði. Aðalból í Firafnkelsdal telst að flestra dómi firna afskekt býli og þangað koma fáir, nema þeir sem eiga þangað erindi. Loftlínan það- an í Berufjörð er um 60 km, en 90 km í Héraðsflóa. Kalmanstunga í Hvítársíðu er með þeim bæjum, sem lengst eru frá sjó í vesturhluta landsins. Þaðan virðast 48 km beint í Borgarfjörð og einum km skemmri vegalengd í Hvalfjörð. Efstu bæir í Arnessýlu, Brattholt í Biskups- tungum og Jaðar og Tungufell í Hrunamannahreppi eru um 60 km frá botni Hvalfjarðar, en frá Bratt- holti er að minnsta kosti 5 km lengra í Eyrarbakkabugt Frá innstu bæjum í Skagafirði eru nærri 55 km hvort heldur er í Eyjafjarðar- botn eða Skagafjörð og frá Svart- árkoti í Bárðardal eru 55 km í Eyjafjörð og 75 km beina línu út á Skjá'fanda og rúmir 90 km í næsta kaupstað. Allmiklu innar með Skjálfandafl jóti, á svonefndum Framdölum, var byggð þegar á söguöld og hélzt hún langt fram eftir öldum. Þar fannst á þeim bæ er Sandmúii hét, merkilegur silfur- munafundur ekki alls fyrir löngu og segir frá því í bókinni ,,Kuml og haugfé í heiðnum sið á Islandi". Þangað er tveggja og hálfs tíma ferð á hestum frá Svartárkoti. Það eru 50 km frá vegamótun- um við Fosshól hjá Goðafossi og allar götur fram að Svartárkoti, bein leið og greiðfarin. Bárðardal- urinn verður tilbreytingarlaus hvern kílómetratuginn af öðrum þar til komið er inn fyrir Lundarbrekku. Þá fer vegurinn að liggja upp úr dalnum; hann skásneiðist upp á heiðina og það verður fljótlega öræfalegt um að litast, víðirunnar og vallendi eða þurrt heiðlendi. Þegar ég sá bæ í heiðinni alllangt frá byggðinni í Bárðardalnum, þá hugði ég það vera Svartárkot, en svo var ekki. Þetta var Víðiker og þaðan eru níu km yfir bungu- laga heiði unz komið er að Svart- árkoti. Yfir heiðina hafði nýlega verið mokað upp vegi og hann var eins og moldargarður — mökkur- inn undan bílnum stóð hátt til lofts í þurrkinum. Þegar þangað er kom- ið, verður víðsýni mikið fyrir aug- um og maður er í rauninni kom- inn upp á regin öræfi. Fjallahring- urinn er óravíður og langt í suðri er lítið vatn og Ijósgrænn blettur. Þar er Svartárkot. Það var forvitni sem rak mig á þennan stað að sjá hvernig það líf væri, sem þar er lifað. Heiða- býlin eru nú orðin fá eftir. Það hljómar einkennilega, en svo virð- ist sem afskektin hafi jafnvel skipt minna máli, þegar samgöngur voru ekki til orðnar eftir nútímaskilningi. Það eru til öruggar heimildir um heiðabýli, sem héldust í byggð fram á þessa öld. Þar má til dæmis nefna byggðina á Jökuldalsheiðinni fyrir austan, Þórarinsstaði á Hruna- mannaafrétti og svo eru það bæirn- ir á Hólsfjöllum, sem enn eru í byggð. Bærinn stendur tæpast á bakka Svartárvatns. Túnið virtist mér mjög lítið, en bænum er snoturlega og vel við haldið. Það er járnvarið timburhús, byggt 1934 og partur af því upphaflega sumarbústaður fráar einnar í Reykjavík, sem þá átti jörðina. Þegar komið er að bænum, verður vatnið þýðingar- mikill hluti af útsýninu en fjalla- hringurinn er víður og fagur. í norð- uastri eru Mývatnssveitarf jöllin, Sellandafjall og Bláfjall, þá Hvann- fjöll og Eggert og síðan ber Kollóttu- dyngju í Herðubreið. Þar fyrir sunn- an sér austur um Ódáðahraun, einhverjar feikna vegaléngdir en síðan taka við Bræðrafell með ein- kennilegum dröngum og Dyngju- fjallabungan. Hún sýnist hreint ekki langt þarna fyrir sunnan, enda blasti gosið í Öskiu við frá Svart- árkoti. I góðu skyggni má greina tind Snæfells í austri. Vestar sést Bárðarbunga á Vatnajökli, Trölla- dyngja og Tungufellsjökull. En al- veg á næsta leiti, rétt sunnan við túnið er dökk rönd: nyrzta brún Ódáðahrauns. Talið er að fyrst hafi verið byggð- ur bær í Svartárkoti 1670. Þá var bærinn sunnan með vatninu, en síðar var hann færður vegna sand- foks. Síðan hefur verið byggð þar sleitulítið enda þótt búskaparskil- yrðin sýnist vera ólíkt betri víða annarsstqðar. Veturinn leggst snemma að í Svartárkoti. Það má eiga von á honum upp úr miðjum september; þá getur farið að frjósa og jafn- vel gert hríðardaga. Annars er ekki snjóþungt að heitið geti, nema á heiðinni fyrir norðan. En þegar sunnar kemur og nálgast Ódáða- hraun, þá er eins og snjórinn minnki. Það er eins nærri því að vera meginlandsloftslag þar og nokkursstaðar getur orðið hér á landi. A vetrum getur frostið farið upp undir 30 stig og það getur orðið 30 stiga hiti á sumrum. Það eru ólíkar árstíðir í Svartárkoti. Veturinn er langur og viðburða- snauður. Sumarið hinsvegar stutt og tilbreytingaríkt. Það gerir ferða- mannastraumurinn. Nú fer fjöldi fóiks í öræfaferðir árlega, jafnvel ir.n um a!lt Ódáðahraun. Þá ligg- ur l-iðin um hlcðið í Svartárkoti. Það líður varla sá dagur yfir há- sumarið, að ekki komi gestir. Ég sá, að það voru tveir jeppar í hlaði, en engan mann var að sjá og svo virtist sem allir væru í fasta- svefni um miðjan dag. Það reynd- ist líka rétt. Heimilisfólkið hafði burgðið sér á eigin spýtur suður um Ódáðahraun; ekið á jeppunum suður fyrir Dyngjufjöll, þaðan sem leið liggur eftir vegleysunni til Herðubreiðar og síðan hafði fóikið ráðizt þar til uppgöngu. Nú er Herðubreið með hæstu fjöllum og brött eftir því, svo það var tals- vert mikið færzt í fang. Og löng og erfið leið heim til baka. Það hafði tekið langt framá nóttina og fólkið var í þann veginn að nuddá stírurnar úr augunum, þegar ég barði að dyrum. I Svartárkoti býr Hörður Tryggva- son frá Víðikeri og kona hans, Guðrún Benediktsdóttir frá Stórási, heiðarbýli á milli Mývatnssveitar og Bárðardals, sem nú er komið í eyði. Þau eru bæði alin upp við öræfastemninguna og víðsýnið ofan við dalskorningana og kunna þess vegna vel við sig í Svartárkoti. Þau bjuggu fyrst í Víðikeri, en fluttu uppeftir 1946. Þá áttu jörðina Reyk- víkingar tveir, Árni Björnsson, gull- smiður og Páll Einarsson í Stilli, en tíu árum síðar keypti Hörður Svart- árkot af þeim. Heima við voru tvö af börnum þeirra, Tryggvi, hraust- legur eins og Tarzan, 25 ára, og Steinunn, heimasætan á bænum, 19 ára. Hún er nú í húsmæðraskólan- um á Blönduósi, en Tryggvi er heima. Hann er vanur að bregða sér á vertíð til Vestmannaeyja upp úr áramótunum og þá fer að verða fámennt í Svartárkoti. Þá eru þau hjónin eftir og bróðir húsfreyjunnar, sem er þar til heimilis. Mér skildist að megin forsendurn- ar fyrir byggð á þessum öræfa- slóðum væri veiðin í vatninu. Ég spurði Hörð að því, hvort hann teldi byggilegt þar án veiðinnar og hann kvaðst vera í miklum vafa með það. Á árunum 1871 — 1895 bjó í Svartárkoti afi Péturs í Reyni- hlíð, Einar Friðriksson. Hann flutti með sér hrogn úr Mývatnssilungi og setti í vatnið. Þá upphófst sú veiði, sem síðan hefur haldizt og nú gef- ur allgóðar tekjur, sé hún stunduð. Það er einkum bleikja, sem þar veiðist; hún hefur veiðzt stærst átta pund en urriðinn tíu pund. Að und- anförnu hefur gengið eitthvað treg- lega að selja aflann. Sú var tíðin, að SÍS flutti hann út, en nú hefur því verið hætt. Verulegur hluti þess sem veiðist er reykt á sama hátt og þeir gera í Mývatnssveit og nefnist saltreið. Þegar vatnið leggur — og það er undir ís marga mánuði á ári hverju — þá eru brotnar vakir á ísinn og netin lögð undir hann. Til þess að koma línunni undir ísinn eru brotnar nokkrar vakir í beinni stefnu, rekin stöng þar undir og línan dregin með henni. En algeng- ara er það, sem kallað er að fara á dorg. Sú veiði er undirbúin með Framhald á bls. 39. VIKAN GLEÐILEG JÓL! A næsfa bæ við Ódáða- hraun O Útsýni til suðurs af heiðinni sunnan Bárðardals. Örin lengst til vinstri bendir á Dyngjufjöll. Örin í miðju bendir á Svartárkot við enda vatnsins, síðan sést í Bárðarbungu á Vatnajökli ef skyggni er gott, en örin lengst til hægri bendir á Trölla- dyngju, suður með Skjálfandafljóti. Heimsókn að Svapfárkofi I Bárðar- dal, heiðarbýli I rðnd Ódáðahrauns EFTIR GlSLA SIGURÐSSON Svartárkot í Bárðardal. Bærinn stend- ur á bakka Svartárvatns. Heimilis- rafstöðin er nær á myndinni. Hörður bóndi Tryggvason stendur við heyfyrningar á túninu. ý 20 — VIKAN 52. tw.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.