Vikan


Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 8

Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 8
NÚ GETIÐ ÞÉR FENGIÐ LÖNG, LENGRI OG ENNÞÁ LENGRI, SILKIMJÚK AUGNHÁR Ultra^Lash er fyrsti aucjnhára\\turinn sem lengir og þétt- ir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera Ultra+Lash á með hinum hentuga Duo- Taper Brush sem bvggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáa- lausum og klístruðum augnhárum. Sérstaklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúndum með Maybelline Mas- eara Remover. Iíémur í þrem góðum litum: VELVET BLACK SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. Skáldiðoo iirOhitinn Greín efftir Gísla Sigurb|öv*nsson Fyrir nokkrum árum var haldið hátíðlegt í höfuðborg landsins 100 ára afmæli stór- skáldsins Einar Benediktsson- ar og afhjúpað minnismerki — myndastytta af honum sjálf- um. Átti hann þetta sannar- lega skilið. Hann hafði um áratugi og mun um ókomin ár eiga eftir að glæða hug og þor þjóðarinnar með dýrmæt- um kvæðum og ljóðum. Fyrir þetta var þakklát þjóð að þakka skáldajöfri sínum. En hann hafði einnig gert annað, sem seint mun gleymast eða fullþakkað — hann benti þjóð sinni á tímum vonleysis og fátæktar á nýjar leiðir til at- hafna og dáða. Skáldið og at- hafnamaðurinn varð, eins og gerist alltaf hjá lítilli þjóð, misskilinn og líf hans var ekki allt blómum stráð — síður en svo. En hann átti fjársjóð, sem svo fáir eiga, hugsjónir — og hann sá svo ótal margt á undan hinum. Eitt af því, sem hann eign- aðist hér á landi var mikið jarðhitasvæði, ekki ýkjalangt frá kaupstað, sem síðar var bær, en nú er orðin borg. Hann vissi, að jarðhitinn er mikils virði og að hann má nota á svo margvíslegan hátt. En ekkert var gert; skáldið lézt og árin liðu. Svo var það mörgum árum seinna að einn af færustu fjármálamönnum landsins hafði áhrif á það, og stuðlaði að því, að bærinn eignaðist jarðhitasvæðið. Hann sá strax hversu mikið og margt mátti gera með jarðhitann — og hann vildi að bærinn eignaðist landið vegna þess, að hann var einn af þessum fáu mönnum, sem í þá daga hugsuðu fjTÍr fólkið. Saga þessa manns er táknræn um hvemig tímpvnir voru þá — fyrir fjölda mörgum árum. Með dugnaði, festu og fyrir- hyggju hafði honum tekizt að efla þá stofnun, sem hann starfaði við um langt árabil, svo að til fyrirmyndar var. En þá komu stjórnmálin, og hann hvarf frá starfi, enda þótt starfskraftar hans væru óskertir. Gerðist það á þeim tímum, að menn voru látnir hætta störfum af stjórnmála- skoðunum einum, en sem bet- ur fer á slíkt sér ekki stað lengur. Hefur þjóðin fyrir löngu skilið, að slíku hefur hún ekki ráð á, heldur ekki á því, að láta duglega og færustu menn á ýmsum svið- um hætta störfum aðeins vegna þess, að almanaksárin eru orðin svona eða svona mörg. En þetta allt er formáli að ævintýrinu um jarðhitasvæð- ið, sem skáldið keypti og varð síðar eign nýrrar borgar. Jarðhitinn þar er nærri ó- tæmandi. Heitar laugar eru margar og svo er það gufan, sem kemur úr ótal borholum. Hefur fyrir nokkru verið not- að af henni til saltvinnslu og hitaveitu — en frá því hefur verið skýrt áður í blöðum, og verður því ekki ritað nánar þar um — en þessar tvær framkvæmdir hafa haft mik- il áhrif á afkomu borgarbúa. Garðyrkjumiðstöðin í Krýsuvík er orðin fyrir löngu öllum landsmönnum vel kunn — enda hefur með starfsemi hennar orðið algjör ])áttaskil í garðyrkju í landinu. Var lengi vel mjög mikil óreiða í mennt- un garðyrkjumanna, en síðan Garðyrkju- og skógræktar- skóli Ríkisins tók til starfa í Hveragerði fyrir nokkrum ár- um hafa algjör þáttaskil orðið. Hefur öll menntun garðyrkju- i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.