Vikan


Vikan - 12.05.1966, Síða 43

Vikan - 12.05.1966, Síða 43
Hallc1 A eg að lána þér TEDDY? Ha-hal Ég var bara að gera að gamni mínu. Heldurðu að ég vilji missa TEDDY? Það er svo gott að hugsa, þegar maður hefur TEDDY. Það eru aldrei nein vandræði með mig, ef ég hef TEDDY. ÞAÐ ER ÁRIÐANDI AÐ VELJA RÉTT Svamp- gúmmí fylling TEDDY ventil-snuð — Danskt pat- er.t 93868. Eina snuðið sem hef- ur ventil og svamp-fyllingu. Börnin kunna bezt við það. Það verður aldrei flatt og það er ekki hægt að bíta það í sundur. Bezti vinur minnstu barnanna VENTIl-SNUÐ Rafmagnsrakvélar i miklu úrvali meff og án bartskera og h'arklippum vm BSIWSTORE sm, J hann upp með aðdáun og lotningu í andlitinu: — Þetta skal aldrei yfir- gefa mig, Sir Tarrant, sagði hann hægt. — Og þegar minn tími, kemur skal það liggja með mér undir sand- inum. — Sir Tarrant gleðst yfir því, að þú skulir vera svona ánægður með val hans, sagði Modesty alvarlega. — Svo sannarlega, mjög glaður, yðar hágöfgi. Og ég er afar þakk- látur Modesty fyrir að minna mig á það. Tarrant hneigði sig kurteis- lega fyrir henni, um leið og hann sagði þetta. Einn mannanna spurði einhvers, og endurtók spurninguna, en Abu- Tahir var of gagntekinn af úrinu, til að veita því athygli. í spurning- unni greindi Tarrant nafn Willie Garvins. Modesty snerti handlegg sjeiks- ins og hann vaknaði eins og af dvala með dálitlum rykk. — Ojá! Rashid spyr vel, Mod- estee. Hvar er okkar góði Willie Garvin? Til að gera demantana mína örugga, verður þú að koma með hann. — Hann er hættur, sagði hún. — Hann býr nú í sínum eigin caravan- serai út f sveit. Ég talaði við hann f gegnum símann, og hann bað mig að flytja þér alúðarkveðjur sín- ar. Abu-Tahir starði áhyggjufullur á hana: — En hann verður að vera með þér, El Sayyide! Ef þú ferð að finna þessa vondu hunda, verður þú líka að taka hann. Augu hennar hvíldu á Tarrant: — Willie Garvin er ekki lengur undirmaðyr minn, og það er ekki mitt að biðja hann. í því efni verð- um við að reiða okkur á Sir Tarr- ant. The Threadmill stóð um hundrað metra frá ánni, nokkrar mílur frá Maidenhead, þar sem það hafði staðið í næstum tvær aldir. Bak við húsið lá steinlögð gata milli trjánna niður að ánni og þar var bátahús. Lágvaxinn skjólgarður var meðfram landareigninni á einn veginn og undir trjánum, sem uxu á árbakk- anum var löng, lág bygging úr múrsteinum. Á þessari byggingu voru engir gluggar, aðeins þykk hurð á öðrum endanum. Klukkuna vantaði tíu mfnútur f átta, þegar Modesty beygði inn á bílastæði framan við krána og þumlungaði Daimler Dart bílnum inn á afmarkað svæði, sem merkt var með skilti: Frátekið. Hún var í svörtu pilsi og blússu úr dökkrauðu silki, með léttan kamelhárfrakka yf- ir öxlunum. Tarrant opnaði dyrnar og hjálp- aði henni út. — Frátekið handa þér? spurði hann og leit á skiltið. — Ég býst við þvf. Willie gerir svona lagað fyrir mig. Þetta er að sjálfsögðu fáránlegt, og mér þyk- ir vænt um það. Kráin var full, en ekki troðfull. Aðallega fastagestir, áleit Tarrant, þegar hann litaðist um. Hann hafði farið í látlausan sportjakka og dökkar buxur, og leið prýðilega. Gestirnir í kránni voru í svipuðum klæðum, og allt frá unglingum upp í miðaldra. Þarna var lítill hópur að kasta örvum og annar hópur umhverfis kúluspil í fjarri endan- um. Sterklegur maður um fimmtugt og tvær ungar konur voru bak við langt barborðið. Hér myndi Willie Garvin vera vinsæll, hugsaði Tarr- ant; — Halló, Spurling. Modesty tal- aði við þann þrekvaxna. — Hvernig er hnéð? — Miklu betra, þakka yður fyr- ir, ungfrú Blaise. Þeir eru alltaf að setja einhverja geisla á það. Og hvernig Ifður yður? — Prýðilega, þakka yður fyrir. Er Willie hérna? — Á bak við, ungfrú. Hann sagði, að þér mynduð koma. Gerið svo vel. Og komið við til að fá yður drykk, áður en þér farið. — Við skulum gera það, Spur- ling. Hún tók um handlegg Tarrants og gekk þvert yfir barinn, gegnum sveifludyr, sem opnuðust út á gang, sem lá eftir endilöngu húsinu. VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.