Vikan


Vikan - 19.05.1966, Side 5

Vikan - 19.05.1966, Side 5
I I l 1 1 t l I & A Sk A. & £ & S. i 1 i A á gítan :{ í þessum þætti og næstu þremur þáttum birtum við ráðleggingar fyrir byrjendur í gítarspili og trommuleik. Áhugi á þessum hljóðfærum virðist fara sívaxandi hér- lendis sem víðar og nýjar hljómsveitir spretta upp eins og gorkúlur um land allt. Þess vegna væri ekki úr vegi að hugleiða það sem hinir eldri og reyndari spilarar hafa að segja. Hér er um spilara í sex þekktum hljóm- sveitum að ræða — en þrjár þessara hljómsveita hafa haldið hljómleika hérlendis: The Searcliers, The Kinks og Thc Hollies. Við muniun komast að raun um, að ekki eru allir sammála í ráðlegg- ingum sínuiri, en engu að síður er fróðlegt að heyra, hvaða heilræði þeir hafa fram að færa. . .Fyrst verður drepið á sóló- gítarinn, en í næsta þætti verður fjallað um rhythma- gílar, síðan bassagítar og að lokum trommur. GEORGE HARRISON The Beatles Flestir, sem lást viö gitarlcik, komast að raun um, að hljóm- plötuupptökur stundum fyrirvaralaust og V ji verður þá að M liljóðrita eitthvert £ ]■ lag í miklum J flýti. Síðar, þegar M þeir byrja að leika sama lagið ,'á hljómleikum, fá þeir oft allt aðra hugmynd um túlkunina og eru mið- ■ur sín, þegar þeir hafa hlustað á það, ,sem þeir hafa leikið inn á plötuna. rAð minnsta kosti kemur þetta oft fyr- ir rnig. Ég velti því alltaf fyrir mér, hvers vegna ég spilaði ekki gítar- sóló öðruvísi á plötunni. Við höfum aldrei haft það fyrir sið, að einhver tiltekinn í hljómsveitinni spili alltaf sóló, þótt ég sé opinberlega kallaður sólogítarleikari. Við gætum þess alltaf, að gítararnir verði ekki of hávaöasamii:, þegar einhver er að syngja — það er mjög þýðingarmikið. Skrúfaðu niður„ þegar einhver er að syngja. Við John skiptumst oft á um að spila sóló. t>að fer líka bezt á því, að hann spili sjálfur sóió í þeim lög- um, sem hann hefur samið og útsett sjálfur. Ég vildi ráðleggja þeim. sem lengra eru komnir. Ef einhver spilar eitthvað. sem þéx finnst fallegt, skaltu læra það. Það skiptir ekki máli. þótt það sé slæmt. Læröu það samt til þess að þú vitir, hvað þú átt að forðast- Ég geri það nú. KEITH RICHARDS The Rolling Stones Það er aðeins eitt ráð til þess að fá góðan tón út úr gitarnum og það er að ganga úr skugga um það, að magnarinn sé fyrsta flokks. Góður gítar og umfram allt góð- ur magnari hafa óendaniega mik- ið að scgja. Ég hef ekki trú á því, að byrjendur græði á því að fá tilsögn. Maður lærir að- eins það, sem einhver gamaldags dúll- ari viil að maður spili. Enginn getur kennt manni músik. Annað hvort hef- ur maður hana í sér eða ekki. Bezta ráðið, sem ég get gefið byrjendum, er þetta: Byrjaðu ekki á þessu, fyrr en þig langar raunverulega til þess. Þú þarft að hafa slíkan áhuga, að þú not- ir hverja fristund til þess að kroppa í gítarinn. Ef þú ímyndar þér, að þú sért orðin einhver stjarna þegar i stað, skaltu strax hætta þessu! MIKE PENDER The Searchers Sá, sem hcfur ein- sett sér að verða góður gítarleik- ari, fær þetta ráð frá mér: Fáðu þér tilsögn þegar í staðl Ég gerði það aldrei og hef alltaf séð eftir því. Ef þú leggur þig allan fram — og að læra eitt- hvað er að leggja sig allan fram — VERÐUR þú að fá þér tilsögn. Æfingin er þýðingarmikil. Ef þú hefur ekki þolinmæði eða brenn- andi áhuga á að æfa þig er ég hrædd- Ur Um að þú síglir fljótt í strand og gefist upp. Hlustaðu á beztu hljóm- plötur og þær verstu. Beztu? Ja, Bítl- arnir eru mjög, mjög góðir hljóðfæra- leikarar. Þeir hafa einhvern bezta, ef ekki albezta hljóm á hljómplötum í Bretlandi fyrir þessa tegund tónlistar. DAVE DAVIES The Kinks Það er mjög erf* itt að skilgreina hlutverk sólógít- arleikara í ,,beat“ hljómsveit, því að músikin skapast á því andartaki sem hún er leik- in. Þegar við er- um í upptökusal, hef ég ekkertfyr- irfram ákveðið í huga, sem ég ætla að leika. Þar til rauða ljósið kviknar, veit ég í rauninni ekki, hvernig ég mun spila. Undantekning er lagið ,.Tired Of Waiting For Yoy“. Þegar það var hljóðritað, hafði ég áður fundið upp þessa skrykkjóttu hljóma í byrj- un lagsins. Fáðu þér tilsögn, ef þú ætlar að læra að leika á sólógítar, en taktu ekki mikið mark á því, sem kennarinn vill að þú spilir. Ef til vill er betra að hafa undirstöðukunnáttu í píanóleik til þess að kynnast þeim lögmálum, sem músikin lýtur, og taka síðan til við gítarinn. Að lokum þessi ábending: Gítarkennarar geta verið skaðlegir. TONY HICKS The Hollies Sumar hljóm- sveitir — til dæmis Bitlarnir og Rollingarnir — hafa engan á- kveðinn sólógit- arleikara. Þótt George Harrison sé neíndur sóló- gitarleikari Bítl- anna, spila Jolin og Paul oft sóló. Við erum ekki hrifnir af slíku fyrirkomulagi. Á hljómleikum höfum við aldrei rhyth- magítarleikara með í spilinu — okkur finnst rhythmagítarinn ekki falla inn í heildina. Hann er bara fyrir. Mér er ánægja að segja frá því, að marg- ir hafa orðið til þess að hrósa okkur fyrir hinn hreina hljóm okkar. Ég ^ygg. að hinn hreini hljómur sé mest að þakka fjarveru rhythmagítarsins. Sjálfstæður stíll er nokkuð, sem sóló- gítarleikarinn öðlast. Það kemur smám saman af sjálfu sér. Annars hafa all- ir sínar eigin hugmyndir um það, hvað sé góð tónlist. Ég er ekki á sama máli og Keith Richard, sem hvetur byrj- endur í gítarleik til að forðast tilsögn. Ég lærði í tvö ár á konsertgíar, og það hefur orðið mér að miklu liði. HANK MARVIN The Shadows Ég er að læra að lesa nótur núna. Það er stór- skemmtilegt! Ymsir kynnu að segja, að slíkt væri ekki nauð- synlegt fyrir gít- arleikara eins og mig. og það er hverju orði sann- ara. En oft er það svo, að það, sem er ekki verulega mikilvægt, er skemmtilegast. Það hefur veitt mér ó- Framhald á næstu síðu. (-----------------------------N Stiörnublik Fregnir herma, að Bob Dyl- an hafi gengið í hjónaband nýlega. Sjálfur er hann þögull sem gröfin, þegar þessi mál ber á góma .. The Pretty Things hafa nú fengið nýjan trommara. Sá heitir Skip Allan og tek- ur við af Viv Prince. Skip hefur oft aðstoðað við plötuupptökur hjá Ivy League, Donovan og Them .. . Ray Daviees (Kinks) hyggst taka sér þriggja mánaða hvild innan tíðar. Hann segist ætla að nota tímann til að helga sig tón- smíðum. Hann hefur látið svo um mælt, að honum dauðleiðist ,,pop“ músik . . Nýjasta lag Rollinganna heitir „As tears go by“. Lagið er eftir Mick Jagg- er og Keith Richard, en þeir sömdu það upphaflega fyrir Marianne Faithfull, sem söng það á plötu fyrir einu ári. Nú er það Mikki sem syngur með aðstoð strengjakvartetts, og á þetta að vera svar Rolling- anna við Yesterday Bítl- anna. Lagið var hljóðritað í Hollywood —- á sama stað og lögin Satisfaction og Get of my cloud ... Hljómplöt- ur Hermans Hermit's hafa’ á einu og hálfu ári selzt í 18 milljón eintökum. Her- mann & Co hafa nú lokið við að leika í tveimur kvik- myndum á vegum Metro Goldyn Mayer í Holly- wood. Önnur kvikmyndin nefnist „There is no place like space“ og er lag úr þeirri kvikmynd á tveggja laga plötu og heitir A must to avoid . . . Hermit merkir einsetumaður . .. Bítla- hljómsveitin The Cardinals frá London segist eiga heimsmetið í spilaúthaldi. Þeir spiluðu 102 klukku- stundir og 23 mínútur — stanzlaust! __________________________________' VIKAN 20. tbl. g

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.