Vikan


Vikan - 19.05.1966, Page 2

Vikan - 19.05.1966, Page 2
í FULLRI HLVÖRU Reykiaus borg en rykmetluð Það tíðkast að segja útlending- um frá því og gjarnan með nokkru stolti, að Reykjavík sé reyklaus borg. Hitaveitan er því til sönnunar; kolakaupmenn hafa orðið að snúa sér að öðrum við- fangsefnum, kyndiklefum er sleppt í nýjum húsum og reyk- háfar eru bara minnismerki um liðna tíð. Frá þeim líður enginn reykjareimur lengur til að menga það loft allra lofta bezt, sem norðanáttin skilar okkur ofan af Esjunni. Þvílík heilsu- lind. Samt þrássast kvefið við að skilja við okkur fyrir fullt og allt og ein pestin rekur aðra eins og heilnæmt norðanloftið hafi ekkert að segja. Það hefur það heldur ekki. Þrátt fyrir reykleysið er Reykja- vík rykmettuð borg; svo ryk- mettuð að leitun mun á öðru eins í Evrópu nema ef vera kynni í smábæjum á Balkan- skaga. Þar af stafar óhollustan og óþrotlegur kveffaraldur ár og síð. Kunnur háls- nef- og eyrnasérfræðingur hefur sagt, að hér hafi annar hver maður skemmda slímhúð í nefi og hálsi þar af leiðir viðnámsleysið gagn- vart hvers kyns pestum. Að mestu leyti er þetta af- leiðing ófrágenginna gatna, það er að segja; gangstéttir vantar í stærstan hluta borgarinnar. Gangandi vegfarendur verða í svotil öllum úthverfum borgar- innar að stikla í mold og möl, eða for þegar blautt er um. For- in veðst út á malbikið þar sem það er og rýkur í háaloft undan umferðinni þegar þornar. SL. 4 ÁR VORU BYGGÐAR 2500 ÍBÚÐIR í REYKJAVÍK EÐA FYRIR 10 ÞÚSUND MANNS Á NÆSTU 4 ÁRUM ÞARF AÐ BYGGJA A.M.K. 2800 ÍBÚÐIR TRYGCJUM 'AFRAM UPPBYGGINGU REYKJAVÍKUR Gangstéttir eru jafn þýðingar- miklar og göturnar sjálfar. Og fullnaðar frágangur gatna er ekki fyrst og fremst samgöngubót og augnayndi, heldur kannski öllu fremur heilsubótarráðstöfun. Samkvæmt skipulaginu er ekki lengi að bíða þess að götur verði fullfrágengnar. Þegar búið er að rykbinda Reykjavík, þá skul- um við tala um reykleysið og góða loftið, en ekki fyrr. G.S.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.