Vikan


Vikan - 19.05.1966, Síða 15

Vikan - 19.05.1966, Síða 15
hreinsa eggina af Kínverjum og lágum í skjóli við klett, þegar okkar eigin stórskota- lið skaut á okkur. Fyrsta sprengikúlan kom beint niður á höfuð manns í öðrum riðli. Hann varð að engu, og slettur úr heila hans lentu á öxlinni á mér og hjálminum. Ég slapp lifandi einungis vegna þess, að ég var á bak við stóran stein. Ég bað: Guð minn góður, komdu mér ósködduðum í gegn- um þetta. Hálf platónan var drepin og særð þarna á staðnum. Hinir urðu að halda á- fram; allan daginn héldum við áfram að berjast. Einu sinni fór skot gegnum vatns- flöskuna, sem ég bar utan á mjöðminni. Næstu nótt sátum við einnig úti í snjónum — höfðum ekkert að borða og ekkert vatn að drekka. Um morguninn var ég reiðubúinn til að drekka hvað sem var. Þá fundum við upp- sprettu. Við æddum allir þangað. Ég var með byssuna og ætlaði að leggja hana frá mér við lítinn runna, þegar kallað var: „Wills, varaðu þig!“ Ég svipaðist um og sá þá vírspotta, sem var í tengslum við fíflagildru. Þegar ég stökk á brott, sprakk hún. Vinstra lærið á mér og hnéð fór allt í mask. Sumir voru hæfðir í andlitið. Mér tókst að dragast upp úr forinni af eigin rammleik. Hjúkrunarliðar komust til okkar, og einn þeirra skar utan af mér buxurnar. Þær voru allar löðrandi í blóði og þegar hann sá lærið á mér í ræmum, sagði hann: „Jesús Kristur“! og gaf mér sprautu um- svifalaust. Þá fór mér að líða vel; ég slapp- aði af og hugsaði: Allt í lagi, þú hefur feng- ið þitt milljón dollara sár. Þeir fluttu mig smáspöl á börum, og síð- an var farið með mig á jeppa og lest og í flugvél alla leið til Púsan, en þá hljóp kol- brandur í fótinn. Svo að þeir stungu mér inn á sænska rauðakrossspítalann og skáru mig upp á stundinni. Þeir náðu aldrei öll- um sprengjubrotunum úr sárinu, og sum þeirra eru þar enn. Eftir að hafa dvalið á spítalanum nálægt mánuði, varð ég að læra að ganga að nýju. Þá rann upp ein þessara stunda í lífi mínu, þegar ein mínúta gerði út um margra ára forlög. Ég hitti kunningja minn, sem var vörður við eina af birgðastöðvum hersins, og hann ráðlagði mér að komast þar að sem vörður líka. Liðþjálfinn, sem á verði var, sagði mér að hann vantaði nokkra menn, og sendi mig á fund fyrsta liðþjálfa. Hann var í símanum, og ég beið og beið, og að lokum sagði hann mér að koma aftur daginn eftir. Framkoma hans hleypti í mig gremju, svo ég gaf fjandann í þetta og kom ekki aftur. Fáum dögum síðar lagði ég aftur af stað til vígvallanna. Ég hitti þrjá félaga, sem voru á sömu leið, en tveir þeirra ætluðu að bregða sér úr lestinni og koma sér í félagsskap einhverra kóreanskra stúlkna. Þeir vildu fá mig með í þetta, en ég sagðist ætla að ljúka mínum þjónustutíma og kom- ast svo á brott úr Kóreu. Þegar ég kom aftur til herdeildar minnar, voru fáir þar eftir af mínum gömlu félögum. Ég var aftur gerður að vélbyssuskyttu. Við lentum í einum eða tveimur smábardögum á undan þeim þriðja og stóra þann átjánda maí, þegar ég var tekinn höndum. Minn síðasti stórbardagi hófst, er við vorum sendir upp á Hæð 755. Þá nótt gerðu Kínverjarnir á okkur fimm áhlaup. Þeir náðu hæðartoppnum og skutu þaðan ofan á okkur. Við fengum skilaboð í útvarps- sendi um að herdeildirnar til beggja handa hefðu látið undan síga og okkur var skipað að gera slíkt hið sama. f rauninni flýðum við af staðnum. Ég hafði byssuna til taks, og við vorum á hlaup- um niður stíginn þegar við mættum hópi Kínverja, sem komizt höfðu í veg fyrir okkur. Þar varð bardagi, sem minnti á kvikmyndirnar um villta vestrið. Aldrei meira en tólf fet á milli andstæðinga. Ég hlýt að hafa skotið að minnsta kosti þrjá eða fjóra. Þeir köstuðu að mér handsprengju. Ég stökk undan fram af hæðarstalli, og sprengjan kom rúllandi á eftir mér. Þrí- fóturinn minn flæktist í vafningsviði. Ég rykkti í hann, en hann vildi ekki losna. Ég sleppti honum þá og renndi mér áfram niður, og sprengjan sprakk fyrir ofan mig. Ég komst um síðir niður á jafnsléttu. Þar var allt á ringulreið, og við komum okkur upp einskonar varnarlínu til bráðabirgða. Næsta morgun endurskipulögðum við liðið og héldum göngunni áfram, klifruðumst uppámóti allan daginn og komumst upp á fjall. Ég hafði náð í riffil. Þá fengum við skipanir um að snúa við. Við hlýddum. Það tólc okkur margar klukkustundir að finna veginn aftur. Þar var okkur smalað upp á flutningabíla og ekið með okkur á þann Framhald á bls. 34. VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.