Vikan


Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 7
frelsi teljum við okkur skylt að hafa í heiðri. Ef við munum rétt, svöruðum við bréfinu, sem þú ert hneykslaður út af, og gagnrýnd- um þær skoðanir, sem þar komu fram. VIÐKVÆM VANDAMÁL. Kæra Vika! Ég sá í 2. tbl. Vikunnar að hin mjög vinsæla hljómsveit Hljóm- ar frá Keflavík var svívirt með því að kalla hana leiðinlega bítla- hljómsveit. Og ég er sammála X.Z. að Vikan græðir ekki mikið á því þvaðri, þegar þið eruð að prédika um hárlubba á ungling- um nú til dags, og ég er viss um að allir meðlimir Hljóma eru færir um að leika í landsliðinu í knattspyrnu. Að lokum langar mig til að spyrja hvaða menntun þarf til að fá að fara í Tækni- skólann. J.J.J. Jónsson. Ef einhverjir Keflavíkurdrengir sem kalla sig Hljóma hafa bara verið sagðir leiðinlegir, þá finnst okkur núna að það hafi verið tekið full grunnt í árinni. Hérmeð birtum við inntöku- skilyrði fyrir Tækniskólann: Sjá auglýsingar í dagblöðum 5.—6. apríl varðandi inntökupróf m.m. Inntökuskilyrði fyrir Forskóla- deild Tækniskólans. A. Starfsreynsla: Skilyrði til inntöku er, að um- sækjandi hafi minnst 12 mánaða verklega þjálfun. Við nám í einstökum sérgrein- um tæknifræðinnar má setja skilyrði um allt að 12 mánaða viðbótarþjálfun við nánar tiltek- in störf. Verklegrar þjálfunar má afla með iðnnámi, eða Með raunhæfu starfi í viðkom- andi atvinnugrein. Umsækjandi verður með virku starfi að hafa kynnzt þeirri at- vinnugrein, sem hann hyggst leggja stund á. Þjálfunin skal vera alhliða og veita haldgóða þekkingu á venjulegum vinnu- máta og vinnubrögðum. Sé verklegrar þjálfunar aflað í áföngum, má enginn áfangi vera styttri en tveir mánuðir. B. Inntökupróf og fyrri mennt- un: Inngöngu í forskóladeild má veita þeim nemendum, er lokið hafa prófi frá iðnskóla. Ennfrem- ur geta fengið inngöngu í for- skóladeild þeir. sem lokið hafa miðskólaprófi og/eða gagn- fræðaprófi. IJmsækjendur þreyta sérstakt inntökupróf, sem sker úr um að- gang nemenda að forskóladeild. Inntökuskilyrði í fyrrihluta deild Tækniskóla: A. Að nemandi hafi lokið prófi frá forskóladeild eða B. Að nemandi hafi lokið öðru prófi er stjórn skólans tekur gilda og fullnægi auk þess kröf- um um starfsreynslu. ANGELIQUE. Herra Póstur! Mig langar til að vita hvort sag- an Angelique verður gefin út þegar hún er búin í Vikunni. Svaraðu mér nú fljótt. Kær kveðja. Kristín á Akureyri. Já, Angelique verður að öllum líkindum gefin út í bókarformi eftir að birtingu í Vikunni er lokið. Blóm Vikunnar fær G.M. fyrir eftirfarandi sögu: 1 bæ einum norður í landi bar svo við nýlega, að hjón nokkur létu mála svefnherbergið hjá sér, sem varla er í frásögur færandi. En áður en málningin var orðin þurr, varð húsbóndanum á að styðja lófanum á einn vegginn, og kom þar á greinilegt far eftir hönd hans. Var málarinn þá aft- ur kallaður á vettvang, og þegar hann kom heim til hjónanna, tók húsmóðirin á móti honum svo mælandi: „Komdu nú með mér inn í svefnherbergið, þá skal ég sýna þér, hvar maðurinn minn lagði lófann í gærkvöldi". Málaranum brá lítillega, og svo varð honum að orði: „Ha — nei, takk fyrir, ég held ég þiggi held- ur kaffi“. Fyrsta flokks fpá FÖNIXs KÆLISKÁPAR _ FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING er aSferðin, þegar geyma á matvæU ituttan tíma. Þetta vita allir og enginn viU vera án kæUskáps. FRYSTING, 1>. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stlga frost, er auðveldasta og bezta aðferSin, þegar geyma á mat- væii iangan tíma. Æ fleiri gera sér ljós þægindin við að eiga frysti: fjölbrcyttari, ódýrari og betri mat, mögu- leikana á því að búa \ baginn með matargerð og bakstri fram í tfmann, færri spor og skemmri tíma til innkaupa — því að „ég á það £ frystinum". Við bjóðum yður 5 stærðir ATLAS kæUskápa, 80— 180 cm háa. AlUr, nema sá minnsti, hafa djúpfrysti- hólf, þrir með hinni snjöUu „3ja þrepa froststiUingu", sem gerir það möguiegt að halda miklu frosti i frystihólfinu, án þess að frjósi neðantil í skápnum; en einum er skipt í tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæli að ofan með sér kuldastillingu og alsjálfvirka þíðingu, en frysti að neðan með eigin froststilUngu. Ennfremur getið þér vaiið um 3 stærðir ATLAS frystikista og 2 stærðir ATLAS frystiskápa Loks má nefna hina glæsilegu ATLAS viðar-kæUskápa f herbergi og stofur. Þér getið vaUð um viðartegundir og 2 stærðir, með eða án vínskáps. Munið ATLAS einkennin: ☆ Glæsilegt og stílhreint, nýtlzku útlit. ☆ Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aSri markvissri innréttingu. ☆ Innréttingarmöguleikar með sérstökum Atlas- búnaði. ☆ Sambyggingarmöguleikar (kæliskópur ofan á frystiskáp), þegar gólfrými er litið. ☆ Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. ■ír FHjóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun. ú: 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. • • Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með því að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. - Sendum um allt land. SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVlK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn:.......................................................................... Heimilisfang: ...................................................... Til FÖNIX s.f., pósthólf 1421, Reykjavfk. V-19 VIKAN 19. tbl. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.