Vikan


Vikan - 22.12.1964, Síða 37

Vikan - 22.12.1964, Síða 37
tíma kann að hafa komið til eyj- anna og gerzt þar yfirstétt. Að minnsta kosti eru pólýnesískir að- alsmenn yfirleitt heldur Ijósari yfir- litum en þegnar þeirra. Margt fleira gerðu Pólýnesar til að punta upp á útlit sitt, til dæmis tattóver- uðu margir þeirra sig frá hvirfli til ilja, einkum Maóríar á Nýja Sjálandi. Þeir höfðu og hreinlæti í miklum hávegum; þannig segir Cook um þá innfæddu á Tahiti, að þeir baði sig þrisvar á dag í renn- andi vatni. Auk líkamlegrar fegurðar höfðu Pólýnesar mikla kyngetu í hinum mestu hávegum. „Ef ungur maður hélt sig frá kvenfólki áður en til hjónabands kom, naut hann lítilla vinsælda hjá ungu stúlkunum," er haft eftir manni, kunnugum á Tonga. ,,En ef ungur maður hafði orð á sér fyrir að hafa víðtæka kynferðisreynslu að baki, naut hann almannavirðingar, sérstaklega hjá ungum, ógiftum konum." Pólý- nesarnir höfðu enga trú á þeirri fáránlegu hugmynd, sem er algeng á Vesturlöndum, að allt gangi af sjálfu sér ef maður bera fylgi „eðlisávísun" sinni. Líkt og margar hámenningarþjóðir, svo sem Kín- verjar og Indverjar, litu þeir svo á, að ástin eða réttara sagt ástar- leikurinn væri list, sem nauðsyn væri að læra sem hverja aðra. A Vesturlöndum klæða konur sig ekki sízt með það fyrir augum að draga að sér athygli karlmanna, enda býður hin síbreytilega tízka upp á mörg tækifæri í þeim efn- um. í Pólýnes'u höfðu fötin miklu minna að segja, því þar gengu fiestar konur eins klæddar. Hins vegar voru og eru veiðibrellur pólýncsískra karlmanna hreint ekki ólíkar hinum vestrænu. „Sjá, hve smávægileg brögð duga til að ná konu á sitt va!d," sagði Maí höfð- ingi á eynni Borabora við vini sína. „Komdu með djarflega uppá- stungu og segðu nokkrar fyndnar setningar. Vektu hana og tældu hana út að næturlagi . . . En líka eru til fleiri brögð: Vel steiktur fiskur vafinn innan í blað .... brauðaldin, fleskstykki eða kókos- hneta." Manni dettur í hug slagari Sigurðar Þórarinssonar: „Eina sneið með osti . . ." Af öðru, sem Pólýnesar lögðu mikið upp úr til kynlöðunar, má nefr.a góða danskunnáttu og góða lykt. Báru þeir oft á sig ilmefni, einkum á nefin, en þeir kysstust með því að þrýsta þeim saman. Hin mikla fullkomnun, sem Pólýnesar náðu í ástaleiknum, byggðist að líkindum hvað mest á því, að þeir kenndu opinberlega, hvernig samlíf karls og konu gæti bezt orðið. Sem nærri má geta, féll vestrænum kristniboðum ■ þess- háttar ekki í geð, þegar þeir smugu inn í þessa fjarlægu Paradís, hverr- ar siðum og menningu þeir höfðu ekki minnsta skilning á. Fyrir þeirra tilverknað er nú svo komið, að hætt er við að Pólýnesum hafi m.og farið aftur í list ástarinnar, þótt þeir séu ekki ennþá svo hörmu- lega staddir í þeim efnum sem við Vesturlandamenn. Sumum kann að virðast að Pólý- nesar séu klúrir og dýrslegir í ást sinni, en því fer fjarri. „Þegar Pólýnesarnir lýsa ástinni, er mál þeirra oft myndríkt og líkingafullt," segir þjóðfræðingur nokkur. „ . . . í ástaljóðum þeirra eru hin elskandi kölluð kókoshnetur, fiðrildi, fuglar, þokubólstrar, fjöll, daggardropar og ilmandi blómsveigar. Karlmann- inum er líkt við sólina, við staf eða stöng, sem notuð er við að lesa ávexti af trjám, við storm eða halastjörnu. Konan er laufblað, sem endurkasfar bjarma, kuðungur, ilm- andi blómabeð, ávöxtur, fallegt og þroskað brauðaldin eða blóm- knappur, sem er í þann veginn að opnast." dþ. Bílaprófun Vikunnar Framhald af bls. 9. Bíll Þóris er hvorki með „Power" bremsum eða vökvastýri. Og ég get ekki ímyndað mér, að nokkur þörf sé fyrir þessi hjálpartæki. Maður leikur sér að því að stýra Mustang með einum fingri hvort heldur er í hröðum akstri úti á vegum eða í snúningum innanbæjar. Og brems- urnar eru mjög léttar og vinna vel. Þær eru fljótar að draga úr hrað- anum, og þarf ekki mikið við þær að koma til að stöðva hjólin alveg. Mér kæmi jafnvel ekki í óvart, þótt „Power" bremsur væru varhuga- verðari hér á okkar vegum, þar sem stundum getur verið mjög óæskilegt að bremsurnar séu svo léttar, að maður „negli" í ógáti. Ég get varla ímyndað mér betri bremsur en eru á Mustang, þar til komið er út í „anti-skid" brems- urnar, en það er önnur Ella. Og í viðbót má segja það bremsum Mustang til hróss, að þær herða út í sig sjálfar. Um mælana hef ég nóg sagt. Mælaborðið sjálft er mjög aðlað- andi, ekki hvað sízt fyrir sport- sinnaða. Það er með bólstruðum skyggnum, sem lúta inn yfir mæl- ana og hanzkahólfið, sem er sæmi- lega stórt — heldur ekki meira. í mælaborðinu eru fáir rofar og tákk- ar, aðeins fyrir tveggja hraða þurkurnar og rúðusprautu, Ijósin og miðstöðina — sem er hörkugóð. Hreinsar alla móðu af rúðum bíls- ins, allan hringinn. Undir mæla- borðinu, við hliðina á stýrisstöng- Tízkuverzlunin Guðrún Rauðarárstíg 1 VIKAN 52. tbl. — Qrj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.