Vikan - 22.12.1964, Page 30
Leynilögregluspasjarinn Sher-
lock Holmes er nú heldur bet-
ur orðinn gamaldags sögu-
hetja, með stækkunarglerið
sitt í hendinni og bogna píp-
una í munninum, ekki sízt nú,
þegar fundizt hefur öruggasti
spæjari allra tíma, sem er
svo nókvæmur að hann get-
ur skoðað og lýst efnismagni,
sem er þúsund sinnum
smærra en nokkur annar
spæjari ræður við. Þetta er í
rauninni tæki, sem notar
kjarnorku og geislavirkni til
að skoða sönnunargögnin, og
getur þannig leitt í Ijós, hvort
grunaður maður sé saklaus
eða sekur. Niðurstöður,
fengnar með tæki þessu, eru
Ú Hér eru púðuragnirnar gerð-
ar geislavirkar, áður en þær
eru rannsakaðar til að greina
uppruna þeirra.
nú teknar gildar hjá banda-
rískum dómstólum.
Þessi nýja tækni er köiluð
„neutron activation analysis",
skammstafað NAA, og með
henni er hægt að ákveða
gerð efniseiningar, sem er að-
eins einn tíu billjónasti úr
grammi, eða þekkja eina te-
skeið af eitri, sem blandað
hefur verið saman við þús-
undir lítra vatns. Með því
má finna og skoða örlitlar
púðuragnir úr byssu, skoða
eitt mannshár, eða hve litla
ögn sem er, af næstum hvaða
efni sem er. En aðferðin er
í aðalatriðum sú, að efnið
er gert geislavirkt, og geisl-
unin siðan skoðuð í sérstök-
um tækjum, en þá kemur
gerð og tegund efnisagnar-
innar í Ijós.
Ú Sérstöku efni er roðið á
höndina, en við það festast
púðuragnirnar — ef til eru.
SÍÐAN
SÍÐAST
Ú Ef maður cr grunaður um að
ha.fa skotið úr hyssu, má kom-
ast að raun um ]>að mej. því
að ná örlitlum púðurögnum af
hendinni á honum, og skoða
þær með NAA-aðferðinni. Þá
kemur í Ijós, hvort hann hef-
ur skotið úr byssunni, hvaða
byssu hann hefur notað, hvenær
hann skaut úr henni og jafn-
vel hvaða gerð skotfæra hafi
verið í byssunni.
I háskóla einum í Bandaríkjunum hefur verið fundin upp aðferð til
að framkvæma uppskurði á mönnum, í fullu trausti þess að engar
skaðlegar bakteríur eða gerlar komizt að skurðstaðnum.
Til þess er notað nokkurskonar tjald úr glæru plasti, og fest við
sjúklinginn þar sem skurðurinn á að vera. Læknarnir eru fyrir utan
tjaldið, og framkvæma aðgerðina í gegnum það.
Þessi aðferð er talin vera mikil framför í læknavísindum, ekki sízt
þegar græða þarf ný líffæri við sjúklinginn, eins og t.d. nýru. Sömu-
leiðis þar sem um smitnæma sjúkdóma er að ræða, og við aðstæður
þar sem erfitt er að framkvæma nauðsynlega sótthreinsun eða við-
hafa fullkomið hreinlæti.
Síðastliðið sumar fór íslenzka bítlahljómsveitin SOLÓ til Noregs og ferð-
aðist um í Suður-Noregi við miklar vinsældir ungdómsins þar.
Það skeði í Risör, þar sem þeir höfðu verið ráðnir til að leika tvo laugar-
daga í röð, að þegar þeir komu þangað í síðara sinniö, urðu unglingarnir
þar liálf óðir af hrifningu, og áður en íslenzku piltarnir gátu áttað sig,
höfðu stúlkurnar í salnum dregið þá niður af leiksviðinu og hrúguðust í
kringum þá með ópum og óhljóðum. Þeim tókst ekki að losna frá stúlk-
unum fyrr en lögreglan hafði skorizt i leikinn og bjargað þeim aftur upp
á pallinn svo þeir gætu haldið áfram að leika á hljóðfæri sin.
Vinsældir drengjanna spurðust um suðurhluta landsins, og þeir voru alls
staðar umkringdir ungu áhugafólki og aðdáendum. í bænum Adalsbruk,
þar sem flestar beztu hljómsveitir Norðurlanda hafa leikið, settu íslenzku
piltarnir met í vinsældum og léku þar fyrir troðfullu húsi.
Norska ríkisútvarpið fékk þá til að leika inn á segulband, og var því síðan
útvarpað nokkrum dögum síðar. Er vafalaust óhætt að fullyrða, að íslenzk
hljómsveit hafi vart áður orðið svona geysivinsæl í Noregi, og að piltarnir
hafi orðið landinu til sóma.
■