Vikan


Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 4

Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 4
ANDRÉS INDRIÐASON Þyrnar Þcssir piltar eru frá Snæfcllsnesi og kalla sig Þyrna, cn áður ncfndist hljómsvcit þcirra Ómó. Piitarnir, sem eru í miklum metum hjá ungu fólki á Snæ- fellsnesi, heita, talið frá vinstri: Snorri Böðvarsson (sólógítar), Xrausti Magnússon (bassagítar), Stefán Alexandersson (trommur) og Sturla Böðvarsson, en hann er hljómsveitarstjóri og lcikur á rhythmagít- ar og harmonikku, þcgar svo ber undir. dylst engum, að talsverður tjörkippur Hli er kominn í hljómplötuútgáfu hérlendis. Að vísu er hér aðeins eitt hljómplötuútgáfufyrir- tæki um hituna, SG-hljómplötur, en það virðist dafna allvel og jafnframt hefur það vakið at- hygli, hve plöturnar eru vel úr garði gerðar. Þá er það og lofsvert, að nú loksins hefur ungl- ingahljómsveitum verið gefið tækifæri að leika á plötu, en eftir þessu framtaki hefur unga fólk- ið beðið lengi. Fyrir skömmu kom út hljómplata með Dátum og er þar að finna fjögur lög — þrjú eftir Þóri Baldursson en eitt er erlent. Dátar hafa á til- tölulega skömmum tíma aflað sér mikilla vin- sælda hjá unga fólkinu en þeir hafa einkum leikið fyrir „yngstu hlustendurna", m.a. í Lídó. Ef við könnum nú innihald plötunnar, verður fyrst fyrir lagið Leyndarmál. Þetta er rólegt lag og einkar fallegt. Skemmtilegt er samspil gítars og orgels í byrjun, sem gengur síðan eins og rauður þráður í gegn um lagið. Söngur Rúnars Gunnarssonar er mjög athyglisverður, hvert orð kemst til skila, sem er sannarlega lofsvert og tvísöngur Rúnars og Jóns Réturs í millikafla er óvenju góður. Þeir bræður minna jafnvel á Pét- ur ög Gordon í tvísöng sínum og er þar ekki leiðum að líkjast. Texti Þorsteins Eggertssonar er mjög þokkalegur. laus við skrúðmælgi og hátíðlegheit — í senn einfaldur og einlægur. Þetta er án efa bezta lagið á plötunni, lag, sem vinnur á eftir því sem maður heyrir það oftar og það á áreiðanlega eftir að verða Kfsseigt í óskalagaþáttunum. Lagið Alveg ær er öllu fjörlegra ( nokkurs konar Chuck Berry tempói. Orgelið er yfirgnæf- andi allt frá byrjun og erfitt er að gera sér grein fyrir því, hvernig Dátar ætla að flytja þetta lag á dansiböllum án aðstoðar Þóris Baldurssonar. Textinn er skeifing lítilfjörlegur og í rauninni ekki annað en endurtekningar. Söngurinn er ágætur og undirspilið sannar, að Þórir er prýði- legur orgelleikari. Lagið er sniðið handa þeim, sem hafa gaman af að dansa sjeik, en sá dans þykir víst gamaldags á þessum síðustu og verstu tímum. A hinni hlið plötunnar er fyrst lag, sem nefnist Framhald á bls. 6. Nú hleypum við af stað nýstárlegri skoðanakönnun og spyrjum: Hvernig er íslenzka óskahljómsveitin skipuð? Þið eigið að kjósa bezta sólógítarleikarann, bezta rhytmagítarleikarann, bezta bassa- gítarleikarann, bezta trommuleikarann, bezta orgelleikarann, tvo beztu saxofonleikarana og bezta söngvarann, m.ö.o. þið týnið úr hinum mörgu hljómsveitum okkar þá einstaklinga, sem ykkur finnst beztir á sitt hljóðfæri og stillið þeim upp í eina hljómsveit. Þetta verður þá nokkurs konar landslið. Þetta er í fyrsta sinn að skoðanakönnun með þessu sniði fer fram hérlendis og okkur finnst hún álika skemmtileg og stöllunum hér á myndinni! Þegar óskahljómsveitin hefur verið kosin, fáum við væntanlega að heyra hana í Lögum unga fólksins í umsjá Gerðar Guðmunds- dóttur, en hún hefur boðið óskahljómsveitina hjartanlega velkomna til sín. Einnig munum við að sjálfsögðu birta myndir af öllum þeim, sem kosningu hljóta og kynna þá fyrir lesendum, en þeir, sem þið viljið útnefna, mega að sjálfsögðu vera í hvaða hljómsveit á land- inu sem er. Ef þið eigið bágt með að muna nöfn, er nóg að benda á tiltekið hljóðfæri í tiltekinni hljómsveit, en þá vitum við, við hvern er átt. Utan á umslagið skulið þið skrifa: Vikan, Eftir eyranu, Skip- holti 33, Reykjavik. Þátturinn Eftir eyranu mun framvegis birtast hálfsmánaðarlega í Vikunni. Talsvert los hefur verið á þættinum í vetur sökum dvalar stjórnanda hans erlendis, en nú, þegar þátturinn er kominn i fast- ar skorður vildum við biðja unga lesendur um land alit að senda okkur greinar og myndir, sem flokkast undir það efni, sem birtist á þessum blaðsíðum. En nú tökum við fram blað og blýant og still- um upp óskahljómsveitinni. Skilafrestur er til 1. júli n.k. ^ VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.