Vikan


Vikan - 19.05.1966, Side 12

Vikan - 19.05.1966, Side 12
Yið voedm svefnlausir, matarlausir, drykkjarlausir, höfðum ekki fengið svo mikið sem fuglsblund í þrjá sólarhringa og ekki svo mikið sem bita eða sopa í tvo. Það var enginn tími afgangs frá stríðsstarfinu frá því að berjast fram og aftur um fjöll Kóreu í von um að stöðva vorsókn Kínverjanna. Þann seytjánda maí 1951 var fótgönguliðs- deild okkar send upp á hæðahrygg nokkurn til að leysa af hólmi franska hersveit, sem þar hafði haldið velli um hríð, en var nú að bugast fyrir síharðnandi árásum Kín- verja. Þegar við mættum Frökkunum, köll- uðu þeir til okkar: „Þið eruð brjálaðir. Þið komizt aldrei.“ Og þeir höfðu á réttu að standa. Við gengum í einfaldri röð upp stíginn, og riðilsstjóri einn, sem hafði yfir vélbyssu- skyttum að ráða, hljóp úr röðinni og inn í röð Frakkanna, sem voru á niðurleið. Ég sá hann aldrei aftur. Þegar við komum upp á hæðina, gerði yfirmaður platónunnar mig að riðilsstjóra. Ég var riðilsstjóri 1 eitthvað fjórar klukkustundir, og síðan ekki sögima meir. Kínverjarnir sóttu fram og gerðu okkur helvíti heitt. Allt var á ringulreið, og enginn vissi hvað upp eða niður sneri. Því næst uppgötvuðum við, að Kínverjar voru fam- ir að sækja að okkur frá þremur hliðum. Við hörfuðum. Á eftir mér var stór hópur manna, sem báru særða félaga, og ég valdi veginn ásamt fjórum eða fimm öðrum. Svo misstum við hver af öðrum, og ég var einn eftir. Það var svarta myrkur — ekkert tunglsljós — klukkan eitt að nóttu. Ég var einn á gangi niður mjóan, forugan stíginn, þegar ég heyrði einhvern hávaða framundan. Það virtist svo sem verið væri að skjóta. Ég gekk áfram fáein skref í viðbót og nam svo staðar. Ég heyrði mannamál og þaut inn í kjarrið til hliðar við stíginn og beið þar nálægt hálftíma. Ekkert hljóð heyrðist. Að lokum stóð ég upp og hélt áfram niður- eftir. Við smábeygju á stígnum spruttu tveir menn allt í einu upp úr kjarrinu. Á ein- kennisbúningunum þóttist ég sjá, að þeir væru Suður-Kóreumenn. Annar mannanna kom til mín og heilsaði mér með handa- bandi. Ég hugsaði: Þetta er í lagi, þeir hljóta að vera Suður-Kóreumenn. Svo að ég varp- aði byssunni um öxl mér. Jafnskjótt og ég hafði gert það, komu þrír eða fjórir menn út úr runnunum að baki mér, vopnaðir rússneskum handvél- byssum. Einn Kínverjanna þreif til riffils- ins míns. Ég þreif til hans samtímis. Hinir otuðu þá að mér hólkunum. Þeir tóku af mér riffilinn og fóru með mig niður fyrir beygjuna, og þar voru fyrir fjórir eða fimm af okkar strákum, sem ég þekkti. Kínverj- arnir höfðu þegar hremmt þá. Það var nú það. Ég var átján ára. Ég hafði orðið það fyrir hálfum mánuði, þegar ég sneri aftur til deildar minnar í öðru herfylkinu eftir að hafa legið á sjúkrahúsi um mánaðar skeið, meðan sár, sem ég hafði hlotið á vígvelli voru að gróa. Nú átti ég fyrir höndum tvö ár í kínverskum stríðsfangabúðum skammt frá Jalúfljóti, Kóremegin. Og því næst — nú eru tólf ár síðan — afneitaði ég landi mínu og fjölskyldu minni og hélt til Kína. Þar vildi ég búa og hjálpa kommúnistunum við byltingu þeirra. f dag er svo komið, að ég skammast mín fyrir þessa ákvörðun, en ég neita því ekki að ég tók hana af frjálsum vilja — og með hrifningu. Nú er ég aftur kominn heim — orðinn bandarískur ríkisborgari og á konu og litla dóttur. Ég veit, að hin mikla glíma milli Kína og Bandaríkjanna mun halda á- fram, þangað til Kínverjar hafa verið sigr- 22 VIKAN 20. tbL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.