Vikan - 22.12.1964, Page 48
CANONET jnnior
TAKIÐ MYMDIR ÁN FYRIRHAFNAR
CANONET JUNIOR HUGSAR FYRIR YÐUR
ALGERLEGA SJÁLFVIRK
ÁBYRGÐ - VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
Bjorn & Ingvar
Aðalstræti 8 — Sími 14606.
Þessar umbúðir
og góðar ljósa-
perur heyra
saman
*
vegna gæðanna
— VIKAN 52. tbl.
* 6-4
V A-7
♦ A-G-7-2
* K-10-9-6-2
* 9-8 N A-K-7-3-2
V G-10-9 ¥ D-6-5
♦ 10-9-5-4 V A ♦ 8-3
* D-7-5-3 S * A-G-4
A D-G-10-5
¥ K-8-4-3-2
♦ K-D-6
* 8
Norður Austur Suður Vestur
1 lauf 1 spaði 2 hjörtu pass
3 lauf pass 3 grönd pass
pass pass dobl pass pass
Norður gefur, allir utan hættu.
Útspil spaðanía.
Við skulum líta fyrst á sagn-
irnar í spilinu í dag, því af þeim
má töluvert læra. Margir sér-
fræðingar myndu opna á einum
tígli á spil norðurs, en opnun á
einu laufi er langt frá því að
vera óeðlileg sögn. Margir myndu
einnig gefa forhandardobl á spil
austurs í stað þess að segja einn
spaða. Fyrsta sögn suðurs er að
okkar áliti röng og fær doblið
okkar atkvæði. Það er góð regla
að dobla þá sögn hjá andstæð-
ingi, sem hefði verið manns eig-
in sögn, ef hann hefði sagt pass.
Einn spaði hefði lika verið 300
niður, sem ætti að vera bezti
árangur n-s á spilin. Um dobl
austurs á lokasamningnum er
lítið að segja; hann vill tryggja
sér spaðaútspil, sem þó er eng-
in trygging fyrir því að þrjú
grönd tapist.
Vestur spilaði út spaðaníu,
austur drap á kóng og spilaði
lágum spaða. Nú kom þrisvar
hjarta og austur var inni á drottn-
inguna. Hann tók spaðaás og
spilaði meiri spaða. Suður drap
og átti afganginn af slögunum.
Þrjú grönd unnin dobluð með
yfirslag.
Vitanlega hafið þið séð hvaða
vitleysu austur gerir. Þegar norð-
ur spilar hjartaás, þá verður hann
að kasta drottningunni í, í þeirri
von að vestur lendi síðan inni og
geti spilað laufi í gegn. En til
þess að það heppnist verður vest-
ur að eiga laufadrottningu, sem
hann á áreiðanlega, þar sem
sagnhafi fer ekki strax í laufið. k
Angelique
Framhald af bls. 29.
sem brelan og lansquenet. Og er hugur manna stefndi til ásta, var
enginn svo aumur, að hann fyndi hana ekki hér.
En frá upphafi vega voru sígaunarnir aðal aðdráttaraflið á markað-
inum. Þeir voru prinsar markaðarins með fjöllistarmenn sína og spá-
kerlingar.
Frá því um mitt sumar var hægt að fylgjast með komu lesta þeirra.
Horaðir, gamlir hestar, gengu undir vögnunum, hlöðnum af konum og
börnum og alls konar tækjum og áhöldum, stolnu svínakjöti og kjúkl-
ingum. Karlmennirnir þögulir og hrokafullir, með sítt svart hár undir
fjaðrahöttunum, sem slúttu yfir leiftrandi, kolsvört augun. Þeir báru
langar lensur um axlir sér.
Parísarbúar horfðu á þá með sömu spurulu forvitninni, eins og for-
feður þeirra höfðu gert árið 1427, þegar þessir eilífu, hörundsdökku
flækingar, höfðu komið að múrum Parísarborgar í fyrsta sinn. Þeir
höfðu verið kallaðir Egyptar. Betlararnir viðurkenndu áhrif þeirra á
upphaf lagasetningu undirheimanna og á allra kjána messu sat foringi
þeirra veizlu með Stóra Coesre.
Rodogone Egypzki, sem sjálfur var af sígaunaættum, var því í mikl-
um álitum meðal glæpamanna Parisarborgar. Það var ekki nema rétt-
mætt, að hann vildi hafa einkaaðgang að þessu markaðssvæði. Calem-
bredaine var hins vegar höfðinginn yfir hliðum Nesle og Pont-Neuf
og krfðist þess, að þetta svæði væri hans og eingöngu hans.
Þessi samkeppni gat aðeins endað með dauða annars hvors.
Síðustu dagana áður en markaðurinn var opnaður, brutust út nokkr-
ar skærur umhverfis hverfið.
Daginn, sem opnað var, urðu menn Calembredaine að láta sér nægja