Vikan - 12.05.1966, Qupperneq 2
1962 var heildarlengd malbikaðra gatna í Reykjavík
59 km. — Síðastliðið ár hafa verið malbikaðir 38,8 km.
Árið 1970 er áætlað að allar götur innan Elliðaáa og '
Fossvogs verði malbikaðar
TR YGCJUM 'AFRAM UPPB YCGINCU REYKJA VlKUR
í FULLRI ALVÖRU
TÓMSTUNDIRNAR
VERÐA VANDAKÁL
Þróunin bæði hér og annars-
staðar stefnir í þá átt, að vinnu-
tíminn verður sífellt styttri og
styttri. Stytting vinnutíma hef-
ur verið liður í launabaráttu
vinnustéttanna og með þeim
árangri að nú geta velflestir tek-
ið pjönkur sínar og haldið heim,
þegar enn er verulegur hluti eftir
af deginum. í fjölda fyrirtækja,
bæði hér og erlendis hefur sá
háttur verið upp tekinn að vinna
af sér laugardaginn og þá er
helgin orðin tveir heilir dagar.
Nýlega sá ég það í bandarísku
blaði, að næsta skref í þróun-
inni þar vestra mundi verða það,
að menn færu til síns heima um
hádegi á föstudegi.
Mig minnir að það hafi verið
George Bernard Shaw, sem
sagði, að vísu í gamni, að sunnu-
dagurinn væri eitt alvarlegasta
vandamál mannkynsins. Þeir
sem ekkert hafa við að vera
heima hjá sér, horfa fram á helg_
ina með hálfgerðum hryllingj
enda er frítíminn orðinn allt 0f
langur til þess eins að liggja
uppíloft á sófanum.
Við höfum ekki orðið svo mik_
ið vör við þetta vandamál en0-
þá vegna endalausrar eftirspurn-
ar eftir yfirvinnu, en þá er
styttur vinnutími tilgangslaus,
ef hann hefur einungis í för með
sér lengri eftirvinnu. Æskilegra
væri að uppræta þá vinnuþrælk-
un, sem enn á sér víða stað.
Hér er nýtt vandamál á ferð-
inni, sem enn hefur ekki verið
reynt að mæta og bíður úr-
lausnar. Nú tíðkast að varpa öllu
á herðar velferðarþjóðfélagsins
og eitt af verkefnum þess í fram-
tíðinni og raunar mjög bráðlega
verður að koma upp heppilegum
tómstundastöðvum. Sumir geta
alltaf gert sér eitthvað til dund-
urs á eigin spýtur, en fyrir hina,
verður að setia upp einhvers-.
konar starfsemi á stöðum eins
og Krísuvík, Hveragerði, Þing-
völlum og Laugarvatni til dæm-
is. Tómstundaniiðstöðvar þurfa
að rísa í öllum stærri bæíum og
margar í Reykiavík, Þetta er þeg-
ar orðið dagskrármál á Norður-
löndum; þar tala þeir um „Fri-
tidscenter", sem nauðsyn gagn-
vart styttingu vinnutímans.
Þá er verr farið en heima setið, |
ef auvnar t^mstundir snúast upp ;
það að verða einskonar bol 0,
aldrei var það ætlunin- Þannig
getur farið ef ekki ver^ur shý-
izt við vandanum af skynsemi,
bæði af hálfu einstaklinSantla 0g
þjóðfélagsins. Gs.