Vikan


Vikan - 22.12.1964, Síða 39

Vikan - 22.12.1964, Síða 39
inni, er svo stilling fyrir loftræst- ingu í bílnum, þegar aliir gluggar eru lokaðir. Það er líka góður hlut- ur. Stýrishjólið er af sporttýpu — körfuhjól með flautupílór greiptri í hvern hjólpílóra, enginn flautu- hringur. Flautan er sæmilega radd- sterk. Framsætin aðskilin (Bucket- týpa) og mjög þægileg. Stillanleg fram og aftur. Aftursætið er sófi, ætlaður fyrir þrjá, en ég hygg, að ekki verði allir jafn ánægðir með að sitja þar í miðjunni, því heljar- mikill stokkur gengur aftur eftir miðju gólfi. Ég myndi einna helzt finna það að, að ekki virðist nógu vel hugsað um aftursætisfarþeg- ana; þeir fá lítinn stuðning við lær- in, og fótarúmið má varla þrengra vera. Hér hefur f jölskyldubillinn fórnað helzt til miklu á kostnað sportbílsins. Óþarft er að taka það fram, að bíllinn er fóðraður allra horna á milli, og áklæðið í sama lit og bíllinn að utan. Það er mjög viðkunnanlegt. Þegar maður opnar aðra hvora hurðina — því Mustang er aðeins tveggja dyra — má segja að mað- ur taki alla hliðina úr. Ég lét í Ijsó nokkurn ótta við, að hurðin tæki það mikið á sig, að henni myndi hætt við skrölti, en Þórir var ekki á sama máli. Hann kvað hurðina svo lága, að þegar allt kæmi til alls, væri hún ekki nema 15% stærri en á venjulegum amerískum fólksbíl, og minni, þeg- ar búið væri að skrúfa niður rúð- una. Þar að auki væri frágang- urinn á dyrastafnum og stýringum hurðarinnar og læsingum svo góð- ur, að ekki þyrfti að óttast að hún sigi. Og víst er um það, að ekki verður mikið fyrir aftursætisfarþeg- unum, þegar þeir fara inn eða út. Skottið er gott og opnast vel, þótt ég hefði persónulega kosið að það opnaðist lengra niður að aft- an, en kannski það hafi ekki svo mikið að segja fyrir hinn almenna kaupanda, hvort svo sem hann er að kaupa sér sportbíl, fjölskyldu- bíl eða einkabíl. Frágangur allur á bílnum virðist vera hinn vandað- asti, og svo er að sjá, sem lacocca hafi varað sig á því soðinu, sem svo mörgum hefur reynzt ónotalega heitt: Að reyna að gera dýran bíl ódýran. Og verðið? Alger standard gerð af Mustang mun kosta 295 þúsund krónur íslenzkar, miðað við harð- topp, en 325 þúsund, miðað við Convertible (blæjubíl). Og víst mundi góðverk að kaupa gripinn, því það styrkir ríkiskassann um ca. 150—200 þúsund. Og væntanlega batna þá vegirnir að sama skapi. Þar að auki er svo hægt að fá alls konar aukaútbúnað með bíln- um, og er hann talinn upp annars staðar á síðunni. Að lokum hef ég tilhneigingu til að taka undir með bandaríska bíla- manninum, sem ég man ekki leng- ur hvað heitir, að hann sagði að loknum reynsluakstri á Mustang: Þetta er einhver gallalausasti bíll, sem ég hef ekið. Og þetta virðist vera almenn skoðun, því á þeim skamma tíma, sem liðinn er frá því að sala hófst á Mustang, er hann orðinn þriðji söluhæsti bíll í Bandaríkjunum. Á næsta bæ við Ödáða- hraun Framhald af bls. 27. því að búin er til maðkaveita að sumrinu. Þá er haugað saman mat- arieifum og öðru því sem fiski- flugan sezt að í, en það er hvít- maðkurinn, lirfa fiskiflugunnar, sem notaður er fyrir beitu við dorgið. Bezt þykir að stunda þessa veiði á útmánuðum eða undir vorið, þeg- ar ísinn er orðinn þunnur á vatn- inu og komnar í hann vakir. Þá veið- ist jafnan vel með skörinni. Enda þótt vatnið sé ekki djúpt, aðeins tveir metrar víðast, getur það verið óþægilega blautt og kalt, ef ísinn brotnar og þess vegna eru notuð sérstök skíði til að fyrirbyggja það. A vorin verður allmikil mergð svana á vatninu en þegar eðlishvötin kall- ar hefst grimmileg barátta milli þeirra og það endar með því að aðeins ein svanahjón verða eftir á vatninu og gera sér hreiður þar. Það hagar þannig til, að vatnið er að verulegu leyti gert af manna völdum með fyrirhleðslu og þegar heimilisrafstöðin var byggð 1948, þá hækkaði enn talsvert í vatninu. Fallhæðin, sem virkjuð var, er að- eins einn meter, en vatnsmagnið bætir það upp. Sími kom þangað norður eftir um 1930; þá var víða símalaust í þéttbýlum héruðum, en hins vegar var Jónas Jónsson frá Hriflu valdamikill ráðherra á þeim tíma og Bárðdælingur að uppruna. Þjóðvegur telst að Víðikeri, 9 km frá Svatrárkoti, en síðan sýsluveg- ur, sem hefur víðtækari þýðingu en aðeins fyrir þennan bæ. Þessi veg- ur hefur greitt fyrir samgöngum fyrir ferðafólk, sem leggur á Ódáða- hraun. Byggð í Svartrákoti hefur líka nokkra þýðingu fyrir Mývatns- sveit, gangamenn þaðan gista þar í göngum. Það er greinilegt að veiðin er uppistaðan í búskapnum, því sjálft búið er lítið. Hörður hefur 166 kind- ur á fóðrum í vetur, þrjá hesta og fjórar kýr. Fjárhúsin standa suður á túninu, kippkorn frá bænum, öll úr torfi og grjóti úr hrauninu. Þau hafa verið svo vel hlaðin, að nú hafa þau staðið í 80 ár og sýn- ast eiga langa lífdaga fyrir hönd- liiliplliilllr . < •»' : An ALLJR VITI fll# IhMÍI\ V I t I Hinn heimsfrægi fegurðarsérfræðingur Helena Rubinstein selur hér á landi hinar dásamiegu snyrtivörur sínar. Helena Rubinstein lætur sér svo annt um fegurðina að hún hefir hclgað líf sitt rannsóknum á húðinni og notkun fegurðarlyfja. Gjörið svo vel að kynna yður snyrtivörur Helenu Rubinstein. ■O Apple Blossom baCpúð- ur og baðsalt. Heaven Sent ilmkrem, baðpúður og sápa. $ ■O Apple Blossom handáburð- ur — sápa og baðsalt. ú Apple Blossom gestasápa og ilmolía. Apple Blossom ilmúðun — Handtösku ilmúðari — Handáburður — Báð- -O vökvi — Baðpúður með Velour-svampi — Bað- og andlitssápa — Hreinsi- krem — Næringarvökvi — Silki-andlitspúður — Silki-krempúður og varalitur.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.