Vikan


Vikan - 12.05.1966, Side 5

Vikan - 12.05.1966, Side 5
9 ir arabar á verði. Skikkjurnar voru glænýjar, en kjálkar þeirra voru illa rakaðir og rifflarnir, sem þeir héldu um öxl voru með patínu, sem kemur af margra ára stöðugri með- höndlun. Annar var stuttur riffill af gérðinni Lee Enfield, en hinn gam- all French Label. — Hans hágöfgi væntir yðar, sagði annar Arabanna og opnaði dyrnar. Tarrant sá manninn og Mod- esty skiptast á augnaráði, og f þvf var hlý kveðja, sem aðeins siða- reglurnar héldu aftur af. Honum hnykkti við, en það var enginn tími til að hugsa um það. — Hér yfirgef ég ykkur, sagði Manetta og hneigði sig djúpt. Stóra borðstofan var f sama Lúð- víks XIV stílnum og allt annað á Ritz. Þar voru tólf eða fleiri Arab- ar, einn eða tveir f stólum, en flest- ir sátu á hækjum sér á gólfinu. Einn- ig hér virtust nýju skikkjurnar og litagleðin f öllu stinga annarlega í stúf við dökk, veðurbitin andlitin. Stór, hvftur dúkur hafði verið lagður á gólfið, og umhverfis hann hafði verið dreift sessum. Á dúkn- «m voru ffnar skálar og silfurbik- arar, og körfur með grófu, svörtu brauði, ostabakkar og úrval af á- vöxtum. Á miðjum dúknum stóð stór Ihitaplata með glóandi viðarkolum, og á henni var leirpottur með dökk- brúnni stöppu, sem mallaði rólega. Allir Arabarnir risu á fætur, Abu- Tahir sjeik úr stóli hinum megin við hvíta dúkinn. Hann var f hvítri ■skikkju með vefjarhött í sama lit, með rauðum og gullnum höfuð- böndum. Einvaldurinn f Malaurak var miðlungshár, rúmlega fertugur með grátt skegg. Andlitið var veð- urbitið og hrukkótt, með litlum, slóttugum augum. — Stigamaður, sem býr í tjaldi . . . hafði hinn há- æruverðugi Percival Thornton kall- að hann, og Tarrant hafði ekkert við þá lýsingu að athuga. — Yðar hágöfgi, sagði Tarrant og hneigði sig Iftið eitt. — Leyfið imér að kynna: Modesty Blaise. Augu Abu-Tahirs hvfldu á Mod- 'esty, og það var glampi f þeim. Hann snerti enni sitt og sfðan hjartastað með annarri hendinni. — Salcsm alekum, sayyide . . . Modesty hreyfði hendur sfnar elns: — Neharkum sa'id we-mubar- ek. — Awhashtena. Tarrant skildi þetta: — Þú hefur gert okkur einmana. Aftur hnykkti honum við. — Allah ma yuhishek, sagði Modesty. Og þá voru þessor alvarlegu kveðjur um garð gengnar og Abu- Tahir gekík fram með útrétta arma og faðmalði Modesty, ei.ns og björn. — Modestee! hrópaði hann ofsa- kátur. Um leið og hún slapp wr faðm- laginu hróipaði einn manmanina: — Fatet el sc ryyide! Abu-Tafiir sneri sér með ikiand- legginn ertn um öxl hennar: — Jál þrumaði h ann. — Það er Primsessan — hún er komin til okkar afhjr. Mennirnir þyrptust um hana, dökk andlitin Ijómu’ðu af vingjarnlegum brosum, og allir töluðu hver oían í annan. Abu-Tahir lyfti hendinni til að biðja um hlj óð og leit á Tarrant. — Ég hef sorg, sagði hann hægt og rólega: — • Að menn mínir tala ekki ensk.u giott. Ég tala mörg orð. Ég segi sorg fyrir þeim, að jþeir kunna ekkl adð taka vel á mótí yð- ur, Sir Tarrantt. Þeir eru mjög ham- ingjcssumir yfiir að hitta aftur E1 Say- yide _ Prinse ssa. Kotnið nú, gera svo vel, setjas t. Hann hélt um hurtdlegg Modesty og ýtti tveim mönmum vingjamlega til hliðar með 'öxlin.ni urg sparkaði til sessunum fynV frciman stólinn, þar sem hann var ánœg&ur með þær. Svo seig harm niðiur <S eina og dró Modesty niðuir við' hlluð sér, hægra megin. Húini dró pi.lsiðupp yfir hnén og settist awð v< jldlega og með þokka, hatfði. fæ ti jrnar uppundir sig og til antvnrrar hniðarinnar. Tarrant andvarpaðii m« ð sjálfum sér og hlamma ðh sér niðw á sessuna vinstra imgín \ tið sjeikinn. Abu- Tahir klappaði saman höndunum og tók að gefa skipanir. — Ekki svona með hnén, hvísl- aði Modesty að Tarrant, þegar borð- haldið byrjaði. — Með fæturnar f kross og hnén út, og slappaðu af, eins og hans hágöfgi. — Þakka þér fyrir. Tarrant hreyfði fæturnar klunnalega. — Ég vildi aðeins óska, að við hefðum Fraser hér. Það myndi opna fyrir honum nýtt svið fyrir andlitssvipa- safnið hans. Hann myndi sannar- lega njóta þess. Þegar mér dettur f hug, að Prompni Percy sagði, að þú hefðir sennilega aldrei heyrt um sjeikdæmið Maiaurak . . . hann hristi höfuðið fullur iðrunnar. — Mér finnst þú hefðir geta sagt mér það. Skálar höfðu verið fylltar af káss- unni úr pottinum og nú var stór skál sett fyrir framan Abu-Tahir og gesti hans. Hann gaf Tarrant og Modesty bendingu um að byrja að borða. — Hægri hönd, sagði hún lágt og teygði sig fram. — Þumalfingur, vísifingur og langatöng, og engin viðskiptamál. Tarrant fylgdist með hvernig hún gerði. Svo ýtti hann upp líningunum og káfaði ofan ( skálina. Hann fann kjötbita, hristi af honum sósuna og stakk honum upp f sig. Hann var furðu góður. Eftir þvf sem lengra leið á mál- tíðina, gazt Tarrant betur að Abu- Tahir. Maðurinn var stórgerður og höggvinn grófum dráttum, en bjó -yfir eðlislægri kurteisi. Þótt hann liangaði greinilega að tala við Moa- ffisty, helgaði hann Tarrant mestan Sfluta samræðnanna, og talaði á brenglaðri ensku. Mjög virðulegur í bragði spurði hann Jixm heilsufar eins margra af konungsf.jölskyldunni og hann mundi nöfnin á, og svo tók hann að rifja upp furðulegt safn af ensk- Oim nöfnum, sem hann hafði lært á icnörgum árum. Tarrant áttaði sig ekki strax á heilsufari Lord George, sem reyndist svo eftir nokkur óviss andartök vera Lloyd heitinn Ge- arge,- en Abu-Tahir var mjög ánægð- ur, þegar Tarrant gat fullvissað hann um, að hinn mikli knatt- spyrnumaður, Stanlay Matthews, væri f fullu fjöri. — Og hin fagra Mitt vesti, sagði Abu-Tahir. — Ég sá hana í kvik- mynd, þegar við koma f Bagdad. Mjög falleg og mjög fallegt tafl. Líður henni vel, Sir Tarrant? Tarrant reyndi að ná augnasam- bandi við Modesty en hún var önn- um kafin í samræðum við fimm, sex Araba, sem sátu umhverfis stóra dúkinn og af flissi þeirra dró Tarrant þá ályktun, að ekki vant- aði kryddið f samræðurnar. En hún hafði annað eyrað opið fyrir Tarr- ant, þvf án þess að Ifta við, sagði hún: — Mae West, og klappaði með annarri hendinni á brjóstið á sér. — Ó já, yðar hágöfgi, sagði Tarrant og dró andann léttar: — Ég get þvf miður ekki talað með fullri vissu um Mitt vesti, hún er amerísk, en ég held hún sé við fulla heilsu. — Ég vona svo, sagði Abu-Tahir og kinkaði kolli, alvarlegur í bragði: — Hún hefur mjög fallegt tafl. (chest = bringa; chess = tafl). Tarrant kom nokkuð á óvart, þeg- ar vín var borið fram, en dró þá ályktun, að Abu-Tahir og menn hans væru ekki strangir Múham- eðstrúarmenn. Undrun hans jókst, þegar mjög sterkt te, en ekki kaffi, var borið fram á eftir ostinum og ávöxtunum, og þrisvar hleypt upp á því suðunni á rafmagnshitaplötu, áður en það var borið fram f litl- um bollum. Modesty ropaði hátt, og Abu- Tahir Ijómaði af ánægju. Tarrant reyndi eftir fremstu getu að gera eins, en uppþemban brást honum. Hann rak upp bofs, sem gat Ifkst ropa, og vonaði að það dygði. — Ah! sagði Abu-Tahir og klapp- aði Tarrant á bakið um leið. — Sir Tarrant slóttugur. Hann kemur með El Sayyide til að eyðaleggja vondu hundana, sem ætla að taka dem- antana mína! Það er gotti Tarrant skildist, að nú mætti tala um viðskiptin. Hann sagði: — Þakka yður fyrir, yðar há- göfgi. Ég held, að Modesty Blaise sé mjög fær til að koma upp um vondu hundana, en ég vissi ekki, nð þið væruð gamlir vinir. — Ah . .. 1 Abu-Tahir lyfti hönd- inni og mennirnir þögnuðu: — Ég skal segja, Sir Tarrant. Langt, langt til baka er lítið stúlkubarn. Hún fer gegnum Malaurak. Það er hart land. Hún er ein. Hún er í tötrum og hún er svöng, en ekki hrædd. Hún er mjög . . . hann leitaði að orðinu, — mjög herská, eins og Iftið villidýr. Hún ekki bað um hjálp, — en ég gef — ég tek hana inn í okk- ar tjöld, segi konum gefa mat. Hann lagði hönd sína yfir hönd Modesty og hún leit brosandi á hann: Framhald á bls. 41. VIKAN 19. tbl. g

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.