Vikan - 12.05.1966, Page 4
o
DESty
BIJUCQ
Framhaldssagan
7. hluti
Eftlr Peter O'Donald
við stýrishjólið áfjáður í að komast
— Ó, drottinn minn! hugsaði
hann allt í einu. — Ég hlýt að líta út
fyrir að vera sykurpabbinn henn-
ar. Hann leit flóttalega á hana, og
sá að hún horfði framhjá honum,
upptekin af einhverju, sem fram
fór skammt undan, þar sem ha
bárujárnsgirðing hafði verið reist
utan um óbyggða lóð. Lítill dreng-
ur með kúrekahatt og belti klukti
í stiga og gægðist yfir girðinguna
með leikfangabyssu í hendinni. Ann-
ar smástrákur, sömuleiðis með
byssu og þar að auki með lög-
reglustjörnu, lá í leyni bak við póst-
kassa og gægðist varkár framund-
an honum. Eitt andartak var hlé a
leik þeirra, meðan þeir virtu fyrir
sér Rolsinn.
Strákurinn bak við girðinguna
lyfti byssunni, miðaði henni á Tarr-
ant og hrópaði: — Pomm! Svo hvarf
hann úr sjónmáli.
— Pomm! Pomm! Að þessu sinni
kom það frá póstkassanum. Lítið
höfuð gægðist ofurvarlega fram
fyrir kassann til að virða fyrir sér
verksummerkin.
— Þegar ég var ungur, muldraði
Tarrant, er bíllinn þokaðist nokkra
þumlunga áfram, — sögðum við
alltaf Bang! Það er líklega ekki
mjög nákvæm eftirlíking, svona þeg-
ar maður fer að hugsa um það . ..
Hann þagnaði og kipptist við. Mod-
esty hafði snúið sér við og kraup
á hnén í sætinu. Hún kreppti hægri
hendina, nema hvað 'hún teygði
fram vísifingur og löngutöng, eins
og hún héldi á byssu.
Hún iyfti höfðinu og miðaði á
litlu veruna, sem gægðist framhjá
póstkassanum. — Pomm!
Það lifnaði yfir undrandi andlit-
inu og síðan hvarf það.
— Pomm kom frá girðingunni.
Og annað pomm frá póstkassanum
og snögg svör frá Modesty. Tarr-
ant kingdi munnvatni sínu. Hann
sá sér til nokkurrar ánægju, að
roði var að færast upp eftir hálsi
Weng aftanverðum, og hann fitlaði
áfram.
— Pomm! Modesty skaut og
beygði sig niður fyrir hurðina. Til
svars kom heil skothríð, bæði fra
gerðinu og póstkassanum. Tarrant
starði með glerkenndum augum á
tvær ungar konur með innkaupa-
töskur, og miðaldra mann með
skjalatösku, sem höfðu numið stað-
ar til að fylgjast með orrustunni.
Bíllinn lagði af stað, og um leið
og síðasta pommið frá girðingunni
var dáið út, stökk Modesty á fætur
og renndi sér ( hvarf í sætinu. Tarr-
ant leit aftur og sá kúrekana litlu
tvo standa á gangstéttinni og stara
á eftir Rolsinum, með lotningu og
aðdáun.
Þegar bíllinn var giftusamlega
kominn fyrir hornið, settist Modesty
upp og lagaði lítillega á sér hár-
ið. Augu hennar Ijómuðu af
ánægju. — Ég hef raunar aldrei
hugsað út í það, sagði hún. — En
það er öllu líkara fallbyssu býst ég
við.
_ Fyrirgefðu. Tarrant renndi
fingrunum undir flibbann. — Hvað
þá?
__ Pomm. Þú varst að tala um
bang og pomm.
— Rétt. Ég er hræddur um, að
þú hafir komið bílstjóranum til að
roðna.
— Ég efast ekki um það. Hun
brosti prakkaralega. Svo hallaði
hún sér áfram og klappaði Weng
á öxlina.
— Gallinn við þig, Weng minn, er
sá, að þú ert snobb.
— Þakka yður fyrir, ungfrú
Blaise. Röddin bar erlendan hreim,
en var fáguð og þjálfuð. — Ég
reyni það.
— Af hverju gerirðu þá ekki eins
og ég bið þig, og stefnir að því
að ná ei’hhverjum frama?
— Þér kostuðuð mig í skóla (
Hong Kong og síðan í þrjú ár í
háskólann þar, ungfrú Blaise. Það
er nóg.
— Það er aðeins upphafið. Þú
ætlar þó ekki að vera heimilishald-
ari hjá mér alla þína ævi?
_ Jú, þakka yður fyrir, ungfrú
Blaise.
Tarrant setti það á sig, að ef
tækifæri byðist einhvernttma, ætl-
aði hann að spyrja nánar um Weng.
Hann fann á sér, að bak við til-
vist hans var saga, sem gæti kynnt
nýja hlið á Modesty Blaise; og hann
var farinn að fá sívaxandi áhuga
fyrir alhliða eðli hennar og skap-
gerð.
Þegar þau komu t'l Ritz opnaði
einkennisklæddur starfsmaður fyr-
ir þeim og hneigði sig um leið.
Tarrant hjálpaði Modesty út úr bíln-
um og þau gengu inn. Aðalmót-
tökustjórinn kom til að taka á móti
þeim.
— Ungfrú Blaise, Sir Gerald. Hans
hágöfgi er á annarri hæð. Hádeg-
isverðurinn hefur verið borinn fram
( (búð hans.
_ Borinn fram? Tarrant lyfti
augabrúnunum. — En við erum þó
ekki of sein, Manetta?
— Alls ekki, Sir. Hans hágöfgi
vildi, að allt væri til reiðu. Viljið
þér koma með mér?
— Enginn _ hér — vandamál (
sambandi við gest okkar og fylgd-
arlið hans? spurði Tarrant um leið
og þau gengu i áttina að lyftunni.
— Við höfum engin vandamál á
Ritz, sagði Manetta með ofurlítinn
ávítunarhreim I röddinni. — ( mesta
lagi nokkra óvenjulega viðburði.
— Nokkur slíkur?
— Við urðum að ræða um vopna-
málin. Flestir af fylgdarliði hans
hágöfgi kunna ekki við sig án riff-
ilsins. Mér skilst, að þeir sofi með
þá heima hjá sér.
— Það gæti valdið öðrum gest-
um ykkar óþægindum, sagði Tarr-
ant um leið og lyftudyrnar opnuð-
ust. Modesty gekk inn og mennirn-
ir tveir á eftir.
— Við komum þv( þannig fyrir
að tveir persónulegir lífverðirskyldu
fá að halda rifflunum, sagði Man-
etta. — Að sjálfsögðu eru þeir ekki
hlaðnir. Við bentum á, að Kfverðir
hennar hátignar í Buckingham Pal-
ace hafa ekki skot.
Tarrant varð undrandi á svip-
inn. — Er það ekki?
_ Við gættum þess að spyrjast
ekki fyrir um það Sir.
Modesty brosti: — Ég var að
hugsa um matinn. Hefur gerzt nokk-
uð óvenjulegt varðandi matseðil-
inn?
— Það var ofurlítið erfitt fram-
kvæmdaatriði, að útvega nýslátrað-
ar geitur, ungfrú Blaise, en að öðru
leyti . . .
_ Geitur? spurði Tarrant og
starði. — Drottinn minn, þér eigið
þó ekki við, að Jacques Viney hafi
verið beðinn um að matreiða geit-
ur!
— Lélegri matreiðslumaður myndi
hafa haft eitthvað á móti þvt, svar-
aði Manetta rólega og vék sér til
hliðar um leið og lyftudyrnar opn-
uðust. Svo fylgdi hann Modesty og
Tarrant út og vísaði þeim áfram
eftir breiðum ganginum. — Viney
er listamaður, hélt hann áfram, —
sem efldist við þrautina, eins og
hans var von. Geitakjötsragúið hans
hefur vakið dæmafáar vinsældir.
_ Það þykir mér vænt um, sagði
Tarrant. — Við viljum, að hans há-
göfgi sé hamingjusamur hér.
— Ég get fullvissað yður um það,
Sir. Meira að segja bað hann Viney
að koma með sér heim til Malaurak.
Hann hefur í hyggju að byggja höll
með mjög vönduðum eldhúsum.
Tarrant lokaði augunum eitt and-
artak: — Og? spurði hann.
— Viney þakkaði mjög kurteis-
lega fyrir sig, en fann sig knúinn
til að afþakka.
Tarrant strauk svitann af enni sér
með samanbrotnum vasaklút: —
Verið svo vænn að flytja Viney
m(nar hjartanlegustu hamingjuósk-
ir, sagði hann innilega.
Dyrnar milli (búðanna, öðrum
megin gangsins á Ritz hóteli, höfðu
verið opnaðar til að mynda nægi-
lega stóra íbúð fyrir sjeikinn og
allt fylgdarliðið. Utan við miðdyrn-
ar í ganginum stóðu tveir hávaxn-
^ VIKAN 19. tbL